Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 10. mars 2025 18:00 Fólk yfir fimmtugt á erfiðara með að fá vinnu Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild. Í þessu samhengi er nærtækt að líta til opinberra starfsmanna og annarra sem að öllu jöfnu er gert er að láta af störfum við sjötugt, þrátt fyrir að lífaldur hafi hækkað verulega. Margir, sem starfa innan þessara stétta, eru enn í blóma lífsins, lifa við hestaheilsu, búa við mikið starfsþrek og vilja vinna og gera samfélaginu gagn, en samt er þeim gert að hætta. Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild. Mestu skiptir að tryggja réttindi allra óháð aldri Þegar kemur að starfsmannamálum, hvort sem það er innan VR eða á öðrum vettvangi, skiptir mestu máli að tryggja réttindi allra óháð aldri. Við þurfum að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn frekar en ártalið í fæðingarvottorðinu. Það er ekki frestun á framtíðinni að treysta á fólk sem hefur sannað sig í atvinnulífinu eða annars staðar. Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sangjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars af þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár. Tækifæri fyrir alla Að sama skapi þurfum við að tryggja að gervigreind og tækniframfarir verði ekki notaðar sem afsökun fyrir því að ýta fólki út af vinnumarkaði. Þess vegna legg ég áherslu á að efla tækifæri fólks til sí-og endurmenntunar og tryggja að allir geti nýtt sér nýja tækni til að þróa hæfni sína áfram. Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annarstaðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera. Framtíðin byggist ekki á aldri, heldur á því hvernig við nýtum mannauðinn og þau tækifæri sem við höfum, sama á hvaða aldri við erum. Þetta er sérlega mikilvægt í fámennu samfélagi, þar sem hver vinnandi hönd er verulega verðmæt fyrir samfélagið, enda erum við öll saman í þessu. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Fólk yfir fimmtugt á erfiðara með að fá vinnu Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild. Í þessu samhengi er nærtækt að líta til opinberra starfsmanna og annarra sem að öllu jöfnu er gert er að láta af störfum við sjötugt, þrátt fyrir að lífaldur hafi hækkað verulega. Margir, sem starfa innan þessara stétta, eru enn í blóma lífsins, lifa við hestaheilsu, búa við mikið starfsþrek og vilja vinna og gera samfélaginu gagn, en samt er þeim gert að hætta. Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild. Mestu skiptir að tryggja réttindi allra óháð aldri Þegar kemur að starfsmannamálum, hvort sem það er innan VR eða á öðrum vettvangi, skiptir mestu máli að tryggja réttindi allra óháð aldri. Við þurfum að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn frekar en ártalið í fæðingarvottorðinu. Það er ekki frestun á framtíðinni að treysta á fólk sem hefur sannað sig í atvinnulífinu eða annars staðar. Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sangjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars af þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár. Tækifæri fyrir alla Að sama skapi þurfum við að tryggja að gervigreind og tækniframfarir verði ekki notaðar sem afsökun fyrir því að ýta fólki út af vinnumarkaði. Þess vegna legg ég áherslu á að efla tækifæri fólks til sí-og endurmenntunar og tryggja að allir geti nýtt sér nýja tækni til að þróa hæfni sína áfram. Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annarstaðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera. Framtíðin byggist ekki á aldri, heldur á því hvernig við nýtum mannauðinn og þau tækifæri sem við höfum, sama á hvaða aldri við erum. Þetta er sérlega mikilvægt í fámennu samfélagi, þar sem hver vinnandi hönd er verulega verðmæt fyrir samfélagið, enda erum við öll saman í þessu. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun