Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar 11. mars 2025 10:01 Nú fer senn að líða að rektorskosningum við Háskóla Íslands þar sem margir hæfir frambjóðendur keppast um embættið. Það er nemendum við Háskóla Íslands mikilvægt að hafa öflugan rektor sem málsvara námsins og því teljum við, nemendur á þriðja ári við læknadeild, Magnús Karl Magnússon vera bestan til þess fallinn að gegna þessu mikilvæga hlutverki. Núna í haust vorum við svo heppin að fá að sitja kennslustundir í lyfjafræði hjá honum Magnúsi, og fengum að upplifa af eigin raun einstaka ástríðu hans fyrir kennslu. Það var alltaf einstaklega skemmtileg upplifun að sitja í tíma hjá Magnúsi og fylgjast með honum fjalla um og nálgast námsefnið á fjölbreyttan og fróðlegan hátt. Sérlegur áhugi hans á námsefninu átti það þó til að draga hann út fyrir efnið, en það var einmitt skemmtilegasti hluti kennslunnar. Magnús var ætíð duglegur að virkja nemendur í tíma sem blés lífi í kennsluna og áhugi hans á námsefninu smitaði út frá sér til nemenda sem sýndi sig einna best í mætingu, en tímar hjá honum voru alltaf vel setnir. Magnús hvatti okkur til endurgjafar á kennslunni sem og fyrirkomulagi námsins og tók gagnrýni nemenda með opnum örmum, með það að markmiði að bæta kennslu og upplifun nemenda. Það sem við mátum þó hvað mest var að hann lét sér það ekki nægja að hlusta, heldur tók hann höndum saman og gerði raunverulegar breytingar í takt við endurgjöf nemenda. Eins mikill missir og það er að Magnús Karl láti af kennslustörfum, þá erum við sannfærð um að hann muni einsetja sér það að hafa hagsmuni allra háskólanema í fyrirrúmi og að hæfileikar hans muni nýtast enn frekar í embætti rektors. Höfundar eru þriðja árs nemar í læknisfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú fer senn að líða að rektorskosningum við Háskóla Íslands þar sem margir hæfir frambjóðendur keppast um embættið. Það er nemendum við Háskóla Íslands mikilvægt að hafa öflugan rektor sem málsvara námsins og því teljum við, nemendur á þriðja ári við læknadeild, Magnús Karl Magnússon vera bestan til þess fallinn að gegna þessu mikilvæga hlutverki. Núna í haust vorum við svo heppin að fá að sitja kennslustundir í lyfjafræði hjá honum Magnúsi, og fengum að upplifa af eigin raun einstaka ástríðu hans fyrir kennslu. Það var alltaf einstaklega skemmtileg upplifun að sitja í tíma hjá Magnúsi og fylgjast með honum fjalla um og nálgast námsefnið á fjölbreyttan og fróðlegan hátt. Sérlegur áhugi hans á námsefninu átti það þó til að draga hann út fyrir efnið, en það var einmitt skemmtilegasti hluti kennslunnar. Magnús var ætíð duglegur að virkja nemendur í tíma sem blés lífi í kennsluna og áhugi hans á námsefninu smitaði út frá sér til nemenda sem sýndi sig einna best í mætingu, en tímar hjá honum voru alltaf vel setnir. Magnús hvatti okkur til endurgjafar á kennslunni sem og fyrirkomulagi námsins og tók gagnrýni nemenda með opnum örmum, með það að markmiði að bæta kennslu og upplifun nemenda. Það sem við mátum þó hvað mest var að hann lét sér það ekki nægja að hlusta, heldur tók hann höndum saman og gerði raunverulegar breytingar í takt við endurgjöf nemenda. Eins mikill missir og það er að Magnús Karl láti af kennslustörfum, þá erum við sannfærð um að hann muni einsetja sér það að hafa hagsmuni allra háskólanema í fyrirrúmi og að hæfileikar hans muni nýtast enn frekar í embætti rektors. Höfundar eru þriðja árs nemar í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun