Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2025 13:02 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, íbúi í Nuuk, á kjörstað í morgun. Aðsend/Inga Dóra Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. Segja má að allra augu hafi beinst að Grænlandi undanfarna mánuði, eða síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vilji leggja undir sig landið. „Það er allt morandi í fjölmiðlum, blaðamönnum labbandi um bæinn. Hvert sem er litið er alltaf einhver að taka eitthvað upp og þetta er fólk frá öllum heiminum,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, þar sem hún er búsett. Hér eru tómir kjörkassar sýndir fjölmiðlum áður en kjörstaðir eru formlega opnaðir.Aðsend/Inga Dóra „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að kjósa eins og núna, miðað við áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, sem beinist að okkar samskiptum eða ríkjasambandi við Danmörku og stöðu okkar í því sambandi.“ Hvernig á að borga sjálfstæðið? Sjálfstæði Grænlands hefur lengi verið efst á baugi í kosningum og segir Inga Dóra það enn ofarlega í huga heimamanna. Grænlenska þingið samþykkti í haust að setja á fót nefnd sem mun rýna sjálfsstjórnarlögin og samninga við Danmörku. Breytt heimsmynd hafi þó auðvitað áhrif. „Allir eru sammála um að verða sjálfstæðir en ekki allir sammála um hvernig við verðum sjálfstæð. Svo er það annað: Efnahagsástandið. Hvernig eigum við að borga þetta sjálfstæði? Það er efnahagslegt sjálfstæði sem er mikið verið að ræða og þar af leiðandi námur, virkjanir og öll þessi tækifæri sem eru til í Grænlandi,“ segir Inga Dóra. Það sé þó ekki það eina sem Grænlendingar eru að kjósa um. „Lífskjör Grænlendinga hafa verið til mestrar umræðu á kosningafundum og í kappræðum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstæðisbaráttuna heldur næstu skref í grænlensku samfélagi. Það er velferðarkerfið og í hvaða átt við erum að fara.“ Kosningaþátttakan lág í síðustu kosningum Inga Dóra var að gera sig tilbúna til að fara á kjörstað þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún á von á að mjög fjölmennt verði á staðnum. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, og loka klukkan átta að staðartíma. Rúmlega fjörutíu þúsund eru á kjörskrá en í síðustu þingkosningum var kosningaþátttaka 65,9%. „Það verður væntanlega mikil stemning fyrir utan kjörstað. Þar verða flokkarnir með sitt fólk að reyna að fá atkvæði,“ segir Inga Dóra. „Það verður spennandi hverni gþátttakan veðrur því hún hefur verið mjög lág síðustu kosnignar.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30 Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08 Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Segja má að allra augu hafi beinst að Grænlandi undanfarna mánuði, eða síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vilji leggja undir sig landið. „Það er allt morandi í fjölmiðlum, blaðamönnum labbandi um bæinn. Hvert sem er litið er alltaf einhver að taka eitthvað upp og þetta er fólk frá öllum heiminum,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, þar sem hún er búsett. Hér eru tómir kjörkassar sýndir fjölmiðlum áður en kjörstaðir eru formlega opnaðir.Aðsend/Inga Dóra „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að kjósa eins og núna, miðað við áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, sem beinist að okkar samskiptum eða ríkjasambandi við Danmörku og stöðu okkar í því sambandi.“ Hvernig á að borga sjálfstæðið? Sjálfstæði Grænlands hefur lengi verið efst á baugi í kosningum og segir Inga Dóra það enn ofarlega í huga heimamanna. Grænlenska þingið samþykkti í haust að setja á fót nefnd sem mun rýna sjálfsstjórnarlögin og samninga við Danmörku. Breytt heimsmynd hafi þó auðvitað áhrif. „Allir eru sammála um að verða sjálfstæðir en ekki allir sammála um hvernig við verðum sjálfstæð. Svo er það annað: Efnahagsástandið. Hvernig eigum við að borga þetta sjálfstæði? Það er efnahagslegt sjálfstæði sem er mikið verið að ræða og þar af leiðandi námur, virkjanir og öll þessi tækifæri sem eru til í Grænlandi,“ segir Inga Dóra. Það sé þó ekki það eina sem Grænlendingar eru að kjósa um. „Lífskjör Grænlendinga hafa verið til mestrar umræðu á kosningafundum og í kappræðum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstæðisbaráttuna heldur næstu skref í grænlensku samfélagi. Það er velferðarkerfið og í hvaða átt við erum að fara.“ Kosningaþátttakan lág í síðustu kosningum Inga Dóra var að gera sig tilbúna til að fara á kjörstað þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún á von á að mjög fjölmennt verði á staðnum. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, og loka klukkan átta að staðartíma. Rúmlega fjörutíu þúsund eru á kjörskrá en í síðustu þingkosningum var kosningaþátttaka 65,9%. „Það verður væntanlega mikil stemning fyrir utan kjörstað. Þar verða flokkarnir með sitt fólk að reyna að fá atkvæði,“ segir Inga Dóra. „Það verður spennandi hverni gþátttakan veðrur því hún hefur verið mjög lág síðustu kosnignar.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30 Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08 Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30
Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08
Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent