Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 11. mars 2025 15:02 Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki. Fórnarkostnaðurinn væri risavaxið vindorkuver. Hávaði og skógur grárra mastra þar sem áður var friðsælt útivistarsvæði. Íbúum var létt Norska svarið við þessu fékkst í gær, þegar 70 prósent íbúa í næstminnsta sveitarfélagi Noregs, Modalen í Vestur-Noregi, greiddu atkvæði gegn næststærsta áformaða vindorkuveri Noregs sem þar átti að rísa. Íbúum var létt að lokinni atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að hver þeirra hafi orðið af fjármunum sem svara 250 milljónum norskra króna. Niðurstaðan er ráðgefandi Orkufyrirtækið Norsk vind bjóst við annarri niðurstöðu, en framhaldið á eftir að koma í ljós, því íbúakosningin er aðeins ráðgefandi. Sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun í apríl. Norsk vind hefur ekki svarað hvort nú verði fallið frá áformunum vegna andstöðunnar, en orkufyrirtækið hefur áður gefið sterklega til kynna að ekki verði farið í framkvæmdirnar gegn vilja íbúa Modalen. Gjafapakkar Við þekkjum flest svipuð samskipti stórfyrirtækja og sveitarfélaga þótt í minni skala séu. Þjórsá þar sem þrætt hefur verið um þrjár virkjanir í byggð í rúma tvo áratugi er ágætis dæmi og nærtækt núna. Þar hefur fyrirtæki í eigu þjóðar veifað almannafé framan í sveitarstjórnir til að liðka fyrir virkjunum árum saman. Ein sveitarstjórn skipti um skoðun yfir nótt eftir að hafa verið heimsótt með gjafir. Brú sem tengir þjóðvegi í tveimur byggðarlögum komst á kortið og ljósleiðari líka. Reiðvegir og brú fyrir hestafólk heilluðu einhverja og landeigendur fá greiðslur þar sem land sekkur undir lón. Ósanngjörn skipting Aldrei náðist samt að kæfa andstöðuna við Þjórsá. Greiðslur koma ólíkt niður og tjónið er mikið á laxi, vatni, undirlendi, samfélagi, lífríki og náttúrufegurð, svo eitthvað sé nefnt. Himinn og haf er á milli þess sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, eftir því hvar stöðvarhús og mannvirki lenda, því helstu tekjurnar eru af fasteignagjöldum mannvirkja. Ítrekað hefur verið bent á hve ósanngjarnt þetta er. En svo má líka spyrja sig á því hversu sanngjarnt það er að 300 manns, eða þótt það séu 600, beri ábyrgð á ákvörðun sem varðar heila þjóð og framtíðarkynslóðir. Vanlíðan vegna loforða um ríkidæmi Kona í Modalen sem NRK norska ríkisútvarpið ræddi við í gær sagði áður en hún greiddi atkvæði að sér liði illa með að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra og afdrifaríka framkvæmd sem vindorkuverið áætlaða er. Ekki síst af því að Norsk vind hafði lofað íbúunum auðæfum til æviloka. Konan taldi sig þurfa að taka mið af hagsmunum þeirra sem yrðu aðeins fyrir neikvæðum áhrifum af framkvæmdinni. Og svo fór að loforðin um gull og ekki beinlínis græna skóga, heldur gráa vindmylluskóga fóru öfugt ofan í Módælingana sem sögðu stórt NEI. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvað myndi þrjúhundruð manna samfélag gera, ef það fengi 12,5 milljarða króna í sveitarsjóð á örfáum árum? Í viðbót við jarðgöng gegnum fjall, ódýrt rafmagn, vinnu fyrir fimmtán manns og greiðslur til einstakra landeiganda undir mannvirki. Fórnarkostnaðurinn væri risavaxið vindorkuver. Hávaði og skógur grárra mastra þar sem áður var friðsælt útivistarsvæði. Íbúum var létt Norska svarið við þessu fékkst í gær, þegar 70 prósent íbúa í næstminnsta sveitarfélagi Noregs, Modalen í Vestur-Noregi, greiddu atkvæði gegn næststærsta áformaða vindorkuveri Noregs sem þar átti að rísa. Íbúum var létt að lokinni atkvæðagreiðslu, þrátt fyrir að hver þeirra hafi orðið af fjármunum sem svara 250 milljónum norskra króna. Niðurstaðan er ráðgefandi Orkufyrirtækið Norsk vind bjóst við annarri niðurstöðu, en framhaldið á eftir að koma í ljós, því íbúakosningin er aðeins ráðgefandi. Sveitarstjórn tekur endanlega ákvörðun í apríl. Norsk vind hefur ekki svarað hvort nú verði fallið frá áformunum vegna andstöðunnar, en orkufyrirtækið hefur áður gefið sterklega til kynna að ekki verði farið í framkvæmdirnar gegn vilja íbúa Modalen. Gjafapakkar Við þekkjum flest svipuð samskipti stórfyrirtækja og sveitarfélaga þótt í minni skala séu. Þjórsá þar sem þrætt hefur verið um þrjár virkjanir í byggð í rúma tvo áratugi er ágætis dæmi og nærtækt núna. Þar hefur fyrirtæki í eigu þjóðar veifað almannafé framan í sveitarstjórnir til að liðka fyrir virkjunum árum saman. Ein sveitarstjórn skipti um skoðun yfir nótt eftir að hafa verið heimsótt með gjafir. Brú sem tengir þjóðvegi í tveimur byggðarlögum komst á kortið og ljósleiðari líka. Reiðvegir og brú fyrir hestafólk heilluðu einhverja og landeigendur fá greiðslur þar sem land sekkur undir lón. Ósanngjörn skipting Aldrei náðist samt að kæfa andstöðuna við Þjórsá. Greiðslur koma ólíkt niður og tjónið er mikið á laxi, vatni, undirlendi, samfélagi, lífríki og náttúrufegurð, svo eitthvað sé nefnt. Himinn og haf er á milli þess sem sveitarfélögin fá í sinn hlut, eftir því hvar stöðvarhús og mannvirki lenda, því helstu tekjurnar eru af fasteignagjöldum mannvirkja. Ítrekað hefur verið bent á hve ósanngjarnt þetta er. En svo má líka spyrja sig á því hversu sanngjarnt það er að 300 manns, eða þótt það séu 600, beri ábyrgð á ákvörðun sem varðar heila þjóð og framtíðarkynslóðir. Vanlíðan vegna loforða um ríkidæmi Kona í Modalen sem NRK norska ríkisútvarpið ræddi við í gær sagði áður en hún greiddi atkvæði að sér liði illa með að þurfa að taka ákvörðun um svo stóra og afdrifaríka framkvæmd sem vindorkuverið áætlaða er. Ekki síst af því að Norsk vind hafði lofað íbúunum auðæfum til æviloka. Konan taldi sig þurfa að taka mið af hagsmunum þeirra sem yrðu aðeins fyrir neikvæðum áhrifum af framkvæmdinni. Og svo fór að loforðin um gull og ekki beinlínis græna skóga, heldur gráa vindmylluskóga fóru öfugt ofan í Módælingana sem sögðu stórt NEI. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun