„Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. mars 2025 22:16 Logi Gunnarsson hrósaði sigri gegn sínum gamla læriföður í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld þegar Njarðvíkingar báru sigurorð af Tindastól 101-90 í IceMar-höllinni í kvöld. „Léttir að vinna svona gott lið á heimavelli. Minn fyrsti leikur sem þjálfari og sérstakt fyrir mig, félagið sem ég ólst upp í og mitt uppeldisfélag. Eina liðið sem ég spilaði fyrir á Íslandi, að fá að taka þátt og vera þjálfari í einn leik og það skiptir miklu máli að fá þennan sigur,“ sagði Logi Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í kvöld eftir sigurinn. Logi Gunnarsson var þjálfari Njarðvíkinga í kvöld í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar sem tók út leikbann eftir að hafa verið vikið úr húsi í síðustu umferð. Þjálfaraferill Loga í efstu deild gat varla byrjað gegn erfiðari andstæðing en toppliði Tindastóls og talaði Logi um að Njarðvíkingar hefði verið betri í litlu hlutunum í kvöld. „Það eru miklar pælingar fyrir alla leiki og maður er að fara yfir hvernig við dekkum hitt og þetta hjá hinu liðinu og stundum gera bæði lið mjög vel og þá er það þetta aukalega. Þessi barátta, þessi auka kraftur, þessi ruðningur eins og hjá Snjólfi, það eru bara þessi litlu hlutir sem skipta máli. Mér fannst við vera ofan á þar. Oft er það bara það sem skiptir máli hver vinnur. Mér fannst krafturinn vera meiri í okkur í kvöld og stórt fyrir okkur að vinna besta liðið á heimavelli rétt fyrir úrslitakeppnina. Það er mjög sterkt fyrir okkur og mikilvægt,“ sagði Logi. Eftir vonbrigðin í síðustu umferð þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Grindavík var gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut strax í næsta leik. „Það var bara mjög mikilvægt og skóli fyrir okkur að lenda í framlengdum leik, líka fyrir mig. Ég tók síðasta leikhlutann og framlenginguna og það gerði mig bara mögulega tilbúnari að taka við liðinu hérna í kvöld og hrós á Rúnar, hann er mjög duglegur að hafa mig með í öllum ákvörðunartökum í gegnum tímabilið og við ákveðum allt saman. Það er eitthvað sem hjálpar mér í kvöld. Ég er búin að vera innvinklaður í allt. Ég var mjög ánægður með undirbúningin og þetta skiptir bara miklu máli að hafa tapað síðasta leik og við lærðum mikið af því,“ Þegar stutt er í úrslitakeppni er gott að fá að máta sig við sterkustu liðin. „Það hefur verið þannig og hvort það var ekki þannig í fyrra að Njarðvík vann ekki bestu liðin í tímabilinu eða toppliðin. Í vetur höfum við verið að gera það. Við unnum sterkt lið í kvöld og við höfum verið að vinna Val, Grindavík og líka Tindastól og Keflavík í gengum tímabilið. Það er mjög mikilvægt að vinna þessi lið sem að eru uppi þarna og eru góð lið, vel mönnuð lið. Það er mjög mikilvægt fyrir framhaldið.“ Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir Loga sem stýrði sínum fyrsta leik. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna sem var minn þjálfari og tók mig að sér svona 13-14 ára gamlan. Við æfðum öllum stundum saman í íþróttahúsinu sem guttar og svo þjálfaði hann síðasta leikinn minn sem leikmaður og núna fæ ég að taka fyrsta leikinn sem þjálfari á móti honum. Það er sérstak fyrir mig,“ sagði Logi Gunnarsson. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
„Léttir að vinna svona gott lið á heimavelli. Minn fyrsti leikur sem þjálfari og sérstakt fyrir mig, félagið sem ég ólst upp í og mitt uppeldisfélag. Eina liðið sem ég spilaði fyrir á Íslandi, að fá að taka þátt og vera þjálfari í einn leik og það skiptir miklu máli að fá þennan sigur,“ sagði Logi Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í kvöld eftir sigurinn. Logi Gunnarsson var þjálfari Njarðvíkinga í kvöld í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar sem tók út leikbann eftir að hafa verið vikið úr húsi í síðustu umferð. Þjálfaraferill Loga í efstu deild gat varla byrjað gegn erfiðari andstæðing en toppliði Tindastóls og talaði Logi um að Njarðvíkingar hefði verið betri í litlu hlutunum í kvöld. „Það eru miklar pælingar fyrir alla leiki og maður er að fara yfir hvernig við dekkum hitt og þetta hjá hinu liðinu og stundum gera bæði lið mjög vel og þá er það þetta aukalega. Þessi barátta, þessi auka kraftur, þessi ruðningur eins og hjá Snjólfi, það eru bara þessi litlu hlutir sem skipta máli. Mér fannst við vera ofan á þar. Oft er það bara það sem skiptir máli hver vinnur. Mér fannst krafturinn vera meiri í okkur í kvöld og stórt fyrir okkur að vinna besta liðið á heimavelli rétt fyrir úrslitakeppnina. Það er mjög sterkt fyrir okkur og mikilvægt,“ sagði Logi. Eftir vonbrigðin í síðustu umferð þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Grindavík var gríðarlega sterkt að komast aftur á sigurbraut strax í næsta leik. „Það var bara mjög mikilvægt og skóli fyrir okkur að lenda í framlengdum leik, líka fyrir mig. Ég tók síðasta leikhlutann og framlenginguna og það gerði mig bara mögulega tilbúnari að taka við liðinu hérna í kvöld og hrós á Rúnar, hann er mjög duglegur að hafa mig með í öllum ákvörðunartökum í gegnum tímabilið og við ákveðum allt saman. Það er eitthvað sem hjálpar mér í kvöld. Ég er búin að vera innvinklaður í allt. Ég var mjög ánægður með undirbúningin og þetta skiptir bara miklu máli að hafa tapað síðasta leik og við lærðum mikið af því,“ Þegar stutt er í úrslitakeppni er gott að fá að máta sig við sterkustu liðin. „Það hefur verið þannig og hvort það var ekki þannig í fyrra að Njarðvík vann ekki bestu liðin í tímabilinu eða toppliðin. Í vetur höfum við verið að gera það. Við unnum sterkt lið í kvöld og við höfum verið að vinna Val, Grindavík og líka Tindastól og Keflavík í gengum tímabilið. Það er mjög mikilvægt að vinna þessi lið sem að eru uppi þarna og eru góð lið, vel mönnuð lið. Það er mjög mikilvægt fyrir framhaldið.“ Leikurinn í kvöld var sérstakur fyrir Loga sem stýrði sínum fyrsta leik. „Það er mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna sem var minn þjálfari og tók mig að sér svona 13-14 ára gamlan. Við æfðum öllum stundum saman í íþróttahúsinu sem guttar og svo þjálfaði hann síðasta leikinn minn sem leikmaður og núna fæ ég að taka fyrsta leikinn sem þjálfari á móti honum. Það er sérstak fyrir mig,“ sagði Logi Gunnarsson.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur á deildarmeistaraefnunum í Tindastól, 101-90, í Bónus deild karla í körfubolta í Njarðvík. Þetta var sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð en Stólarnr töpuðu aftur á móti öðrum útileik sinum í röð. 13. mars 2025 21:40