LeBron frá í vikur frekar en daga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 23:17 Austin Reaves ræðir við LeBron James sem gat ekki klárað leikinn gegn Boston Celtics. Elsa/Getty Images Eftir frábært gengi undanfarnar vikur var Los Angeles Lakers kippt niður á jörðina af erkifjendum sínum í Boston Celtics. Ekki nóg með það heldur meiddist hinn fertugi LeBron James í 4. leikhluta og virðist vera frá keppni næstu vikurnar. Það verður ekki annað sagt en LeBron og Luka Dončić hafi náð vel saman síðan sá síðarnefndi gekk gríðarlega óvænt til liðs við Lakers frá Dallas Mavericks. Það tók Luka vissulega nokkra leiki að sýna sínar bestu hliðar en leikirnir fram að leiknum gegn Celtics voru smjörþefurinn af því hvernig Lakers gæti litið út í úrslitakeppninni. Í leiknum á undan þurfti Lakers hins vegar framlengingu til að sigra New York Knicks og mögulega sat það örlítið í liðinu þegar það mætti ríkjandi meisturum í Celtics. Ekki nóg með að tapa heldur virtist LeBron togna á nára í 4. leikhluta. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi LeBron verður frá og hann talaði meiðslin niður eftir leik. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við tökum þetta dag fyrir dag, sjáum til hvernig þetta lítur út og metum stöðuna út frá því.“ Þjálfari Lakers, JJ Redick, var örlítið stressaðri. „Augljóslega hef ég áhyggjur. Við vitum hins vegar ekkert að svo stöddu.“ The Athletic greinir frá að líklegast sé að LeBron verði frá næstu vikur frekar en næstu daga. Hann gæti því misst af mikilvægum leikjum í baráttunni um heimavallarrétt en gott gengi Lakers að undanförnu hafði lyft því upp í 2. sæti Vesturdeildar. ESPN tekur í sama streng en talar þó aðeins um eina til tvær vikur. Það myndi samt þýða að LeBron gæti misst af allt að níu næstu leikjum Lakers. Los Angeles Lakers star LeBron James is expected to miss at least 1-to-2 weeks with a groin strain, sources tell ESPN. James will wait for the groin injury to calm down over the next 24 hours and receive another evaluation. pic.twitter.com/17mWxsaXN3— Shams Charania (@ShamsCharania) March 9, 2025 Eftir tapið gegn Boston er Lakers í 3. sæti en Denver Nuggets eru hálfum sigri fyrir ofan Lakers í töflunni. Það þýðir að ef Lakers vinnur leik á meðan Denver tapar þá hafa liðin sætaskipti. Það þarf hins vegar ekki mikið að gerast til að Lakers falli niður í 5. sæti en Memphis Grizzlies og Houston Rockets eru ekki langt undan. JJ Redick hefur komið flestum NBA-spekúlöntum á óvart á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Lakers. Nú þarf hann heldur betur að sýna hvað í sér býr þegar 20 leikir eru til loka hinnar hefðbundnu deildarkeppni NBA. Körfubolti NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en LeBron og Luka Dončić hafi náð vel saman síðan sá síðarnefndi gekk gríðarlega óvænt til liðs við Lakers frá Dallas Mavericks. Það tók Luka vissulega nokkra leiki að sýna sínar bestu hliðar en leikirnir fram að leiknum gegn Celtics voru smjörþefurinn af því hvernig Lakers gæti litið út í úrslitakeppninni. Í leiknum á undan þurfti Lakers hins vegar framlengingu til að sigra New York Knicks og mögulega sat það örlítið í liðinu þegar það mætti ríkjandi meisturum í Celtics. Ekki nóg með að tapa heldur virtist LeBron togna á nára í 4. leikhluta. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi LeBron verður frá og hann talaði meiðslin niður eftir leik. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við tökum þetta dag fyrir dag, sjáum til hvernig þetta lítur út og metum stöðuna út frá því.“ Þjálfari Lakers, JJ Redick, var örlítið stressaðri. „Augljóslega hef ég áhyggjur. Við vitum hins vegar ekkert að svo stöddu.“ The Athletic greinir frá að líklegast sé að LeBron verði frá næstu vikur frekar en næstu daga. Hann gæti því misst af mikilvægum leikjum í baráttunni um heimavallarrétt en gott gengi Lakers að undanförnu hafði lyft því upp í 2. sæti Vesturdeildar. ESPN tekur í sama streng en talar þó aðeins um eina til tvær vikur. Það myndi samt þýða að LeBron gæti misst af allt að níu næstu leikjum Lakers. Los Angeles Lakers star LeBron James is expected to miss at least 1-to-2 weeks with a groin strain, sources tell ESPN. James will wait for the groin injury to calm down over the next 24 hours and receive another evaluation. pic.twitter.com/17mWxsaXN3— Shams Charania (@ShamsCharania) March 9, 2025 Eftir tapið gegn Boston er Lakers í 3. sæti en Denver Nuggets eru hálfum sigri fyrir ofan Lakers í töflunni. Það þýðir að ef Lakers vinnur leik á meðan Denver tapar þá hafa liðin sætaskipti. Það þarf hins vegar ekki mikið að gerast til að Lakers falli niður í 5. sæti en Memphis Grizzlies og Houston Rockets eru ekki langt undan. JJ Redick hefur komið flestum NBA-spekúlöntum á óvart á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Lakers. Nú þarf hann heldur betur að sýna hvað í sér býr þegar 20 leikir eru til loka hinnar hefðbundnu deildarkeppni NBA.
Körfubolti NBA Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira