Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2025 13:02 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, íbúi í Nuuk, á kjörstað í morgun. Aðsend/Inga Dóra Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. Segja má að allra augu hafi beinst að Grænlandi undanfarna mánuði, eða síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vilji leggja undir sig landið. „Það er allt morandi í fjölmiðlum, blaðamönnum labbandi um bæinn. Hvert sem er litið er alltaf einhver að taka eitthvað upp og þetta er fólk frá öllum heiminum,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, þar sem hún er búsett. Hér eru tómir kjörkassar sýndir fjölmiðlum áður en kjörstaðir eru formlega opnaðir.Aðsend/Inga Dóra „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að kjósa eins og núna, miðað við áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, sem beinist að okkar samskiptum eða ríkjasambandi við Danmörku og stöðu okkar í því sambandi.“ Hvernig á að borga sjálfstæðið? Sjálfstæði Grænlands hefur lengi verið efst á baugi í kosningum og segir Inga Dóra það enn ofarlega í huga heimamanna. Grænlenska þingið samþykkti í haust að setja á fót nefnd sem mun rýna sjálfsstjórnarlögin og samninga við Danmörku. Breytt heimsmynd hafi þó auðvitað áhrif. „Allir eru sammála um að verða sjálfstæðir en ekki allir sammála um hvernig við verðum sjálfstæð. Svo er það annað: Efnahagsástandið. Hvernig eigum við að borga þetta sjálfstæði? Það er efnahagslegt sjálfstæði sem er mikið verið að ræða og þar af leiðandi námur, virkjanir og öll þessi tækifæri sem eru til í Grænlandi,“ segir Inga Dóra. Það sé þó ekki það eina sem Grænlendingar eru að kjósa um. „Lífskjör Grænlendinga hafa verið til mestrar umræðu á kosningafundum og í kappræðum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstæðisbaráttuna heldur næstu skref í grænlensku samfélagi. Það er velferðarkerfið og í hvaða átt við erum að fara.“ Kosningaþátttakan lág í síðustu kosningum Inga Dóra var að gera sig tilbúna til að fara á kjörstað þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún á von á að mjög fjölmennt verði á staðnum. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, og loka klukkan átta að staðartíma. Rúmlega fjörutíu þúsund eru á kjörskrá en í síðustu þingkosningum var kosningaþátttaka 65,9%. „Það verður væntanlega mikil stemning fyrir utan kjörstað. Þar verða flokkarnir með sitt fólk að reyna að fá atkvæði,“ segir Inga Dóra. „Það verður spennandi hverni gþátttakan veðrur því hún hefur verið mjög lág síðustu kosnignar.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30 Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08 Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Segja má að allra augu hafi beinst að Grænlandi undanfarna mánuði, eða síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vilji leggja undir sig landið. „Það er allt morandi í fjölmiðlum, blaðamönnum labbandi um bæinn. Hvert sem er litið er alltaf einhver að taka eitthvað upp og þetta er fólk frá öllum heiminum,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, þar sem hún er búsett. Hér eru tómir kjörkassar sýndir fjölmiðlum áður en kjörstaðir eru formlega opnaðir.Aðsend/Inga Dóra „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að kjósa eins og núna, miðað við áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, sem beinist að okkar samskiptum eða ríkjasambandi við Danmörku og stöðu okkar í því sambandi.“ Hvernig á að borga sjálfstæðið? Sjálfstæði Grænlands hefur lengi verið efst á baugi í kosningum og segir Inga Dóra það enn ofarlega í huga heimamanna. Grænlenska þingið samþykkti í haust að setja á fót nefnd sem mun rýna sjálfsstjórnarlögin og samninga við Danmörku. Breytt heimsmynd hafi þó auðvitað áhrif. „Allir eru sammála um að verða sjálfstæðir en ekki allir sammála um hvernig við verðum sjálfstæð. Svo er það annað: Efnahagsástandið. Hvernig eigum við að borga þetta sjálfstæði? Það er efnahagslegt sjálfstæði sem er mikið verið að ræða og þar af leiðandi námur, virkjanir og öll þessi tækifæri sem eru til í Grænlandi,“ segir Inga Dóra. Það sé þó ekki það eina sem Grænlendingar eru að kjósa um. „Lífskjör Grænlendinga hafa verið til mestrar umræðu á kosningafundum og í kappræðum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstæðisbaráttuna heldur næstu skref í grænlensku samfélagi. Það er velferðarkerfið og í hvaða átt við erum að fara.“ Kosningaþátttakan lág í síðustu kosningum Inga Dóra var að gera sig tilbúna til að fara á kjörstað þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún á von á að mjög fjölmennt verði á staðnum. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, og loka klukkan átta að staðartíma. Rúmlega fjörutíu þúsund eru á kjörskrá en í síðustu þingkosningum var kosningaþátttaka 65,9%. „Það verður væntanlega mikil stemning fyrir utan kjörstað. Þar verða flokkarnir með sitt fólk að reyna að fá atkvæði,“ segir Inga Dóra. „Það verður spennandi hverni gþátttakan veðrur því hún hefur verið mjög lág síðustu kosnignar.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30 Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08 Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30
Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08
Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30