Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar 10. mars 2025 14:31 Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi. Hann var í því samhengi að tala um laun borgarstjórans, Heiðu Hilmisdóttur, og fleiri nýleg mál sem hafa verið að koma upp í samfélaginu. En er þetta nýtt á nálinni hér á landi? Nei, það er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki sama hvort þú ert séra Jón eða Jón nú eða Inga eða Inga „kvartmilljarður“, það gilda ekki sömu lögin um þau. Ég er ekki að nenna að fara langt aftur í tímann að finna dæmi en ég verð að taka hattinn að ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að afnema handahafalaun forsetans sem geta numið 8 milljónum á ári. En færum okkur nær og skoðum fyrirrennara Heiðu borgarstjóra sem hún tók fyrsta sætið af Dag B. Eggerts, manninum sem fékk orlofsgreiðslur 10 ár aftur í tímann, hvar á byggðu bóli yrði svona samþykkt? Og núna situr sá maður á Alþingi Íslendinga. Eða verkalýðsforingjar hvort heldur hjá Rafiðnaðarsambandinu eða Ragnar Þór hjá VR. Ég nenni nú ekki heldur að fara út í þá sálma, við þekkjum þá horror-sögu, kannski ágætt að klingja út með því að segja það glymur hæst í tómri tunnu. En þetta er ekki búið þegar fólk í stjórnunarstöðum á vegum hins opinbera, og tala nú ekki um á höfuðborgarsvæðinu, er að fá að auki aksturspeninga ofan á launin. Eins og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur keyrði ég á mínum lúsarlaunum á milli Selfoss og Reykjavíkur í 5 ár og fékk ekki krónu fyrir að sækja vinnu. En þegar ég heyrði á sínum tíma hafi bæjarstjóri Kópavogs verið á aksturstyrk fyrir nokkrum árum sem þá var eitthvað nálægt 150 kallinum á mánuði sem ég veit ekki hver er í dag datt andlitið að mér. Þetta er sami bæjarstjórinn sem ætlar að fara að skera niður hjá bænum vegna nýgerðra kjarasamninga kennara. Eins ef það er rétt ef fólk sest á þing sem vann hjá því opinbera í háum stjórnunarstöðum getur gengið að því vísu að fara í sitt gamla starf að lokinni þingmennsku getur það talist eðlilegt? Ég er ekki viss að þetta myndi líðast á hinum frjálsa vinnumarkaði, er ekki eitthvað bogið hérna? Kannski ekki skrýtið að á Alþingi Íslendinga sitji aðallega miðaldra lögfræðingar og „fyrrum opinberir starfsmenn“ Hvernig væri það, þyrftum við ekki að fá Elon Musk lánaðan í svona viku til að fara í tiltekt hjá því opinbera? Ætli hann myndi ekki byrja á því að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Síðan hugsa ég að hann myndi afnema alls konar rugl og sukk á vegum hins opinbera. Hvar er okkar Elon Musk sem hikar ekki við að fara í tiltekt? Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða á alþingi, væri ekki ágæt byrjun að byrja á ykkur sjálfum og sýna alvöru fordæmi áður en þið farið að skera niður hjá okkur hinum aumingjunum á hamstrahjólinu. Fyrr verðið þið ekki marktækir og traustið mun ekki koma af sjálfu sér heldur ávinnur maður það sér inn með verkum sínum en ekki bara með orðum rétt fyrir kosningar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi. Hann var í því samhengi að tala um laun borgarstjórans, Heiðu Hilmisdóttur, og fleiri nýleg mál sem hafa verið að koma upp í samfélaginu. En er þetta nýtt á nálinni hér á landi? Nei, það er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki sama hvort þú ert séra Jón eða Jón nú eða Inga eða Inga „kvartmilljarður“, það gilda ekki sömu lögin um þau. Ég er ekki að nenna að fara langt aftur í tímann að finna dæmi en ég verð að taka hattinn að ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að afnema handahafalaun forsetans sem geta numið 8 milljónum á ári. En færum okkur nær og skoðum fyrirrennara Heiðu borgarstjóra sem hún tók fyrsta sætið af Dag B. Eggerts, manninum sem fékk orlofsgreiðslur 10 ár aftur í tímann, hvar á byggðu bóli yrði svona samþykkt? Og núna situr sá maður á Alþingi Íslendinga. Eða verkalýðsforingjar hvort heldur hjá Rafiðnaðarsambandinu eða Ragnar Þór hjá VR. Ég nenni nú ekki heldur að fara út í þá sálma, við þekkjum þá horror-sögu, kannski ágætt að klingja út með því að segja það glymur hæst í tómri tunnu. En þetta er ekki búið þegar fólk í stjórnunarstöðum á vegum hins opinbera, og tala nú ekki um á höfuðborgarsvæðinu, er að fá að auki aksturspeninga ofan á launin. Eins og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur keyrði ég á mínum lúsarlaunum á milli Selfoss og Reykjavíkur í 5 ár og fékk ekki krónu fyrir að sækja vinnu. En þegar ég heyrði á sínum tíma hafi bæjarstjóri Kópavogs verið á aksturstyrk fyrir nokkrum árum sem þá var eitthvað nálægt 150 kallinum á mánuði sem ég veit ekki hver er í dag datt andlitið að mér. Þetta er sami bæjarstjórinn sem ætlar að fara að skera niður hjá bænum vegna nýgerðra kjarasamninga kennara. Eins ef það er rétt ef fólk sest á þing sem vann hjá því opinbera í háum stjórnunarstöðum getur gengið að því vísu að fara í sitt gamla starf að lokinni þingmennsku getur það talist eðlilegt? Ég er ekki viss að þetta myndi líðast á hinum frjálsa vinnumarkaði, er ekki eitthvað bogið hérna? Kannski ekki skrýtið að á Alþingi Íslendinga sitji aðallega miðaldra lögfræðingar og „fyrrum opinberir starfsmenn“ Hvernig væri það, þyrftum við ekki að fá Elon Musk lánaðan í svona viku til að fara í tiltekt hjá því opinbera? Ætli hann myndi ekki byrja á því að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Síðan hugsa ég að hann myndi afnema alls konar rugl og sukk á vegum hins opinbera. Hvar er okkar Elon Musk sem hikar ekki við að fara í tiltekt? Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða á alþingi, væri ekki ágæt byrjun að byrja á ykkur sjálfum og sýna alvöru fordæmi áður en þið farið að skera niður hjá okkur hinum aumingjunum á hamstrahjólinu. Fyrr verðið þið ekki marktækir og traustið mun ekki koma af sjálfu sér heldur ávinnur maður það sér inn með verkum sínum en ekki bara með orðum rétt fyrir kosningar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun