Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2025 22:33 Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp. Samstarfsfólk mitt var mjög forvitið um Ísland og þegar það komst að því að Ísland væri eitt friðsælasta land í heimi furðuðu margir sig á því að hér væri þörf fyrir fleiri hundruð sálfræðinga. Á þeim tíma var hægt að telja sálfræðinga á fingrum annarrar handar í Írak. Ég varð líka hugsi og hugsa enn oft um furðu fólks yfir þessu. Síðan þetta var hef ég setið með ótal Íslendingum sem hafa sagt mér sögu sína í viðtölum. Enn í dag sit ég nær daglega agndofa yfir öllum áföllunum og erfiðleikunum sem svo ótrúlega margir hafa gengið í gegnum. Jafnt ungir sem aldnir. Allt andlega, líkamlega og kynferðislega ofbeldið, vanrækslan, eineltið, alkóhólisminn, fátæktin, slysin, ástvinamissirinn, náttúruhamfarirnar og svo mætti áfram telja. Á okkar litla friðsæla landi. Það sem hefur líka endurtekið slegið mig er leiðin sem langflestir hafa farið við að takast á við áföllin, það er að harka bara af sér, kveinka sér ekki og fara áfram á hnefanum. Enda dugnaður lengi verið hin æðsta dyggð á landinu okkar harðbýla. Þessi aðferð hefur vissulega komið mörgum yfir erfiða hjalla í lífinu þegar fátt annað hefur verið í boði en að harka af sér eftir áföll og halda áfram. En þetta er ekki hjálpleg aðferð til lengri tíma og fer í allt of mörgum tilfellum að vera hluti vandans en ekki lausn hans. Það er nefninlega mannlegt og eðlilegt að finna til eftir áföll og ef við fáum ekki eða gefum okkur ekki rými til að finna til og vinna úr því sem við höfum gengið í gegnum getum við lent í vondum vítahring þar sem við fyllumst jafnvel skömm og öðrum erfiðum tilfinningum. Ég get fullyrt að aðferðin að vera bara dugleg og harka af sér er óhjálpleg og í mörgum tilfellum skaðleg þegar kemur að því að takast á við áföll. Við þurfum einmitt að horfast í augu við áföllin okkar og leyfa okkur að ganga í gegnum þann sársauka sem þeim fylgir til þess að komast yfir þau og ná bata. En enn þann dag í dag heyrast gamlar tuggur um að fólk þurfi bara að vera duglegra, hætta þessu væli og hver og einn sé sinnar gæfu smiður. Kulnun sé bara leti, fátækt framtaksleysi og kvíði aumingjaskapur. Áföll þurfi einfaldlega að taka á kassann, best sé að bera harm sinn í hljóði, vera bara duglegri og bera sig vel. Það gerðu forfeður okkar og mæður og þá hlýtur það að vera rétta aðferðin. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einmitt þessi arfleið hörku og dugnaðar sem gerir það að verkum að hér á Íslandi er þörf fyrir alla þessa sálfræðinga. Íslendingar lenda nefninlega allt of margir í ofbeldi og öðrum áföllum og það bara virkar ekki að taka það endalaust á kassann. Nú sem aldrei fyrr er einmitt tíminn til að sýna sjálfum sér og öðrum skilning og mildi. Styðja fólk til að horfast í augu við eigin vanda og vinna úr honum í staðinn fyrir að segja fólki endalaust að harka bara af sér og vera duglegra. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp. Samstarfsfólk mitt var mjög forvitið um Ísland og þegar það komst að því að Ísland væri eitt friðsælasta land í heimi furðuðu margir sig á því að hér væri þörf fyrir fleiri hundruð sálfræðinga. Á þeim tíma var hægt að telja sálfræðinga á fingrum annarrar handar í Írak. Ég varð líka hugsi og hugsa enn oft um furðu fólks yfir þessu. Síðan þetta var hef ég setið með ótal Íslendingum sem hafa sagt mér sögu sína í viðtölum. Enn í dag sit ég nær daglega agndofa yfir öllum áföllunum og erfiðleikunum sem svo ótrúlega margir hafa gengið í gegnum. Jafnt ungir sem aldnir. Allt andlega, líkamlega og kynferðislega ofbeldið, vanrækslan, eineltið, alkóhólisminn, fátæktin, slysin, ástvinamissirinn, náttúruhamfarirnar og svo mætti áfram telja. Á okkar litla friðsæla landi. Það sem hefur líka endurtekið slegið mig er leiðin sem langflestir hafa farið við að takast á við áföllin, það er að harka bara af sér, kveinka sér ekki og fara áfram á hnefanum. Enda dugnaður lengi verið hin æðsta dyggð á landinu okkar harðbýla. Þessi aðferð hefur vissulega komið mörgum yfir erfiða hjalla í lífinu þegar fátt annað hefur verið í boði en að harka af sér eftir áföll og halda áfram. En þetta er ekki hjálpleg aðferð til lengri tíma og fer í allt of mörgum tilfellum að vera hluti vandans en ekki lausn hans. Það er nefninlega mannlegt og eðlilegt að finna til eftir áföll og ef við fáum ekki eða gefum okkur ekki rými til að finna til og vinna úr því sem við höfum gengið í gegnum getum við lent í vondum vítahring þar sem við fyllumst jafnvel skömm og öðrum erfiðum tilfinningum. Ég get fullyrt að aðferðin að vera bara dugleg og harka af sér er óhjálpleg og í mörgum tilfellum skaðleg þegar kemur að því að takast á við áföll. Við þurfum einmitt að horfast í augu við áföllin okkar og leyfa okkur að ganga í gegnum þann sársauka sem þeim fylgir til þess að komast yfir þau og ná bata. En enn þann dag í dag heyrast gamlar tuggur um að fólk þurfi bara að vera duglegra, hætta þessu væli og hver og einn sé sinnar gæfu smiður. Kulnun sé bara leti, fátækt framtaksleysi og kvíði aumingjaskapur. Áföll þurfi einfaldlega að taka á kassann, best sé að bera harm sinn í hljóði, vera bara duglegri og bera sig vel. Það gerðu forfeður okkar og mæður og þá hlýtur það að vera rétta aðferðin. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einmitt þessi arfleið hörku og dugnaðar sem gerir það að verkum að hér á Íslandi er þörf fyrir alla þessa sálfræðinga. Íslendingar lenda nefninlega allt of margir í ofbeldi og öðrum áföllum og það bara virkar ekki að taka það endalaust á kassann. Nú sem aldrei fyrr er einmitt tíminn til að sýna sjálfum sér og öðrum skilning og mildi. Styðja fólk til að horfast í augu við eigin vanda og vinna úr honum í staðinn fyrir að segja fólki endalaust að harka bara af sér og vera duglegra. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun