Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 12:12 Baldvin Þór Magnússon hefur verið í fantaformi fyrstu mánuði ársins. FRÍ Baldvin Þór Magnússon varð að sætta sig við níunda sæti í sínum riðli í 3.000 metra hlaupi á EM innanhúss í Apeldoorn í Hollandi í dag. Hann fer því ekki í úrslit en þangað komust sex fremstu hlaupararnir. Baldvin tók forystuna í hlaupinu strax í upphafi og leiddi hlaupið þar til að rúmir 800 metrar voru eftir en færðist þá aftar í þéttum hópi manna. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, þrefaldur Evrópumeistari innanúss í greininni, beið hins vegar aftastur þar til að 400 metrar voru eftir og þá virtist Baldvin farinn að stífna upp. Ingebrigtsen náði strax forystunni en Baldvin færðist aftur í 9. sæti fyrir lokahringinn, síðustu 200 metrana, og hann endaði í því sæti. Baldvin kom í mark á 7:58,56 mínútum en Íslandsmet hans frá því í Finnlandi í febrúar er 7:39,94 mínútur og fyrra met hans, sem hann setti í Sheffield í janúar, er 7:45,11 mínútur. Ingebrigtsen kom af öryggi fyrstur í mark á 7:55,32 og allt bendir til sigurs hans í úrslitahlaupinu á morgun. Sjötti og síðasti maður inn í úrslitin úr riðli Baldvins var heimamaðurinn Niels Laros á 7:56,40. Í fyrri undanriðlinum endaði eldri bróðir Jakobs, Filip Ingebrigtsen, 2/100 úr sekúndu frá því að komast í úrslitin. Þar varð Portúgalinn Miguel Moreia í 6. sæti á 7:51,74 mínútum en George Mills frá Bretlandi fremstur á 7:50,87. Í heildina varð Baldvin í 20. sæti af 23 keppendum. Þar með hafa Íslendingarnir þrír lokið keppni á EM. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í 16. sæti í kúluvarpi og Daníel Ingi Egilsson í 16. sæti í langstökki. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Erna Sóley sextánda á EM Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í dag á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Apeldoorn í Hollandi. 8. mars 2025 11:22 Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld. 6. mars 2025 23:15 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Baldvin tók forystuna í hlaupinu strax í upphafi og leiddi hlaupið þar til að rúmir 800 metrar voru eftir en færðist þá aftar í þéttum hópi manna. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, þrefaldur Evrópumeistari innanúss í greininni, beið hins vegar aftastur þar til að 400 metrar voru eftir og þá virtist Baldvin farinn að stífna upp. Ingebrigtsen náði strax forystunni en Baldvin færðist aftur í 9. sæti fyrir lokahringinn, síðustu 200 metrana, og hann endaði í því sæti. Baldvin kom í mark á 7:58,56 mínútum en Íslandsmet hans frá því í Finnlandi í febrúar er 7:39,94 mínútur og fyrra met hans, sem hann setti í Sheffield í janúar, er 7:45,11 mínútur. Ingebrigtsen kom af öryggi fyrstur í mark á 7:55,32 og allt bendir til sigurs hans í úrslitahlaupinu á morgun. Sjötti og síðasti maður inn í úrslitin úr riðli Baldvins var heimamaðurinn Niels Laros á 7:56,40. Í fyrri undanriðlinum endaði eldri bróðir Jakobs, Filip Ingebrigtsen, 2/100 úr sekúndu frá því að komast í úrslitin. Þar varð Portúgalinn Miguel Moreia í 6. sæti á 7:51,74 mínútum en George Mills frá Bretlandi fremstur á 7:50,87. Í heildina varð Baldvin í 20. sæti af 23 keppendum. Þar með hafa Íslendingarnir þrír lokið keppni á EM. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í 16. sæti í kúluvarpi og Daníel Ingi Egilsson í 16. sæti í langstökki.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Erna Sóley sextánda á EM Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í dag á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Apeldoorn í Hollandi. 8. mars 2025 11:22 Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld. 6. mars 2025 23:15 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Erna Sóley sextánda á EM Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í dag á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Apeldoorn í Hollandi. 8. mars 2025 11:22
Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld. 6. mars 2025 23:15