Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2025 12:34 Nökkvi Nils Bernharðsson er einn skipuleggjenda Skattadagsins. Vísir/Vilhelm Nemendur í lögfræði við Háskólann í Reykjavík bjóða í dag aðstoð við gerð skattframtals. Einn skipuleggjenda segir nema öðlast dýrmæta reynslu og fólk oftast ganga út með bros á vör. Skattadagur Lögréttu, félags laganema við HR, fer fram í dag. Nemendur bjóða þar endurgjaldslausa aðstoð við gerð skattaframtala. Skiladagur á skattframtali einstaklinga er til föstudagsins 14. mars næstkomandi. Fá aðstoð í erfiðari málum Nökkvi Nils Bernharðsson, einn skipuleggjenda dagsins, segir 650 manns hafa fengið aðstoð í fyrra og að búist sé við svipuðum fjölda í ár. „Hingað geta allir komið og fengið einfalda aðstoð. Aðstoð við einföld skattframtöl. Þannig við erum ekki að taka á móti fólki sem er með háar tekjur eða í verðbréfaviðskiptum, heldur einstaklingum sem vantar einfalda aðstoð við skattframtalið. Við erum að vinna þetta með endurskoðendum frá Gæðaendurskoðun þannig ef það eru einhverjar spurningar sem koma upp eða einhver skuldar háar upphæðir, þá leitum við til þeirra. Getum skoðað hvort það sé eitthvað að, einhverjar villur sem við getum lagað,“ segir Nökkvi. Flestir ganga út með bros á vör Nemarnir fái þarna dýrmæta reynslu. „Að fá bæði að eiga í samskiptum við fólk og geta fengið smjörþefinn af framkvæmdinni við skattheimtu hérlendis. Það er gaman að sjá hvernig þetta virkar og átta sig á því hver vandamálin eru sem koma upp í þessu. Svo er þetta gífurlega gefandi og gaman að sjá fólk labba hér út, oftast með bros á vör,“ segir Nökkvi. Nemarnir opnuðu dyrnar í HR klukkan tíu í morgun og verða að til klukkan þrjú. „Með góðri aðstoð endurskoðenda og það eru allir velkomnir hingað. Það hefur myndast smá röð þannig það er betra að mæta fyrr en seinna og leyfa okkur að kíkja aðeins á þetta,“ segir Nökkvi. Skattar og tollar Háskólar Fjármál heimilisins Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Skattadagur Lögréttu, félags laganema við HR, fer fram í dag. Nemendur bjóða þar endurgjaldslausa aðstoð við gerð skattaframtala. Skiladagur á skattframtali einstaklinga er til föstudagsins 14. mars næstkomandi. Fá aðstoð í erfiðari málum Nökkvi Nils Bernharðsson, einn skipuleggjenda dagsins, segir 650 manns hafa fengið aðstoð í fyrra og að búist sé við svipuðum fjölda í ár. „Hingað geta allir komið og fengið einfalda aðstoð. Aðstoð við einföld skattframtöl. Þannig við erum ekki að taka á móti fólki sem er með háar tekjur eða í verðbréfaviðskiptum, heldur einstaklingum sem vantar einfalda aðstoð við skattframtalið. Við erum að vinna þetta með endurskoðendum frá Gæðaendurskoðun þannig ef það eru einhverjar spurningar sem koma upp eða einhver skuldar háar upphæðir, þá leitum við til þeirra. Getum skoðað hvort það sé eitthvað að, einhverjar villur sem við getum lagað,“ segir Nökkvi. Flestir ganga út með bros á vör Nemarnir fái þarna dýrmæta reynslu. „Að fá bæði að eiga í samskiptum við fólk og geta fengið smjörþefinn af framkvæmdinni við skattheimtu hérlendis. Það er gaman að sjá hvernig þetta virkar og átta sig á því hver vandamálin eru sem koma upp í þessu. Svo er þetta gífurlega gefandi og gaman að sjá fólk labba hér út, oftast með bros á vör,“ segir Nökkvi. Nemarnir opnuðu dyrnar í HR klukkan tíu í morgun og verða að til klukkan þrjú. „Með góðri aðstoð endurskoðenda og það eru allir velkomnir hingað. Það hefur myndast smá röð þannig það er betra að mæta fyrr en seinna og leyfa okkur að kíkja aðeins á þetta,“ segir Nökkvi.
Skattar og tollar Háskólar Fjármál heimilisins Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira