Danski dómarinn aftur á börum af velli Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 09:32 Jesper Madsen fór á börum af velli í leik Veszprém og Sporting í Meistaradeild Evrópu í Ungverjalandi 20. febrúar. Sagan endurtók sig í gær. EPA-EFE/Tamas Vasvari Í annað skiptið á skömmum tíma fékk danski dómarinn Jesper Madsen aðsvif og var fluttur á börum af velli, þegar Álaborg og lærisveinar Arnórs Atlasonar í Team Tvis Holstebro mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Madsen lagðist niður á gólfið þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður og lærisveinar Arnórs nýbúnir að komast í 24-22. Spenna var því í leiknum og fjölmennt í höllinni. Madsen var með meðvitund allan tímann en hann var fluttur af velli á börum og félagi hans, Mads Hansen, dæmdi einn það sem eftir var af leiknum sem lauk með 30-29 sigri Álaborgar. Myndband af atvikinu má sjá á vef TV 2 í Danmörku. Madsen var einnig borinn af velli í leik í Meistaradeild Evrópu 20. febrúar, á milli Íslendingaliðanna Veszprém og Sporting. „Miðað við það sem gerðist í Veszprém, þegar það leið næstum yfir hann í fyrsta skipti, þá líður honum verr í dag. Hann svimar svolítið meira. Hann situr úti í sjúkrabíl og er búinn að kasta upp. Hann virðist meira dasaður en síðast,“ sagði Mads Hansen í viðtali við TV 2 eftir að leiknum lauk. Hann sagði að búið væri að athuga hvort að um hjartavandamál væri að ræða en að svo virtist ekki vera. Madsen var svo fluttur á sjúkrahús í Álaborg til frekari rannsókna. Unfortunately the Danish referee Jesper Madsen once again has health problems. He is conscious. Mads Hansen the only ref for the rest of the match between Aalborg Håndbold and TTH Holstebro.#handball pic.twitter.com/i5esmj5JQA— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 8, 2025 Hansen, sem eins og fyrr segir kláraði að dæma leikinn í gær einn, segist hafa haft meiri áhyggjur núna en í leiknum í Ungverjalandi. Madsen sagðist sjálfur eftir þann leik aldrei hafa lent í neinu svipuðu. „Mér leið vel í aðdraganda leiksins. Það var ekkert að í þessar 29 mínútur sem ég dæmdi en svo var ég að líta upp og þegar ég ætlaði að horfa beint áfram þá fékk ég þessa tilfinningu sem maður fær þegar maður stendur upp of hratt, og hún hætti bara ekki,“ sagði Madsen eftir leikinn í Veszprém. Þá fannst engin ástæða fyrir því hvernig Madsen leið og allar mælingar komu vel út fyrir utan að blóðþrýstingurinn var aðeins of hár. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Madsen lagðist niður á gólfið þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður og lærisveinar Arnórs nýbúnir að komast í 24-22. Spenna var því í leiknum og fjölmennt í höllinni. Madsen var með meðvitund allan tímann en hann var fluttur af velli á börum og félagi hans, Mads Hansen, dæmdi einn það sem eftir var af leiknum sem lauk með 30-29 sigri Álaborgar. Myndband af atvikinu má sjá á vef TV 2 í Danmörku. Madsen var einnig borinn af velli í leik í Meistaradeild Evrópu 20. febrúar, á milli Íslendingaliðanna Veszprém og Sporting. „Miðað við það sem gerðist í Veszprém, þegar það leið næstum yfir hann í fyrsta skipti, þá líður honum verr í dag. Hann svimar svolítið meira. Hann situr úti í sjúkrabíl og er búinn að kasta upp. Hann virðist meira dasaður en síðast,“ sagði Mads Hansen í viðtali við TV 2 eftir að leiknum lauk. Hann sagði að búið væri að athuga hvort að um hjartavandamál væri að ræða en að svo virtist ekki vera. Madsen var svo fluttur á sjúkrahús í Álaborg til frekari rannsókna. Unfortunately the Danish referee Jesper Madsen once again has health problems. He is conscious. Mads Hansen the only ref for the rest of the match between Aalborg Håndbold and TTH Holstebro.#handball pic.twitter.com/i5esmj5JQA— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 8, 2025 Hansen, sem eins og fyrr segir kláraði að dæma leikinn í gær einn, segist hafa haft meiri áhyggjur núna en í leiknum í Ungverjalandi. Madsen sagðist sjálfur eftir þann leik aldrei hafa lent í neinu svipuðu. „Mér leið vel í aðdraganda leiksins. Það var ekkert að í þessar 29 mínútur sem ég dæmdi en svo var ég að líta upp og þegar ég ætlaði að horfa beint áfram þá fékk ég þessa tilfinningu sem maður fær þegar maður stendur upp of hratt, og hún hætti bara ekki,“ sagði Madsen eftir leikinn í Veszprém. Þá fannst engin ástæða fyrir því hvernig Madsen leið og allar mælingar komu vel út fyrir utan að blóðþrýstingurinn var aðeins of hár.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira