Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2025 09:41 Sonur Jóns Gunnarsson (t.h.) heyrðist segja á leynilegri upptöku að faðir sinn hefði þegið boð Kristjáns Loftssonar, hvalveiðimanns, á hvalveiðiráðstefnu í Perú í haust. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað sjálfur. Vísir Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku. Vísað er til ummæla Gunnars Bergmann Jónssonar á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum í fyrra í erindi samtakanna til forsætisnefndar Alþingis en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd siðareglna þingmanna. Á upptökunum heyrist Gunnar meðal annars halda því fram að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafi beðið Jón um að koma með sér á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september. Jón hefði aðeins greitt sjálfur fyrir flug til New York en ekki annan kostnað við ferðina. Jón, sem var fulltrúi alþjóðlegra samtaka á ráðstefnunni, sagði eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar í nóvember að hann hefði greitt allan kostnað við ferðina sjálfur eftir að þáverandi matvælaráðherra úr Vinstri grænum hafnaði bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón hefur margoft setið fundi ráðsins í gegnum tíðina. Ekkert kemur fram í hagsmunaskrá Jóns um ferðina til Perú á Alþingisvefnum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi farið rangt með ýmislegt á upptökunum. Náttúruverndarsamtökin segja að kostnaður við þátttöku hvers fulltrúa á fundinum hafi numið rúmum 60 þúsund krónum á þáverandi gengi. Ekki sé ljóst hvort að samtökin IWMC, sem styðja vísindaveiðar á hvölum og Jón var fulltrúi fyrir, hafi greitt kostnaðinn. Samtökin áætla að heildarkostnaður við ferðina gæti hafa numið á bilinu 700.000 til 1.000.000 króna. Ísraelskt leyniþjónustufyrirtæki á vegum óþekktra aðila Aldrei hefur verið upplýst hver greiddi Black Cube, ísraelsku leyniþjónustufyrirtæki með skrautlega sögu, til þess að láta tálbeitu gera leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann. Heimildin, sem sagði fyrst frá upptökunum, sagði aðeins að ónefnd alþjóðleg samtök sem væru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið fyrirtækið til verksins. Upptökurnar voru birtar eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórn, meðal annars vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um framtíð hvalveiðar. Jón hafði á þessum tíma gerst sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu, eftir að hann missti sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunum lét sonur hans í veðri vaka að Jón hefði orðið við ósk Bjarna um að taka sæti neðarlega á lista gegn því að hann gæti gefið út leyfi til hvalveiða sem Vinstri græn höfðu stöðvað. Það ætlaði hann að gera fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Jón hefur síðan sagt að það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Bjarni hefur neitað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Jón náði sæti á Alþingi þrátt fyrir að hafa verið í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að Bjarni, oddviti listans og þáverandi formaður flokksins, ákvað að taka ekki sæti á þingi eftir kosningarnar í lok nóvember. Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Vísað er til ummæla Gunnars Bergmann Jónssonar á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum í fyrra í erindi samtakanna til forsætisnefndar Alþingis en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd siðareglna þingmanna. Á upptökunum heyrist Gunnar meðal annars halda því fram að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafi beðið Jón um að koma með sér á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september. Jón hefði aðeins greitt sjálfur fyrir flug til New York en ekki annan kostnað við ferðina. Jón, sem var fulltrúi alþjóðlegra samtaka á ráðstefnunni, sagði eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar í nóvember að hann hefði greitt allan kostnað við ferðina sjálfur eftir að þáverandi matvælaráðherra úr Vinstri grænum hafnaði bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón hefur margoft setið fundi ráðsins í gegnum tíðina. Ekkert kemur fram í hagsmunaskrá Jóns um ferðina til Perú á Alþingisvefnum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi farið rangt með ýmislegt á upptökunum. Náttúruverndarsamtökin segja að kostnaður við þátttöku hvers fulltrúa á fundinum hafi numið rúmum 60 þúsund krónum á þáverandi gengi. Ekki sé ljóst hvort að samtökin IWMC, sem styðja vísindaveiðar á hvölum og Jón var fulltrúi fyrir, hafi greitt kostnaðinn. Samtökin áætla að heildarkostnaður við ferðina gæti hafa numið á bilinu 700.000 til 1.000.000 króna. Ísraelskt leyniþjónustufyrirtæki á vegum óþekktra aðila Aldrei hefur verið upplýst hver greiddi Black Cube, ísraelsku leyniþjónustufyrirtæki með skrautlega sögu, til þess að láta tálbeitu gera leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann. Heimildin, sem sagði fyrst frá upptökunum, sagði aðeins að ónefnd alþjóðleg samtök sem væru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið fyrirtækið til verksins. Upptökurnar voru birtar eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórn, meðal annars vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um framtíð hvalveiðar. Jón hafði á þessum tíma gerst sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu, eftir að hann missti sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunum lét sonur hans í veðri vaka að Jón hefði orðið við ósk Bjarna um að taka sæti neðarlega á lista gegn því að hann gæti gefið út leyfi til hvalveiða sem Vinstri græn höfðu stöðvað. Það ætlaði hann að gera fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Jón hefur síðan sagt að það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Bjarni hefur neitað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Jón náði sæti á Alþingi þrátt fyrir að hafa verið í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að Bjarni, oddviti listans og þáverandi formaður flokksins, ákvað að taka ekki sæti á þingi eftir kosningarnar í lok nóvember.
Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira