Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar 9. mars 2025 07:03 Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla. Það var einstaklega gæfuríkt að fá hana til starfa hjá ASÍ við afar erfiðar ytri og innri aðstæður. Hún kom inn með krafti, víkkaði út þekkingu og reynslu innan starfshópsins, undirbyggði vel þekkingu til ákvarðanataka og okkar samstarf var afar farsælt þó vindar hafi blásið hressilega í ýmsar áttir. Halla hefur reynslu af blaðamennsku, stjórnmála- og félagsstörfum hér á landi og í Bretlandi, störfum innan stjórnsýslunnar og ekki síst störfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún sækir sér þekkingu hér á landi og víða um heiminn, hefur búið í nokkrum löndum og er afskaplega vel tengd hugveitum og áhugafólki um bætt samfélag um allan heim. Eitt það fyrsta sem hún gerði í stöðu framkvæmdastjóra ASÍ var að flytja inn þessa þekkingu með fjarfundum með helstu hugsuðum. Það er lífsnauðsyn fyrir okkar litla land að fá raddir og hugmyndir að utan og það skilur Halla öðrum fremur. Hún er óhrædd við að skora viðteknar hugmyndir á hólm og tekur iðulega afstöðu að vel ígrunduðu máli eftir óteljandi samtöl við fólk með ýmsar skoðanir. Sagan sem lýsir óttaleysi hennar og réttlætiskennd hvað best er þegar hún kom út af leiksýningu í London þar sem Kevin Spacey hafði sem leikstjóri gengið mjög langt í kvenfyrirlitningu og niðurlægingu leikara án þess að það þjónaði verkinu á nokkurn hátt. Þegar Halla sá hann á leikhúsbarnum ákvað hún að láta vaða og segja honum hvað henni hafði fundist um verkið. Það þrátt fyrir æpandi valdamun á milli þeirra, hann heimsfrægur leikari og leikstjóri, hún stelpa á þrítugsaldri, hann með vald á tungumálinu, hún með stúdentspróf í ensku, hann miðaldra maður, hún ung kona. Það skipti Höllu ekki máli þegar hún þurfti að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stað þess að þegja, vera pirruð og upplifa ranglæti. Þessa hlið þekkjum við líka þegar hún ákvað að bjóða sig fram sem forseti KSÍ árið 2007. Henni fannst eðlilegt að félagar ættu aðra valkosti en þá hefðbundnu sem þá tíðkuðust og tíðkast enn. Hún hefur storkað valdi ítrekað með sterka réttlætiskennd. Hún er mjög langt frá því að vera alin upp með silfurskeið í munni en hefur afrekað meira en flestir á heilli ævi. Hjarta hennar hefur alltaf slegið með þeim sem þurfa að berjast fyrir sínu og hún hikar ekki við að nota röddina sína öðrum til hagsbóta þó hún leggi sjálfa sig að veði. Hún verður hér eftir sem hingað til sterk rödd launafólks og við skulum ekki glata tækifærinu að kjósa hana til formanns VR. Höfundur er talskona Stigamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við sem erum í VR höfum nú tækifæri til að kjósa Höllu Gunnarsdóttur til áframhaldandi starfa sem formaður í okkar félagi. Það eru fáar manneskjur sem búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu og Halla. Það var einstaklega gæfuríkt að fá hana til starfa hjá ASÍ við afar erfiðar ytri og innri aðstæður. Hún kom inn með krafti, víkkaði út þekkingu og reynslu innan starfshópsins, undirbyggði vel þekkingu til ákvarðanataka og okkar samstarf var afar farsælt þó vindar hafi blásið hressilega í ýmsar áttir. Halla hefur reynslu af blaðamennsku, stjórnmála- og félagsstörfum hér á landi og í Bretlandi, störfum innan stjórnsýslunnar og ekki síst störfum innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún sækir sér þekkingu hér á landi og víða um heiminn, hefur búið í nokkrum löndum og er afskaplega vel tengd hugveitum og áhugafólki um bætt samfélag um allan heim. Eitt það fyrsta sem hún gerði í stöðu framkvæmdastjóra ASÍ var að flytja inn þessa þekkingu með fjarfundum með helstu hugsuðum. Það er lífsnauðsyn fyrir okkar litla land að fá raddir og hugmyndir að utan og það skilur Halla öðrum fremur. Hún er óhrædd við að skora viðteknar hugmyndir á hólm og tekur iðulega afstöðu að vel ígrunduðu máli eftir óteljandi samtöl við fólk með ýmsar skoðanir. Sagan sem lýsir óttaleysi hennar og réttlætiskennd hvað best er þegar hún kom út af leiksýningu í London þar sem Kevin Spacey hafði sem leikstjóri gengið mjög langt í kvenfyrirlitningu og niðurlægingu leikara án þess að það þjónaði verkinu á nokkurn hátt. Þegar Halla sá hann á leikhúsbarnum ákvað hún að láta vaða og segja honum hvað henni hafði fundist um verkið. Það þrátt fyrir æpandi valdamun á milli þeirra, hann heimsfrægur leikari og leikstjóri, hún stelpa á þrítugsaldri, hann með vald á tungumálinu, hún með stúdentspróf í ensku, hann miðaldra maður, hún ung kona. Það skipti Höllu ekki máli þegar hún þurfti að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stað þess að þegja, vera pirruð og upplifa ranglæti. Þessa hlið þekkjum við líka þegar hún ákvað að bjóða sig fram sem forseti KSÍ árið 2007. Henni fannst eðlilegt að félagar ættu aðra valkosti en þá hefðbundnu sem þá tíðkuðust og tíðkast enn. Hún hefur storkað valdi ítrekað með sterka réttlætiskennd. Hún er mjög langt frá því að vera alin upp með silfurskeið í munni en hefur afrekað meira en flestir á heilli ævi. Hjarta hennar hefur alltaf slegið með þeim sem þurfa að berjast fyrir sínu og hún hikar ekki við að nota röddina sína öðrum til hagsbóta þó hún leggi sjálfa sig að veði. Hún verður hér eftir sem hingað til sterk rödd launafólks og við skulum ekki glata tækifærinu að kjósa hana til formanns VR. Höfundur er talskona Stigamóta
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun