Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 10. mars 2025 08:45 Það vakti nokkra athygli þegar nýja ríkisstjórnin lét þess getið á verkefnalista sínum að hún hygðist beita sér fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum, m.a. með því að „taka til“ í þeim stofnunum ríkisins sem hefðu vaxið um of. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sagði þannig: „Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils.“ Almenningur fagnaði þessari yfirlýsingu, enda er öllum ljóst að ríkisútgjöld hafa vaxið langt umfram þarfir. Settir voru sérfræðingar í að vinna tillögur um þennan sparnað. Þeir skiluðu tillögum 4. mars s.l. þar sem m.a. sagði svo: „Með stofnun Landsréttar hefur málum í Hæstarétti fækkað verlega svo ekki telst þörf á að fleiri en fimm dómarar sitji við réttinn.“ Nú hefur sitjandi dómsmálaráðherra lýst yfir að hún muni ekki beita sér fyrir þessari fækkun dómaranna. Samt er komið fram að við stofnun Landsréttar á árinu 2018 stóðu ekki efni til annars en að dómararnir yrðu fimm en ekki sjö. Svo er að sjá sem ráðherrann hafi ekki þurft að eyða miklum tíma í að kynna sér málið, áður en hún tók nú ákvörðun sína daginn eftir að hún birtist. Hún lét sér detta í hug að sparnaðurinn við þetta yrði ekki nægur, aðeins 100 milljónir króna næstu fimm árin! Hæstiréttur Íslands tók til starfa á árinu 1920. Fimm dómarar sátu í réttinum fyrstu áratugina að undanskildu tímabili á fyrri hluta 20. aldarinnar þegar þeim var fækkað í þrjá. Árið 1945 urðu þeir fimm á ný og hélst svo fram til ársins 1972, þegar tekið var að fjölga dómurum vegna vaxandi fjölda dómsmálanna sem rétturinn þurfti að sinna. Á árunum fyrir þá breytingu var rétturinn að dæma í 140-200 málum árlega. Málafjöldinn óx hratt á næstu árum og var dómurum við réttinn þá fjölgað nokkrum sinnum og urðu þeir flestir ellefu á tímabili. Þeir voru níu, þegar Landsréttur tók til starfa árið 2018. Dómararnir sjálfir í Hæstarétti vildu þá að fjöldi þeirra yrði sjö, þó að aðeins þrír eða fimm dómarar ættu að sitja í dómi í flestum tilvikum. Sýnt hefur verið fram á að eftir stofnun Landsréttar minnkaði starfsálag á hvern dómara Hæstaréttar niður í 20-25% af því sem verið hafði. Hafa á þessu tímabili verið kveðnir upp dómar í 30-60 málum á ári eða allt niður í fjórðung þess málafjölda sem dæmdur var meðan dómararnir voru fimm talsins fyrir árið 1972. Fjölgun dómaranna undanfarna áratugi hefur ávallt stafað af fjölgun málanna sem þurft hefur að dæma. Í ársskýrslum réttarins hefur komið í ljós að dæmd mál voru rúmlega 800 talsins á ári síðustu árin fyrir stofnun Landsréttar. Af þessum tölum sést að engin efni stóðu til þess að fleiri dómarar en fimm sætu í Hæstarétti eftir stofnun Landsréttarins. Slík breyting hefði dregið úr starfsönnum dómaranna að miklum mun. En þeir vildu meira. Fyrir þeirra tilverknað var þeim aðeins fækkað í sjö. Forseti Hæstaréttar hefur verið stóryrtur um fyrirætlanirnar nú um fækkun dómaranna. Hefur hann þá m.a. staðhæft að ekki megi fækka dómurunum því þá muni þurfa að kalla til varadómara í of mörgum málum. Virðist hann telja það óheppilegt því það ógni samræmi í dómum. Varadómarar hafa nýst í marga áratugi og verður ekki séð að þeir hafi spillt fyrir störfum réttarins. En í tilefni af stóryrðum forsetans skal þess getið, að fram kemur í ársskýrslum réttarins eftir breytinguna 2018, að árlega hafa verið kvaddir fjölmargir varadómarar til starfa, þrátt fyrir að sjö dómarar hafi átt sæti í réttinum þennan tíma. Þetta er mikið og virðist forsetinn ekki óttast það. Þannig voru varadómarar 16 talsins árið 2023 og álíka margir árin á undan, en á þessum árum hefur málafjöldinn verið 30-60 mál eins og áður sagði. Þetta er því bara fyrirsláttur hjá forsetanum sem sýnir ekki annað en ákafa hans í að andmæla hugmyndunum um að fækka dómurum réttarins í fimm. Hann vill greinilega halda áfram að búa svo um hnútana að dómararnir hafi það náðugt og þá rúman tíma til að sinna öðru en dómsstörfunum við réttinn. Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið. Dómararnir eiga auðvitað að vera í fullu starfi, eins og verið hefur gegnum tíðina. Af yfirlýsingu dómsmálaráðherrans virðist mega ráða að ríkisstjórnin hafi ekki mikinn áhuga á að spara ríkisútgjöld eins og lofað var við stofnun hennar. Almenningur ætti því að hverfa frá fyrirætlunum um fagnaðarlæti. Þetta hefur sýnilega bara verið fagurgali sem engu máli mun skipta í reynd. Íslendingar kannast við slíkt hátterni stjórnmálamanna sem vilja fegra ásýnd sína. Jón Steinar Gunnlaugsson er fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það vakti nokkra athygli þegar nýja ríkisstjórnin lét þess getið á verkefnalista sínum að hún hygðist beita sér fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum, m.a. með því að „taka til“ í þeim stofnunum ríkisins sem hefðu vaxið um of. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sagði þannig: „Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils.“ Almenningur fagnaði þessari yfirlýsingu, enda er öllum ljóst að ríkisútgjöld hafa vaxið langt umfram þarfir. Settir voru sérfræðingar í að vinna tillögur um þennan sparnað. Þeir skiluðu tillögum 4. mars s.l. þar sem m.a. sagði svo: „Með stofnun Landsréttar hefur málum í Hæstarétti fækkað verlega svo ekki telst þörf á að fleiri en fimm dómarar sitji við réttinn.“ Nú hefur sitjandi dómsmálaráðherra lýst yfir að hún muni ekki beita sér fyrir þessari fækkun dómaranna. Samt er komið fram að við stofnun Landsréttar á árinu 2018 stóðu ekki efni til annars en að dómararnir yrðu fimm en ekki sjö. Svo er að sjá sem ráðherrann hafi ekki þurft að eyða miklum tíma í að kynna sér málið, áður en hún tók nú ákvörðun sína daginn eftir að hún birtist. Hún lét sér detta í hug að sparnaðurinn við þetta yrði ekki nægur, aðeins 100 milljónir króna næstu fimm árin! Hæstiréttur Íslands tók til starfa á árinu 1920. Fimm dómarar sátu í réttinum fyrstu áratugina að undanskildu tímabili á fyrri hluta 20. aldarinnar þegar þeim var fækkað í þrjá. Árið 1945 urðu þeir fimm á ný og hélst svo fram til ársins 1972, þegar tekið var að fjölga dómurum vegna vaxandi fjölda dómsmálanna sem rétturinn þurfti að sinna. Á árunum fyrir þá breytingu var rétturinn að dæma í 140-200 málum árlega. Málafjöldinn óx hratt á næstu árum og var dómurum við réttinn þá fjölgað nokkrum sinnum og urðu þeir flestir ellefu á tímabili. Þeir voru níu, þegar Landsréttur tók til starfa árið 2018. Dómararnir sjálfir í Hæstarétti vildu þá að fjöldi þeirra yrði sjö, þó að aðeins þrír eða fimm dómarar ættu að sitja í dómi í flestum tilvikum. Sýnt hefur verið fram á að eftir stofnun Landsréttar minnkaði starfsálag á hvern dómara Hæstaréttar niður í 20-25% af því sem verið hafði. Hafa á þessu tímabili verið kveðnir upp dómar í 30-60 málum á ári eða allt niður í fjórðung þess málafjölda sem dæmdur var meðan dómararnir voru fimm talsins fyrir árið 1972. Fjölgun dómaranna undanfarna áratugi hefur ávallt stafað af fjölgun málanna sem þurft hefur að dæma. Í ársskýrslum réttarins hefur komið í ljós að dæmd mál voru rúmlega 800 talsins á ári síðustu árin fyrir stofnun Landsréttar. Af þessum tölum sést að engin efni stóðu til þess að fleiri dómarar en fimm sætu í Hæstarétti eftir stofnun Landsréttarins. Slík breyting hefði dregið úr starfsönnum dómaranna að miklum mun. En þeir vildu meira. Fyrir þeirra tilverknað var þeim aðeins fækkað í sjö. Forseti Hæstaréttar hefur verið stóryrtur um fyrirætlanirnar nú um fækkun dómaranna. Hefur hann þá m.a. staðhæft að ekki megi fækka dómurunum því þá muni þurfa að kalla til varadómara í of mörgum málum. Virðist hann telja það óheppilegt því það ógni samræmi í dómum. Varadómarar hafa nýst í marga áratugi og verður ekki séð að þeir hafi spillt fyrir störfum réttarins. En í tilefni af stóryrðum forsetans skal þess getið, að fram kemur í ársskýrslum réttarins eftir breytinguna 2018, að árlega hafa verið kvaddir fjölmargir varadómarar til starfa, þrátt fyrir að sjö dómarar hafi átt sæti í réttinum þennan tíma. Þetta er mikið og virðist forsetinn ekki óttast það. Þannig voru varadómarar 16 talsins árið 2023 og álíka margir árin á undan, en á þessum árum hefur málafjöldinn verið 30-60 mál eins og áður sagði. Þetta er því bara fyrirsláttur hjá forsetanum sem sýnir ekki annað en ákafa hans í að andmæla hugmyndunum um að fækka dómurum réttarins í fimm. Hann vill greinilega halda áfram að búa svo um hnútana að dómararnir hafi það náðugt og þá rúman tíma til að sinna öðru en dómsstörfunum við réttinn. Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið. Dómararnir eiga auðvitað að vera í fullu starfi, eins og verið hefur gegnum tíðina. Af yfirlýsingu dómsmálaráðherrans virðist mega ráða að ríkisstjórnin hafi ekki mikinn áhuga á að spara ríkisútgjöld eins og lofað var við stofnun hennar. Almenningur ætti því að hverfa frá fyrirætlunum um fagnaðarlæti. Þetta hefur sýnilega bara verið fagurgali sem engu máli mun skipta í reynd. Íslendingar kannast við slíkt hátterni stjórnmálamanna sem vilja fegra ásýnd sína. Jón Steinar Gunnlaugsson er fyrrverandi dómari við Hæstarétt.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar