Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. mars 2025 08:01 Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna. Meginsamskiptamáti milli foreldra og skólans er jafnframt Mentor appið þar sem upplýsingar eru settar inn allt að daglega. Barna- og menntamálaráðherra hefur kynnt áform um að banna snjallsíma í grunnskólum landsins og undirbýr nú frumvarp þess efnis. Undirrituð hafði áður viðrað hugmynd um að banna íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar, en taldi þó bann við slíku með lögum vera langsótt. Þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast hrifnir af boðum og bönnum datt mér hins vegar í hug hvort ofgnótt tölvupósta hefði komið til tals við ríkisstjórnarborðið. Svo mikið er víst að þetta er talsvert rætt meðal foreldra sem ég umgengst og kennarar hafa sömuleiðis lýst því að þeim þyki þrýstingur um upplýsingagjöf orðinn yfirþyrmandi. Skjánotkun og snjalltækjanotkun barna er sannarlega áhyggjuefni og undirrituð hefur fullan skilning á símabanni sem fjölmargir skólar hafa ákveðið. Hvort símabann í skólum eigi heima í löggjöf er annað mál. Ofangreind tillaga um takmörkun á tölvupóstaflóði kringum grunnskólabörn er sett fram í meira gamni en alvöru. Ég þykist þó vita að um slíkt gæti náðst þverpólitísk samstaða eins og um foreldravænni tíma á íþróttamótum. – En að vísu er sólarupprás á íþróttamóti tilvalinn tími til að fara í gegnum alla vikupóstana. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Símanotkun barna Tengdar fréttir Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. 22. janúar 2025 07:03 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna. Meginsamskiptamáti milli foreldra og skólans er jafnframt Mentor appið þar sem upplýsingar eru settar inn allt að daglega. Barna- og menntamálaráðherra hefur kynnt áform um að banna snjallsíma í grunnskólum landsins og undirbýr nú frumvarp þess efnis. Undirrituð hafði áður viðrað hugmynd um að banna íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar, en taldi þó bann við slíku með lögum vera langsótt. Þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar virðast hrifnir af boðum og bönnum datt mér hins vegar í hug hvort ofgnótt tölvupósta hefði komið til tals við ríkisstjórnarborðið. Svo mikið er víst að þetta er talsvert rætt meðal foreldra sem ég umgengst og kennarar hafa sömuleiðis lýst því að þeim þyki þrýstingur um upplýsingagjöf orðinn yfirþyrmandi. Skjánotkun og snjalltækjanotkun barna er sannarlega áhyggjuefni og undirrituð hefur fullan skilning á símabanni sem fjölmargir skólar hafa ákveðið. Hvort símabann í skólum eigi heima í löggjöf er annað mál. Ofangreind tillaga um takmörkun á tölvupóstaflóði kringum grunnskólabörn er sett fram í meira gamni en alvöru. Ég þykist þó vita að um slíkt gæti náðst þverpólitísk samstaða eins og um foreldravænni tíma á íþróttamótum. – En að vísu er sólarupprás á íþróttamóti tilvalinn tími til að fara í gegnum alla vikupóstana. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. 22. janúar 2025 07:03
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar