Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 23:17 Stephen A. Smith og LeBron James. Keith Birmingham/Getty Images Los Angeles Lakers vann virkilega góðan sigur á New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum. Orðakast Stephen A. Smith, helsta NBA-sérfræðings EPNS, og stórstjörnunnar LeBron James eftir leik vöktu hins vegar hvað mesta athygli. Smith er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Nýverið skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við ESPN upp á hundrað milljónir Bandaríkjadala eða þrettán og hálfan milljarð íslenskra króna. LeBron og félagar í Lakers hafa heldur betur notið sín undanfarið og hefur liðinu gengið frábærlega eftir að Luka Dončić gekk í raðir félagsins. LeBron var með tvöfalda tvennu þegar Lakers lagði Knicks en það var hins vegar nokkuð sem gerðist eftir leik sem vakti hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum. Smith hefur nú tjáð sig um það sem gekk á. Segir hann að þarna hafi fyrst og fremst faðir verið að verja barn sitt. „Þetta var ekki körfuboltaleikmaður sem stóð andspænis mér heldur foreldri. Ég get ekki setið hér og verið reiður eða fundist hann hafa komið illa fram við mig á neinn hátt. Það er deginum ljósara að hann er mikill fjölskyldumaður og frábær faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta,“ sagði Smith í þættinum First Take. Smith gaf þó til kynna að LeBron hefði ef til vill misheyrst eða fengið rangar upplýsingar um hvað var sagt. Það breytti því hins vegar ekki að það sem LeBron taldi sig hafa heyrt var ekki jákvætt í garð sonar hans Bronny James sem er einnig leikmaður Lakers. Smith sagði þó að hann hefði viljað ræða við LeBron einn á einn frekar en á opinberum vettvangi. Hann bætti svo við að orðræðan hefði verið á þá átt að hann hefði rætt Lebron og aðkomu hans að því hvernig Bronny kom inn í NBA-deildina. „Bronny er nýliði og það mun taka hann tíma að komast í takt við deildina. Með þjálfarateymi Lakers þá mun hann vera í fínum málum. Ég var að ræða stöðuna sem hann var settur í af föður sínum,“ sagði Smith jafnframt. LeBron gaf fyrir löngu út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Þá sagði hann að Bronny væri betri en margir leikmenn deildarinnar þegar Bronny var enn í háskóla. Bronny lenti í hjartastoppi sumarið 2023. Hann náði sér hins vegar og lék ágætlega á sínu síðasta ári í háskólaboltanum. Hann var svo valinn af Lakers í nýliðavalinu á síðasta ári og er nú á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Sjá meira
Smith er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Nýverið skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við ESPN upp á hundrað milljónir Bandaríkjadala eða þrettán og hálfan milljarð íslenskra króna. LeBron og félagar í Lakers hafa heldur betur notið sín undanfarið og hefur liðinu gengið frábærlega eftir að Luka Dončić gekk í raðir félagsins. LeBron var með tvöfalda tvennu þegar Lakers lagði Knicks en það var hins vegar nokkuð sem gerðist eftir leik sem vakti hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum. Smith hefur nú tjáð sig um það sem gekk á. Segir hann að þarna hafi fyrst og fremst faðir verið að verja barn sitt. „Þetta var ekki körfuboltaleikmaður sem stóð andspænis mér heldur foreldri. Ég get ekki setið hér og verið reiður eða fundist hann hafa komið illa fram við mig á neinn hátt. Það er deginum ljósara að hann er mikill fjölskyldumaður og frábær faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta,“ sagði Smith í þættinum First Take. Smith gaf þó til kynna að LeBron hefði ef til vill misheyrst eða fengið rangar upplýsingar um hvað var sagt. Það breytti því hins vegar ekki að það sem LeBron taldi sig hafa heyrt var ekki jákvætt í garð sonar hans Bronny James sem er einnig leikmaður Lakers. Smith sagði þó að hann hefði viljað ræða við LeBron einn á einn frekar en á opinberum vettvangi. Hann bætti svo við að orðræðan hefði verið á þá átt að hann hefði rætt Lebron og aðkomu hans að því hvernig Bronny kom inn í NBA-deildina. „Bronny er nýliði og það mun taka hann tíma að komast í takt við deildina. Með þjálfarateymi Lakers þá mun hann vera í fínum málum. Ég var að ræða stöðuna sem hann var settur í af föður sínum,“ sagði Smith jafnframt. LeBron gaf fyrir löngu út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Þá sagði hann að Bronny væri betri en margir leikmenn deildarinnar þegar Bronny var enn í háskóla. Bronny lenti í hjartastoppi sumarið 2023. Hann náði sér hins vegar og lék ágætlega á sínu síðasta ári í háskólaboltanum. Hann var svo valinn af Lakers í nýliðavalinu á síðasta ári og er nú á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Sjá meira