Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar 14. mars 2025 11:31 Undirritaður skrifaði opið bréf til frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands hér á Vísi fyrir rúmum mánuði. Þar var lagt til að frambjóðendurnir tækju upp það stefnumál að Háskólinn tæki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og færi að skilyrðum samkeppnislaga um fjárhagslegan aðskilnað þessarar starfsemi, sem rekin er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á fræðslumarkaði, frá þeirri starfsemi HÍ sem fjármögnuð er af fé skattgreiðenda. Fátt varð um svör. Loksins svaraði ráðuneytið Greinarkornið ýtti hins vegar við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, sem svaraði nú í byrjun marz erindi FA frá því í ágúst í fyrra, en þar var ráðuneytið hvatt til að fylgja eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins (SE) frá 2021 um fjárhagslegan aðskilnað endur- og símenntunarsetra ríkisháskólanna frá annarri starfsemi. Í svari ráðuneytisins kemur fram að í maílok 2021 hafi ráðuneytið sent öllum háskólum landsins bréf og komið tilmælum Samkeppniseftirlitsins á framfæri. Með því telji ráðuneytið sig hafa uppfyllt tilmæli SE. Vandinn er bara sá, eins og rakið var í fyrri grein undirritaðs, að viðbrögð háskólanna voru allsendis ófullnægjandi. Þeir settu inn á vefsíður sínar örfáar setningar um að rekstur endurmenntunarstofnana væri fjármagnaður með námskeiðsgjöldum og nyti ekki styrkja af skattfé. Engin rekstraryfirlit eru birt fyrir endurmenntunarsetrin. Í tilviki Endurmenntunar HÍ er engin grein gerð fyrir því hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Og svo það sé nú endurtekið: Þetta þýðir að einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fé skattgreiðenda. Í svari ráðuneytisins við bréfi FA segir: „Í því ljósi er rétt að taka fram að ítarlegar leiðbeiningar fylgdu ekki frá SKE [svo] um hvað teldust fullnægjandi upplýsingar í þessu sambandi. Í kjölfar þessa bréfs mun ráðuneytið því óska umsagnar SKE [svo] um hvort þörf sé á að gefa út nánari leiðbeiningar til háskólanna.“ FA hefur fengið staðfest hjá Samkeppniseftirlitinu að því hafi borizt slík beiðni um leiðbeiningu frá ráðuneytinu. Leiðbeiningarnar hafa legið fyrir í 28 ár Engin þörf ætti að vera á að Samkeppniseftirlitið útskýri fyrir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu hvað felst í fjárhagslegum aðskilnaði samkeppnisrekstrar ríkisstofnana frá annarri starfsemi. Um það hefur legið fyrir skýr stefna og leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins í tæpa þrjá áratugi. Sú stefna var einmitt mótuð til að uppfylla skyldur ríkisins samkvæmt 14. grein samkeppnislaga, sem kveður á um slíkan aðskilnað. En það myndi eflaust ekki skemma fyrir að SE stafaði þetta ofan í ráðuneytið og háskólana. Í stefnunni, sem gefin var út í nóvember 1997, segir m.a.: „Ef tekjur stofnunar af samkeppnisrekstri eru hærri en 50 m.kr. eða markaðshlutdeild hans er meiri en 15% af skilgreindum markaði, skal eiga sér stað fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður milli samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar.“ Síðan fylgja ýtarlegar leiðbeiningar á tæplega 40 blaðsíðum um hvernig slíkum aðskilnaði skuli háttað og m.a. gætt að því allur raunverulegur kostnaður við samkeppnisstarfsemina sé dreginn fram. Vegna þess að ekkert sérgreint rekstraryfirlit um rekstur Endurmenntunar HÍ er birt opinberlega, er ekki hægt að segja með vissu hverjar tekjur hennar eru eða hlutdeild á markaði fyrir endur- og símenntun. Miðað við umsvif hennar verður hins vegar að ætla að tekjurnar séu vel yfir 180 milljónum, en það er 50 milljóna króna talan frá 1997 framreiknuð til verðlags dagsins í dag. Í ársreikningi HÍ árið 2013 var sagt frá því í skýringum að tekjur HÍ af endurmenntun það ár hefðu numið 470 milljónum, en engar slíkar upplýsingar hafa verið birtar undanfarin ár. Hvað segja frambjóðendurnir? Í ljósi ofangreinds er ástæða til að spyrja rektorsframbjóðendur aftur: Hvað ætla þeir að gera varðandi fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað Endurmenntunar HÍ frá öðrum rekstri Háskóla Íslands ef þeir ná kjöri? Ætla þeir að fara að samkeppnislögum og leiðbeiningum stjórnarráðsins um fjárhagslegan aðskilnað? Í þetta sinn væri gott að fá svör. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifaði opið bréf til frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands hér á Vísi fyrir rúmum mánuði. Þar var lagt til að frambjóðendurnir tækju upp það stefnumál að Háskólinn tæki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og færi að skilyrðum samkeppnislaga um fjárhagslegan aðskilnað þessarar starfsemi, sem rekin er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á fræðslumarkaði, frá þeirri starfsemi HÍ sem fjármögnuð er af fé skattgreiðenda. Fátt varð um svör. Loksins svaraði ráðuneytið Greinarkornið ýtti hins vegar við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, sem svaraði nú í byrjun marz erindi FA frá því í ágúst í fyrra, en þar var ráðuneytið hvatt til að fylgja eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins (SE) frá 2021 um fjárhagslegan aðskilnað endur- og símenntunarsetra ríkisháskólanna frá annarri starfsemi. Í svari ráðuneytisins kemur fram að í maílok 2021 hafi ráðuneytið sent öllum háskólum landsins bréf og komið tilmælum Samkeppniseftirlitsins á framfæri. Með því telji ráðuneytið sig hafa uppfyllt tilmæli SE. Vandinn er bara sá, eins og rakið var í fyrri grein undirritaðs, að viðbrögð háskólanna voru allsendis ófullnægjandi. Þeir settu inn á vefsíður sínar örfáar setningar um að rekstur endurmenntunarstofnana væri fjármagnaður með námskeiðsgjöldum og nyti ekki styrkja af skattfé. Engin rekstraryfirlit eru birt fyrir endurmenntunarsetrin. Í tilviki Endurmenntunar HÍ er engin grein gerð fyrir því hvernig t.d. aðgangur hennar að húsnæði, yfirstjórn, markaðssetningu og vörumerki Háskóla Íslands er verðlagður. Og svo það sé nú endurtekið: Þetta þýðir að einkarekin fræðslufyrirtæki, sem Endurmenntun keppir grimmt við, hafa enga sönnun þess að reksturinn sé ekki í raun niðurgreiddur með fé skattgreiðenda. Í svari ráðuneytisins við bréfi FA segir: „Í því ljósi er rétt að taka fram að ítarlegar leiðbeiningar fylgdu ekki frá SKE [svo] um hvað teldust fullnægjandi upplýsingar í þessu sambandi. Í kjölfar þessa bréfs mun ráðuneytið því óska umsagnar SKE [svo] um hvort þörf sé á að gefa út nánari leiðbeiningar til háskólanna.“ FA hefur fengið staðfest hjá Samkeppniseftirlitinu að því hafi borizt slík beiðni um leiðbeiningu frá ráðuneytinu. Leiðbeiningarnar hafa legið fyrir í 28 ár Engin þörf ætti að vera á að Samkeppniseftirlitið útskýri fyrir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu hvað felst í fjárhagslegum aðskilnaði samkeppnisrekstrar ríkisstofnana frá annarri starfsemi. Um það hefur legið fyrir skýr stefna og leiðbeiningar fjármálaráðuneytisins í tæpa þrjá áratugi. Sú stefna var einmitt mótuð til að uppfylla skyldur ríkisins samkvæmt 14. grein samkeppnislaga, sem kveður á um slíkan aðskilnað. En það myndi eflaust ekki skemma fyrir að SE stafaði þetta ofan í ráðuneytið og háskólana. Í stefnunni, sem gefin var út í nóvember 1997, segir m.a.: „Ef tekjur stofnunar af samkeppnisrekstri eru hærri en 50 m.kr. eða markaðshlutdeild hans er meiri en 15% af skilgreindum markaði, skal eiga sér stað fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður milli samkeppnisrekstrarins og annarrar starfsemi stofnunarinnar.“ Síðan fylgja ýtarlegar leiðbeiningar á tæplega 40 blaðsíðum um hvernig slíkum aðskilnaði skuli háttað og m.a. gætt að því allur raunverulegur kostnaður við samkeppnisstarfsemina sé dreginn fram. Vegna þess að ekkert sérgreint rekstraryfirlit um rekstur Endurmenntunar HÍ er birt opinberlega, er ekki hægt að segja með vissu hverjar tekjur hennar eru eða hlutdeild á markaði fyrir endur- og símenntun. Miðað við umsvif hennar verður hins vegar að ætla að tekjurnar séu vel yfir 180 milljónum, en það er 50 milljóna króna talan frá 1997 framreiknuð til verðlags dagsins í dag. Í ársreikningi HÍ árið 2013 var sagt frá því í skýringum að tekjur HÍ af endurmenntun það ár hefðu numið 470 milljónum, en engar slíkar upplýsingar hafa verið birtar undanfarin ár. Hvað segja frambjóðendurnir? Í ljósi ofangreinds er ástæða til að spyrja rektorsframbjóðendur aftur: Hvað ætla þeir að gera varðandi fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað Endurmenntunar HÍ frá öðrum rekstri Háskóla Íslands ef þeir ná kjöri? Ætla þeir að fara að samkeppnislögum og leiðbeiningum stjórnarráðsins um fjárhagslegan aðskilnað? Í þetta sinn væri gott að fá svör. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun