Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 12. mars 2025 07:00 Varðstaða um líffræðilega fjölbreytni er eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn. Mikil hnignun hefur orðið í líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðavísu. Vistkerfum er raskað, búsvæði tegunda skreppa saman og tegundum í útrýmingarhættu fjölgar hratt. Staða okkar hér á Íslandi hvað varðar líffræðilega fjölbreytni er um margt sérstök. Sérstaðan felst ekki í mikilli tegundafjölbreytni heldur í vistkerfum sem hafa mótast og þróast með þeim virku ferlum, eldvirkninni, jöklunum og veðrinu, sem hafa frá öndverðu einkennt landið. Staðsetning Íslands úti í miðju Atlantshafi gerir okkur að mikilvægum dvalar- og viðkomustað fuglastofna og í hafinu mætast hlýir og kaldir hafstraumar sem skapa aðstæður fyrir auðugt og fjölbreytt sjávarlífríki. Auðlindir náttúrunnar hafa haldið í okkur lífinu frá landnámi og eru enn í dag grundvöllur velmegunar okkar. En náttúran hefur líka látið á sjá og á Íslandi finnast mikið röskuð vistkerfi sem nauðsynlegt er að koma í betra horf. Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. En það gerist ekki af sjálfu sér heldur kallar á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun. Dýpra alþjóðasamstarf og virk þátttaka í alþjóðlegum vísindarannsóknum eru lykilinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum. Þess vegna tel ég einboðið að Ísland gerist aðili að IPBES, milliríkjavettvangi vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu, og hef sett af stað vinnu í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem miðar að þessu. IPBES er helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Sú ráðgjöf hefur þegar sett mark sitt á alþjóðlega stefnumótun umhverfismála, svo sem hjá samningum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Lykillinn að öflugu starfi IPBES eru skýrslur sem byggjast á heildstæðu mati á viðamiklum vísindagögnum af ýmsum toga. Skýrslurnar hafa fjallað um margvísleg málefni: samspil líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála, framandi tegundir, sjálfbæra nýtingu, hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni við að tryggja fæðuöryggi, samspil við lýðheilsu, hlutverk fyrirtækja og margt fleira. Skýrslurnar hafa reynst notadrjúgar í allri stefnumótun í málaflokknum. Starfsemi IPBES er stýrt af aðildarþjóðum. Þar hafa þær tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Ísland hefur hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapast tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, meðal annars þegar kemur að málefnum norðurslóða. Með þátttökunni gefst okkur líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir okkur. Þannig náum við vonandi betri árangri í þeim viðfangsefnum sem brýnust eru hér á landi. Vinna stendur nú yfir við gerð heildstæðrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur farið fyrir stýrihópi um málið, mun greina frá stöðu vinnunnar á kynningarfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 9:30. Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Ég hvet öll þau sem hafa áhuga á málaflokknum til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Varðstaða um líffræðilega fjölbreytni er eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag og áherslumál hjá nýrri ríkisstjórn. Mikil hnignun hefur orðið í líffræðilegri fjölbreytni á alþjóðavísu. Vistkerfum er raskað, búsvæði tegunda skreppa saman og tegundum í útrýmingarhættu fjölgar hratt. Staða okkar hér á Íslandi hvað varðar líffræðilega fjölbreytni er um margt sérstök. Sérstaðan felst ekki í mikilli tegundafjölbreytni heldur í vistkerfum sem hafa mótast og þróast með þeim virku ferlum, eldvirkninni, jöklunum og veðrinu, sem hafa frá öndverðu einkennt landið. Staðsetning Íslands úti í miðju Atlantshafi gerir okkur að mikilvægum dvalar- og viðkomustað fuglastofna og í hafinu mætast hlýir og kaldir hafstraumar sem skapa aðstæður fyrir auðugt og fjölbreytt sjávarlífríki. Auðlindir náttúrunnar hafa haldið í okkur lífinu frá landnámi og eru enn í dag grundvöllur velmegunar okkar. En náttúran hefur líka látið á sjá og á Íslandi finnast mikið röskuð vistkerfi sem nauðsynlegt er að koma í betra horf. Vaxandi ásókn er í auðlindir og landrými fyrir margvíslegar athafnir. Þessu fylgir álag á lífríki og viðkvæm vistkerfi sem brýnt er að lágmarka eins og kostur er. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. En það gerist ekki af sjálfu sér heldur kallar á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun. Dýpra alþjóðasamstarf og virk þátttaka í alþjóðlegum vísindarannsóknum eru lykilinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum. Þess vegna tel ég einboðið að Ísland gerist aðili að IPBES, milliríkjavettvangi vísinda og stefnumótunar um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu, og hef sett af stað vinnu í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem miðar að þessu. IPBES er helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Sú ráðgjöf hefur þegar sett mark sitt á alþjóðlega stefnumótun umhverfismála, svo sem hjá samningum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Lykillinn að öflugu starfi IPBES eru skýrslur sem byggjast á heildstæðu mati á viðamiklum vísindagögnum af ýmsum toga. Skýrslurnar hafa fjallað um margvísleg málefni: samspil líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmála, framandi tegundir, sjálfbæra nýtingu, hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni við að tryggja fæðuöryggi, samspil við lýðheilsu, hlutverk fyrirtækja og margt fleira. Skýrslurnar hafa reynst notadrjúgar í allri stefnumótun í málaflokknum. Starfsemi IPBES er stýrt af aðildarþjóðum. Þar hafa þær tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Ísland hefur hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapast tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, meðal annars þegar kemur að málefnum norðurslóða. Með þátttökunni gefst okkur líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir okkur. Þannig náum við vonandi betri árangri í þeim viðfangsefnum sem brýnust eru hér á landi. Vinna stendur nú yfir við gerð heildstæðrar stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem hefur farið fyrir stýrihópi um málið, mun greina frá stöðu vinnunnar á kynningarfundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. mars kl. 9:30. Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Ég hvet öll þau sem hafa áhuga á málaflokknum til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun