Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar 11. mars 2025 10:01 Nú fer senn að líða að rektorskosningum við Háskóla Íslands þar sem margir hæfir frambjóðendur keppast um embættið. Það er nemendum við Háskóla Íslands mikilvægt að hafa öflugan rektor sem málsvara námsins og því teljum við, nemendur á þriðja ári við læknadeild, Magnús Karl Magnússon vera bestan til þess fallinn að gegna þessu mikilvæga hlutverki. Núna í haust vorum við svo heppin að fá að sitja kennslustundir í lyfjafræði hjá honum Magnúsi, og fengum að upplifa af eigin raun einstaka ástríðu hans fyrir kennslu. Það var alltaf einstaklega skemmtileg upplifun að sitja í tíma hjá Magnúsi og fylgjast með honum fjalla um og nálgast námsefnið á fjölbreyttan og fróðlegan hátt. Sérlegur áhugi hans á námsefninu átti það þó til að draga hann út fyrir efnið, en það var einmitt skemmtilegasti hluti kennslunnar. Magnús var ætíð duglegur að virkja nemendur í tíma sem blés lífi í kennsluna og áhugi hans á námsefninu smitaði út frá sér til nemenda sem sýndi sig einna best í mætingu, en tímar hjá honum voru alltaf vel setnir. Magnús hvatti okkur til endurgjafar á kennslunni sem og fyrirkomulagi námsins og tók gagnrýni nemenda með opnum örmum, með það að markmiði að bæta kennslu og upplifun nemenda. Það sem við mátum þó hvað mest var að hann lét sér það ekki nægja að hlusta, heldur tók hann höndum saman og gerði raunverulegar breytingar í takt við endurgjöf nemenda. Eins mikill missir og það er að Magnús Karl láti af kennslustörfum, þá erum við sannfærð um að hann muni einsetja sér það að hafa hagsmuni allra háskólanema í fyrirrúmi og að hæfileikar hans muni nýtast enn frekar í embætti rektors. Höfundar eru þriðja árs nemar í læknisfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Nú fer senn að líða að rektorskosningum við Háskóla Íslands þar sem margir hæfir frambjóðendur keppast um embættið. Það er nemendum við Háskóla Íslands mikilvægt að hafa öflugan rektor sem málsvara námsins og því teljum við, nemendur á þriðja ári við læknadeild, Magnús Karl Magnússon vera bestan til þess fallinn að gegna þessu mikilvæga hlutverki. Núna í haust vorum við svo heppin að fá að sitja kennslustundir í lyfjafræði hjá honum Magnúsi, og fengum að upplifa af eigin raun einstaka ástríðu hans fyrir kennslu. Það var alltaf einstaklega skemmtileg upplifun að sitja í tíma hjá Magnúsi og fylgjast með honum fjalla um og nálgast námsefnið á fjölbreyttan og fróðlegan hátt. Sérlegur áhugi hans á námsefninu átti það þó til að draga hann út fyrir efnið, en það var einmitt skemmtilegasti hluti kennslunnar. Magnús var ætíð duglegur að virkja nemendur í tíma sem blés lífi í kennsluna og áhugi hans á námsefninu smitaði út frá sér til nemenda sem sýndi sig einna best í mætingu, en tímar hjá honum voru alltaf vel setnir. Magnús hvatti okkur til endurgjafar á kennslunni sem og fyrirkomulagi námsins og tók gagnrýni nemenda með opnum örmum, með það að markmiði að bæta kennslu og upplifun nemenda. Það sem við mátum þó hvað mest var að hann lét sér það ekki nægja að hlusta, heldur tók hann höndum saman og gerði raunverulegar breytingar í takt við endurgjöf nemenda. Eins mikill missir og það er að Magnús Karl láti af kennslustörfum, þá erum við sannfærð um að hann muni einsetja sér það að hafa hagsmuni allra háskólanema í fyrirrúmi og að hæfileikar hans muni nýtast enn frekar í embætti rektors. Höfundar eru þriðja árs nemar í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar