Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 12:02 Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, var nokkuð léttur þegar íþróttadeild náði tali af honum í morgun. Keflavík er með bakið upp við vegg og tímabilið undir þegar liðið mætir Stjörnunni í kvöld. Allt er undir hjá Keflavík í leik kvöldsins sem fram fer í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Vinnist leikurinn ekki er draumurinn um sæti í úrslitakeppninni úti. Það yrði mikið reiðarslag enda Keflavík átt fast sæti í úrslitakeppninni árlega í 39 ár, frá árinu 1986. Sigurður er spenntur og vonast til að leikmenn liðsins séu það einnig. „Mér líður bara vel. Menn eiga að njóta þess að spila svona leiki sem skipta öllu máli og sjá úr hverju menn eru gerðir. Undirbúningurinn hefur verið nokkuð góður og beinst að þessum leik. Menn eru bara klárir í slaginn, svona flestir, svo við erum bara í toppmálum,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild. Menn séu þá ekki hugsa um að svara fyrir stórtap liðsins fyrir Tindastóli fyrir viku síðan. Keflvíkingar voru arfaslakir á Sauðárkróki og töpuðu stórt en sá leikur sé kominn í baksýnisspegilinn. „Menn eru nú ekkert að hugsa um það lengur. Það er bara búið. Það lenda öll lið stundum í lélegum leikjum og að vera jarðaðir. Við erum ekkert að spá í því, það er bara næsta og leikurinn í kvöld sem allir eru að einblína á,“ segir Sigurður. Andstæðingur kvöldsins er ekki af verri gerðinni. Stjarnan getur farið upp fyrir Tindastól á topp deildarinnar með sigri í kvöld og tekið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Sigurður vonast eftir stuðningi og að menn nýti aukna spennu á réttan hátt. „Það ætla ég rétt að vona, að það sé auka spenna og að menn geri extra mikið til að ná góðum úrslitum. Ég á von á því að Keflvíkingar fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið.“ Keflavík og Stjarnan mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Einnig fer fram leikur ÍR og Hattar klukkan 18:30 sem er á Stöð 2 Sport 5. Öll umferðin í deildinni verður gerð upp í Körfuboltakvöldi strax að leik Keflavíkur og Stjörnunnar loknum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Allt er undir hjá Keflavík í leik kvöldsins sem fram fer í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Vinnist leikurinn ekki er draumurinn um sæti í úrslitakeppninni úti. Það yrði mikið reiðarslag enda Keflavík átt fast sæti í úrslitakeppninni árlega í 39 ár, frá árinu 1986. Sigurður er spenntur og vonast til að leikmenn liðsins séu það einnig. „Mér líður bara vel. Menn eiga að njóta þess að spila svona leiki sem skipta öllu máli og sjá úr hverju menn eru gerðir. Undirbúningurinn hefur verið nokkuð góður og beinst að þessum leik. Menn eru bara klárir í slaginn, svona flestir, svo við erum bara í toppmálum,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild. Menn séu þá ekki hugsa um að svara fyrir stórtap liðsins fyrir Tindastóli fyrir viku síðan. Keflvíkingar voru arfaslakir á Sauðárkróki og töpuðu stórt en sá leikur sé kominn í baksýnisspegilinn. „Menn eru nú ekkert að hugsa um það lengur. Það er bara búið. Það lenda öll lið stundum í lélegum leikjum og að vera jarðaðir. Við erum ekkert að spá í því, það er bara næsta og leikurinn í kvöld sem allir eru að einblína á,“ segir Sigurður. Andstæðingur kvöldsins er ekki af verri gerðinni. Stjarnan getur farið upp fyrir Tindastól á topp deildarinnar með sigri í kvöld og tekið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Sigurður vonast eftir stuðningi og að menn nýti aukna spennu á réttan hátt. „Það ætla ég rétt að vona, að það sé auka spenna og að menn geri extra mikið til að ná góðum úrslitum. Ég á von á því að Keflvíkingar fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið.“ Keflavík og Stjarnan mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Einnig fer fram leikur ÍR og Hattar klukkan 18:30 sem er á Stöð 2 Sport 5. Öll umferðin í deildinni verður gerð upp í Körfuboltakvöldi strax að leik Keflavíkur og Stjörnunnar loknum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira