Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar 10. mars 2025 14:00 Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist. Í því, eins og reyndar mörgum fornum heimspekiritum, er talað um mikilvægi þess að verða laus við “ástríðurnar og þá sjúkdóma sem þeim fylgja.” Sama orðið? Okkur finnst það skiljanlega undarlegt að það sé talað og skrifað á þennan hátt, um mikilvægi þess fyrir okkar andlega að verða frjáls frá ástríðum. Okkur er orðið tamt að líta ástríður sem jákvæðan þátt tilveru okkar. Fólk talar í dag um að hafa ástríðu fyrir hinu eða þessu. Fólk vill gjarnan finna ástríðu sína. Við þekkjum þetta einnig í enskunni, að þar talar fólk um að hafa “passion” fyrir einhverju. Enska orðið á rót sína í forngríska orðinu “pathos.” “Pathos” birtist einnig víðar í enskunni, t.d. í orðinu “pathology” sem merkir “sjúkdómafræði”En hvernig má það vera að sama forngríska orðið sé að baki hugtökunum “ástríða“ og “sjúkdómafræði”? Þrár úr lagi gengnar Fornir grískir heimspekingar og andans menn höfðu miklar áhyggjur af ástríðunum. Þeir lögðu annan skilning í þetta orð en höfum tekið að gera á síðustu árum. Ástríðurnar voru fyrir þeim þrár sem voru úr lagi gengnar, óheilbrigðar. Þær voru stjórnlausar, eða beindust í rangar áttir. Það var ójafnvægi á þeim. Þeir voru ekki á móti heilnæmri þrá heldur þrá sem var úr lagi gengin (pathos), og virkaði ekki eins og hún átti að virka. Upprunaleg merking En af hverju höfum við þá hingað til þýtt forngríska orðið “pathos” með “ástríðu” á íslensku? Af hverju er ekki annað orð notað? Það kemur ljós að ástæðan er sú að upprunamerking orðsins "ástríða" er miklu líkari þeirri sem forngrikkir höfðu. Ástríða er ekki orð sem er samsett úr “ást” og “ríða” eða "ást" og "stríða" Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson og Pétur Pétursson þulur hafa báðir bent á þá er nafnorðið „ástríða“ myndað af því að það “stríðir á” einhvern. Það er “á-stríða” og “vísar til þess sem stríðir á hugann” Sjúkdómur sálarinnar Á-stríður eru þrár sem úr lagi gengnar og herja á hugann, eins konar sjúkdómur sálarinnar. Það var það sem Klemens frá Alexandríu og margir hinna fornu heimspekinga vildu taka til meðferðar. Hin sjúklega þrá, gerir það að verkum að manneskjan er ekki eins og hún á að sér að vera og þráir ekki það sem er henni fyrir bestu. Meðferðin Enn í dag er þetta eitt af verkefnum kristinnar kirkju. Kirkja Krists er eins og spítali, m.a. fyrir þau sem finna að á-stríðurnar eru úr lagi gengnar og þrár þeirra eru á villugötum. Jesús sagði enda: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. (Mark 2.17) Ágústínus kirkjufaðir var einn þeirra sem glímdi lengi við ástríður sínar. Þegar hann loks fann frið sinn, tilgang og andlega svölun í þrá sinni til Guðs, áttaði hann sig á því hver vandi hans hafði verið. Þrár hans höfðu beinst í rangar áttir. Vandi hans var að hann hafði reynt að láta alla skapaða hluti taka stað Guðs í lífi sínu, og veita sér eilífa fyllingu, hina dýpstu fyllingu. En ekkert af því sem við neytum, þráum eða eignumst er eilíft og getur því ekki veitt hina dýpstu fyllingu. Ágústínus komst að því að hina dýpstu fyllingu er aðeins hægt að finna í uppsprettu allra hluta: í Guði. Í sínu þekkta og persónulega riti „Játningar“ ávarpar Ágústínus Guð og skrifar: „Þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, uns það hvílist í þér.“ Þess má geta að báðar bækurnar „Játningar“ eftir Ágústínus og „Fræðarinn“ eftir Klemens frá Alexandríu hafa verið þýddar á íslensku og útgefnar í Lærdómsritaröðinni. Ummæli Jesú í guðspjöllunum er síðan að sjálfsögðu að finna í Nýja testamentinu þínu. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Það getur verið ruglingslegt fyrir nútímamanneskju að lesa gamla texta. Í tengslum við starf mitt sem prestur þarf ég gjarnan að lesa gamla texta. Nú síðast “Fræðarann” eftir Klemens frá Alexandríu, kristið trúarrit frá um 190 eftir Krist. Í því, eins og reyndar mörgum fornum heimspekiritum, er talað um mikilvægi þess að verða laus við “ástríðurnar og þá sjúkdóma sem þeim fylgja.” Sama orðið? Okkur finnst það skiljanlega undarlegt að það sé talað og skrifað á þennan hátt, um mikilvægi þess fyrir okkar andlega að verða frjáls frá ástríðum. Okkur er orðið tamt að líta ástríður sem jákvæðan þátt tilveru okkar. Fólk talar í dag um að hafa ástríðu fyrir hinu eða þessu. Fólk vill gjarnan finna ástríðu sína. Við þekkjum þetta einnig í enskunni, að þar talar fólk um að hafa “passion” fyrir einhverju. Enska orðið á rót sína í forngríska orðinu “pathos.” “Pathos” birtist einnig víðar í enskunni, t.d. í orðinu “pathology” sem merkir “sjúkdómafræði”En hvernig má það vera að sama forngríska orðið sé að baki hugtökunum “ástríða“ og “sjúkdómafræði”? Þrár úr lagi gengnar Fornir grískir heimspekingar og andans menn höfðu miklar áhyggjur af ástríðunum. Þeir lögðu annan skilning í þetta orð en höfum tekið að gera á síðustu árum. Ástríðurnar voru fyrir þeim þrár sem voru úr lagi gengnar, óheilbrigðar. Þær voru stjórnlausar, eða beindust í rangar áttir. Það var ójafnvægi á þeim. Þeir voru ekki á móti heilnæmri þrá heldur þrá sem var úr lagi gengin (pathos), og virkaði ekki eins og hún átti að virka. Upprunaleg merking En af hverju höfum við þá hingað til þýtt forngríska orðið “pathos” með “ástríðu” á íslensku? Af hverju er ekki annað orð notað? Það kemur ljós að ástæðan er sú að upprunamerking orðsins "ástríða" er miklu líkari þeirri sem forngrikkir höfðu. Ástríða er ekki orð sem er samsett úr “ást” og “ríða” eða "ást" og "stríða" Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson og Pétur Pétursson þulur hafa báðir bent á þá er nafnorðið „ástríða“ myndað af því að það “stríðir á” einhvern. Það er “á-stríða” og “vísar til þess sem stríðir á hugann” Sjúkdómur sálarinnar Á-stríður eru þrár sem úr lagi gengnar og herja á hugann, eins konar sjúkdómur sálarinnar. Það var það sem Klemens frá Alexandríu og margir hinna fornu heimspekinga vildu taka til meðferðar. Hin sjúklega þrá, gerir það að verkum að manneskjan er ekki eins og hún á að sér að vera og þráir ekki það sem er henni fyrir bestu. Meðferðin Enn í dag er þetta eitt af verkefnum kristinnar kirkju. Kirkja Krists er eins og spítali, m.a. fyrir þau sem finna að á-stríðurnar eru úr lagi gengnar og þrár þeirra eru á villugötum. Jesús sagði enda: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. (Mark 2.17) Ágústínus kirkjufaðir var einn þeirra sem glímdi lengi við ástríður sínar. Þegar hann loks fann frið sinn, tilgang og andlega svölun í þrá sinni til Guðs, áttaði hann sig á því hver vandi hans hafði verið. Þrár hans höfðu beinst í rangar áttir. Vandi hans var að hann hafði reynt að láta alla skapaða hluti taka stað Guðs í lífi sínu, og veita sér eilífa fyllingu, hina dýpstu fyllingu. En ekkert af því sem við neytum, þráum eða eignumst er eilíft og getur því ekki veitt hina dýpstu fyllingu. Ágústínus komst að því að hina dýpstu fyllingu er aðeins hægt að finna í uppsprettu allra hluta: í Guði. Í sínu þekkta og persónulega riti „Játningar“ ávarpar Ágústínus Guð og skrifar: „Þú hefur skapað oss handa þér og hjarta vort er órótt, uns það hvílist í þér.“ Þess má geta að báðar bækurnar „Játningar“ eftir Ágústínus og „Fræðarinn“ eftir Klemens frá Alexandríu hafa verið þýddar á íslensku og útgefnar í Lærdómsritaröðinni. Ummæli Jesú í guðspjöllunum er síðan að sjálfsögðu að finna í Nýja testamentinu þínu. Höfundur er prestur við Kópavogskirkju.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun