Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar 13. mars 2025 12:00 Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur. Eins og þið eflaust vitið þá eru hvalveiðar viðkvæmt mál, en það takmarkast ekki bara við hávaða frá öfgafullum umhverfisverndarsamtökum. Hvalveiðar hafa veruleg áhrif á vörumerkið Ísland, sérstaklega meðal þeirra með hæstu ráðstöfunar tekjurnar sem geta valið hvert þau ferðast. Með öðrum orðum, fólkið sem við viljum hvetja til að heimsækja Ísland. Sé litið á málið í víðara samhengi má sjá að útflutningstekjur Íslands til Bretlands nema 218 milljörðum íslenskra króna á ári. Bretland er þriðja stærsta útflutningsland Íslendinga á eftir Hollandi og Bandaríkjunum og við lok síðasta árs var um 15% aukning á útflutningi til Bretlands miðað við árið á undan samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. Frá hagnýtu sjónarmiði geta hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki lifað saman. Þessar tvær atvinnugreinar eru augljóslega andstæðir pólar. Hvers vegna ætti að stefna arðbærum hvalaskoðunariðnaði í hættu, sem skilar meira en 400.000 manns á ári til landsins, til að leyfa úreltan og óarðbæran árstíðabundinn iðnað sem veitir litlum hópi fólks atvinnu og skaðar alþjóðlega ímynd Íslands? Ef hvalveiðar hefjast að nýju í sumar er skaðinn skeður og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þeirri neikvæðu umfjöllun sem fylgir í kjölfarið. Auk þess er endurupptaka hvalveiða líkleg til að kalla á sniðgönguhreyfingar gegn íslenskum vörum eins og áður hefur gerst með mismiklum áhrifum. Slæmar fréttir berast hratt út og jafnvel þó að Ísland hætti við hvalveiðar, þá mun sú ákvörðun ekki fá mikla umfjöllun. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World með yfir 40 ára reynslu af sölu og markaðssetningu ferða til Íslands á breskum markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur. Eins og þið eflaust vitið þá eru hvalveiðar viðkvæmt mál, en það takmarkast ekki bara við hávaða frá öfgafullum umhverfisverndarsamtökum. Hvalveiðar hafa veruleg áhrif á vörumerkið Ísland, sérstaklega meðal þeirra með hæstu ráðstöfunar tekjurnar sem geta valið hvert þau ferðast. Með öðrum orðum, fólkið sem við viljum hvetja til að heimsækja Ísland. Sé litið á málið í víðara samhengi má sjá að útflutningstekjur Íslands til Bretlands nema 218 milljörðum íslenskra króna á ári. Bretland er þriðja stærsta útflutningsland Íslendinga á eftir Hollandi og Bandaríkjunum og við lok síðasta árs var um 15% aukning á útflutningi til Bretlands miðað við árið á undan samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. Frá hagnýtu sjónarmiði geta hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki lifað saman. Þessar tvær atvinnugreinar eru augljóslega andstæðir pólar. Hvers vegna ætti að stefna arðbærum hvalaskoðunariðnaði í hættu, sem skilar meira en 400.000 manns á ári til landsins, til að leyfa úreltan og óarðbæran árstíðabundinn iðnað sem veitir litlum hópi fólks atvinnu og skaðar alþjóðlega ímynd Íslands? Ef hvalveiðar hefjast að nýju í sumar er skaðinn skeður og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þeirri neikvæðu umfjöllun sem fylgir í kjölfarið. Auk þess er endurupptaka hvalveiða líkleg til að kalla á sniðgönguhreyfingar gegn íslenskum vörum eins og áður hefur gerst með mismiklum áhrifum. Slæmar fréttir berast hratt út og jafnvel þó að Ísland hætti við hvalveiðar, þá mun sú ákvörðun ekki fá mikla umfjöllun. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World með yfir 40 ára reynslu af sölu og markaðssetningu ferða til Íslands á breskum markaði.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar