Danski dómarinn aftur á börum af velli Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 09:32 Jesper Madsen fór á börum af velli í leik Veszprém og Sporting í Meistaradeild Evrópu í Ungverjalandi 20. febrúar. Sagan endurtók sig í gær. EPA-EFE/Tamas Vasvari Í annað skiptið á skömmum tíma fékk danski dómarinn Jesper Madsen aðsvif og var fluttur á börum af velli, þegar Álaborg og lærisveinar Arnórs Atlasonar í Team Tvis Holstebro mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Madsen lagðist niður á gólfið þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður og lærisveinar Arnórs nýbúnir að komast í 24-22. Spenna var því í leiknum og fjölmennt í höllinni. Madsen var með meðvitund allan tímann en hann var fluttur af velli á börum og félagi hans, Mads Hansen, dæmdi einn það sem eftir var af leiknum sem lauk með 30-29 sigri Álaborgar. Myndband af atvikinu má sjá á vef TV 2 í Danmörku. Madsen var einnig borinn af velli í leik í Meistaradeild Evrópu 20. febrúar, á milli Íslendingaliðanna Veszprém og Sporting. „Miðað við það sem gerðist í Veszprém, þegar það leið næstum yfir hann í fyrsta skipti, þá líður honum verr í dag. Hann svimar svolítið meira. Hann situr úti í sjúkrabíl og er búinn að kasta upp. Hann virðist meira dasaður en síðast,“ sagði Mads Hansen í viðtali við TV 2 eftir að leiknum lauk. Hann sagði að búið væri að athuga hvort að um hjartavandamál væri að ræða en að svo virtist ekki vera. Madsen var svo fluttur á sjúkrahús í Álaborg til frekari rannsókna. Unfortunately the Danish referee Jesper Madsen once again has health problems. He is conscious. Mads Hansen the only ref for the rest of the match between Aalborg Håndbold and TTH Holstebro.#handball pic.twitter.com/i5esmj5JQA— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 8, 2025 Hansen, sem eins og fyrr segir kláraði að dæma leikinn í gær einn, segist hafa haft meiri áhyggjur núna en í leiknum í Ungverjalandi. Madsen sagðist sjálfur eftir þann leik aldrei hafa lent í neinu svipuðu. „Mér leið vel í aðdraganda leiksins. Það var ekkert að í þessar 29 mínútur sem ég dæmdi en svo var ég að líta upp og þegar ég ætlaði að horfa beint áfram þá fékk ég þessa tilfinningu sem maður fær þegar maður stendur upp of hratt, og hún hætti bara ekki,“ sagði Madsen eftir leikinn í Veszprém. Þá fannst engin ástæða fyrir því hvernig Madsen leið og allar mælingar komu vel út fyrir utan að blóðþrýstingurinn var aðeins of hár. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Madsen lagðist niður á gólfið þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður og lærisveinar Arnórs nýbúnir að komast í 24-22. Spenna var því í leiknum og fjölmennt í höllinni. Madsen var með meðvitund allan tímann en hann var fluttur af velli á börum og félagi hans, Mads Hansen, dæmdi einn það sem eftir var af leiknum sem lauk með 30-29 sigri Álaborgar. Myndband af atvikinu má sjá á vef TV 2 í Danmörku. Madsen var einnig borinn af velli í leik í Meistaradeild Evrópu 20. febrúar, á milli Íslendingaliðanna Veszprém og Sporting. „Miðað við það sem gerðist í Veszprém, þegar það leið næstum yfir hann í fyrsta skipti, þá líður honum verr í dag. Hann svimar svolítið meira. Hann situr úti í sjúkrabíl og er búinn að kasta upp. Hann virðist meira dasaður en síðast,“ sagði Mads Hansen í viðtali við TV 2 eftir að leiknum lauk. Hann sagði að búið væri að athuga hvort að um hjartavandamál væri að ræða en að svo virtist ekki vera. Madsen var svo fluttur á sjúkrahús í Álaborg til frekari rannsókna. Unfortunately the Danish referee Jesper Madsen once again has health problems. He is conscious. Mads Hansen the only ref for the rest of the match between Aalborg Håndbold and TTH Holstebro.#handball pic.twitter.com/i5esmj5JQA— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 8, 2025 Hansen, sem eins og fyrr segir kláraði að dæma leikinn í gær einn, segist hafa haft meiri áhyggjur núna en í leiknum í Ungverjalandi. Madsen sagðist sjálfur eftir þann leik aldrei hafa lent í neinu svipuðu. „Mér leið vel í aðdraganda leiksins. Það var ekkert að í þessar 29 mínútur sem ég dæmdi en svo var ég að líta upp og þegar ég ætlaði að horfa beint áfram þá fékk ég þessa tilfinningu sem maður fær þegar maður stendur upp of hratt, og hún hætti bara ekki,“ sagði Madsen eftir leikinn í Veszprém. Þá fannst engin ástæða fyrir því hvernig Madsen leið og allar mælingar komu vel út fyrir utan að blóðþrýstingurinn var aðeins of hár.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira