Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2025 14:15 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi. Hann segir að á meðan lögregla rannsaki manndrápsmálið sé mikilvægt að samfélagið styðji vinnu hennar og virði ferlið. Vísir/Egill Flóknar og sterkar tilfinningar losna úr læðingi þegar harmleikur á sér stað í litlu samfélagi og geta þeir haft djúpstæð áhrif á samfélagið allt. Smæð landsins getur ekki eingöngu leitt til sterkra tilfinningaviðbragða heldur einnig hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, í pistli á heimasíðu sinni sem hann ritar í tilefni af manndrápsmáli þar sem karlmaður á sjötugsaldri, búsettur í Þorlákshöfn, var ráðinn bani á þriðjudagsmorgun. Maðurinn fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík og lést skömmu síðar. Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, en rannsókn lögreglu snýr að manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu. Bæjarstjórinn segir í færslu sinni að fólk geti þegar harmleikir sem þessir komi upp fundið fyrir ótta, reiði, samúð, sorg og svo margs annars sem einkennir mennskuna. „Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samfélagið sýni samstöðu, styðji þá sem eiga um sárt að binda og gæti þess að virða einkalíf þeirra sem standa nærri atburðinum. Virðing og stuðningur Ísland er lítið land þar sem fólk þekkir vel til hvers annars. Það getur ekki eingöngu leitt til sterkra tilfinningaviðbragða heldur einnig hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum. Að mörgu leyti er það leiðin til að reyna að skilja harmleikinn og eðlilegt sem slíkt. Engu að síður er það lykilatriði að sýna virðingu fyrir þeim sem eru í sorg og gefa þeim rými til að vinna úr áfallinu á sínum hraða. Félagslegur stuðningur, eins og að veita huggunarorð, bjóða fram aðstoð eða einfaldlega vera til staðar, getur skipt sköpum fyrir syrgjendur,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn gerir einnig að umtalsefni að almenningur geri miklar kröfur til fjölmiðla og stóli á þá þegar komi að útskýringum og skilningi á atburðum og atburðarás. „Þeim mun mikilvægara er að fjölmiðlar gæti hófs í umfjöllun sinni og sérstaklega þegar kemur að hálfkveðnum vísum sem geta leitt til rangra ályktana. Sérstaklega ber að forðast að ýta undir getgátur sem geta aukið vanlíðan þeirra sem standa nærri atburðinum. Á sama hátt er nær samfélagið óöruggt og vill frið til að vinna úr áfallinu og sína þeim sem nær standa stuðning . Hlutverk lögreglu og réttarkerfisins Á meðan lögreglan rannsakar málið er mikilvægt að samfélagið styðji vinnu hennar og virði ferlið. Óstaðfestar getgátur eða óþolinmæði gagnvart framgangi rannsóknarinnar geta valdið aðstandenum sárum og jafnvel spillt fyrir réttarferlinu. Samfélagið ætti því að halda aftur af getgátum og leyfa yfirvöldum að vinna sína vinnu. Hluti af þeirri vinnu er að upplýsa um framgang málsins og forsendur. Hér er ekki dregið úr mikilvægi þess að lögregla standi þar skjótt og vel að málum. Að standa saman í sorginni Eftir voveifilegan atburð getur samfélagið fundið leiðir til að standa saman og leitað stuðnings hjá hvert öðru. Best að nálgast hann með yfirvegun, virðingu og samhug. Með því að styðja aðstandendur, leyfa lögreglunni að vinna sína vinnu og gæta ábyrgðar í upplýsingamiðlun getur samfélagið hjálpað sér sjálfu og þeim sem eru hvað mest að þjást,“ segir Elliði. Manndráp í Gufunesi Ölfus Lögreglumál Tengdar fréttir Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ „Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi. 13. mars 2025 11:02 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. 12. mars 2025 21:32 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, í pistli á heimasíðu sinni sem hann ritar í tilefni af manndrápsmáli þar sem karlmaður á sjötugsaldri, búsettur í Þorlákshöfn, var ráðinn bani á þriðjudagsmorgun. Maðurinn fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík og lést skömmu síðar. Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, en rannsókn lögreglu snýr að manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu. Bæjarstjórinn segir í færslu sinni að fólk geti þegar harmleikir sem þessir komi upp fundið fyrir ótta, reiði, samúð, sorg og svo margs annars sem einkennir mennskuna. „Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að samfélagið sýni samstöðu, styðji þá sem eiga um sárt að binda og gæti þess að virða einkalíf þeirra sem standa nærri atburðinum. Virðing og stuðningur Ísland er lítið land þar sem fólk þekkir vel til hvers annars. Það getur ekki eingöngu leitt til sterkra tilfinningaviðbragða heldur einnig hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum. Að mörgu leyti er það leiðin til að reyna að skilja harmleikinn og eðlilegt sem slíkt. Engu að síður er það lykilatriði að sýna virðingu fyrir þeim sem eru í sorg og gefa þeim rými til að vinna úr áfallinu á sínum hraða. Félagslegur stuðningur, eins og að veita huggunarorð, bjóða fram aðstoð eða einfaldlega vera til staðar, getur skipt sköpum fyrir syrgjendur,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn gerir einnig að umtalsefni að almenningur geri miklar kröfur til fjölmiðla og stóli á þá þegar komi að útskýringum og skilningi á atburðum og atburðarás. „Þeim mun mikilvægara er að fjölmiðlar gæti hófs í umfjöllun sinni og sérstaklega þegar kemur að hálfkveðnum vísum sem geta leitt til rangra ályktana. Sérstaklega ber að forðast að ýta undir getgátur sem geta aukið vanlíðan þeirra sem standa nærri atburðinum. Á sama hátt er nær samfélagið óöruggt og vill frið til að vinna úr áfallinu og sína þeim sem nær standa stuðning . Hlutverk lögreglu og réttarkerfisins Á meðan lögreglan rannsakar málið er mikilvægt að samfélagið styðji vinnu hennar og virði ferlið. Óstaðfestar getgátur eða óþolinmæði gagnvart framgangi rannsóknarinnar geta valdið aðstandenum sárum og jafnvel spillt fyrir réttarferlinu. Samfélagið ætti því að halda aftur af getgátum og leyfa yfirvöldum að vinna sína vinnu. Hluti af þeirri vinnu er að upplýsa um framgang málsins og forsendur. Hér er ekki dregið úr mikilvægi þess að lögregla standi þar skjótt og vel að málum. Að standa saman í sorginni Eftir voveifilegan atburð getur samfélagið fundið leiðir til að standa saman og leitað stuðnings hjá hvert öðru. Best að nálgast hann með yfirvegun, virðingu og samhug. Með því að styðja aðstandendur, leyfa lögreglunni að vinna sína vinnu og gæta ábyrgðar í upplýsingamiðlun getur samfélagið hjálpað sér sjálfu og þeim sem eru hvað mest að þjást,“ segir Elliði.
Manndráp í Gufunesi Ölfus Lögreglumál Tengdar fréttir Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ „Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi. 13. mars 2025 11:02 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. 12. mars 2025 21:32 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ „Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi. 13. mars 2025 11:02
Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. 12. mars 2025 21:32