Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 12:12 Baldvin Þór Magnússon hefur verið í fantaformi fyrstu mánuði ársins. FRÍ Baldvin Þór Magnússon varð að sætta sig við níunda sæti í sínum riðli í 3.000 metra hlaupi á EM innanhúss í Apeldoorn í Hollandi í dag. Hann fer því ekki í úrslit en þangað komust sex fremstu hlaupararnir. Baldvin tók forystuna í hlaupinu strax í upphafi og leiddi hlaupið þar til að rúmir 800 metrar voru eftir en færðist þá aftar í þéttum hópi manna. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, þrefaldur Evrópumeistari innanúss í greininni, beið hins vegar aftastur þar til að 400 metrar voru eftir og þá virtist Baldvin farinn að stífna upp. Ingebrigtsen náði strax forystunni en Baldvin færðist aftur í 9. sæti fyrir lokahringinn, síðustu 200 metrana, og hann endaði í því sæti. Baldvin kom í mark á 7:58,56 mínútum en Íslandsmet hans frá því í Finnlandi í febrúar er 7:39,94 mínútur og fyrra met hans, sem hann setti í Sheffield í janúar, er 7:45,11 mínútur. Ingebrigtsen kom af öryggi fyrstur í mark á 7:55,32 og allt bendir til sigurs hans í úrslitahlaupinu á morgun. Sjötti og síðasti maður inn í úrslitin úr riðli Baldvins var heimamaðurinn Niels Laros á 7:56,40. Í fyrri undanriðlinum endaði eldri bróðir Jakobs, Filip Ingebrigtsen, 2/100 úr sekúndu frá því að komast í úrslitin. Þar varð Portúgalinn Miguel Moreia í 6. sæti á 7:51,74 mínútum en George Mills frá Bretlandi fremstur á 7:50,87. Í heildina varð Baldvin í 20. sæti af 23 keppendum. Þar með hafa Íslendingarnir þrír lokið keppni á EM. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í 16. sæti í kúluvarpi og Daníel Ingi Egilsson í 16. sæti í langstökki. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Erna Sóley sextánda á EM Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í dag á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Apeldoorn í Hollandi. 8. mars 2025 11:22 Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld. 6. mars 2025 23:15 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Baldvin tók forystuna í hlaupinu strax í upphafi og leiddi hlaupið þar til að rúmir 800 metrar voru eftir en færðist þá aftar í þéttum hópi manna. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, þrefaldur Evrópumeistari innanúss í greininni, beið hins vegar aftastur þar til að 400 metrar voru eftir og þá virtist Baldvin farinn að stífna upp. Ingebrigtsen náði strax forystunni en Baldvin færðist aftur í 9. sæti fyrir lokahringinn, síðustu 200 metrana, og hann endaði í því sæti. Baldvin kom í mark á 7:58,56 mínútum en Íslandsmet hans frá því í Finnlandi í febrúar er 7:39,94 mínútur og fyrra met hans, sem hann setti í Sheffield í janúar, er 7:45,11 mínútur. Ingebrigtsen kom af öryggi fyrstur í mark á 7:55,32 og allt bendir til sigurs hans í úrslitahlaupinu á morgun. Sjötti og síðasti maður inn í úrslitin úr riðli Baldvins var heimamaðurinn Niels Laros á 7:56,40. Í fyrri undanriðlinum endaði eldri bróðir Jakobs, Filip Ingebrigtsen, 2/100 úr sekúndu frá því að komast í úrslitin. Þar varð Portúgalinn Miguel Moreia í 6. sæti á 7:51,74 mínútum en George Mills frá Bretlandi fremstur á 7:50,87. Í heildina varð Baldvin í 20. sæti af 23 keppendum. Þar með hafa Íslendingarnir þrír lokið keppni á EM. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í 16. sæti í kúluvarpi og Daníel Ingi Egilsson í 16. sæti í langstökki.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Erna Sóley sextánda á EM Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í dag á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Apeldoorn í Hollandi. 8. mars 2025 11:22 Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld. 6. mars 2025 23:15 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Erna Sóley sextánda á EM Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í dag á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Apeldoorn í Hollandi. 8. mars 2025 11:22
Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Daníel Ingi Egilsson endaði í sextánda sæti í langstökki á Evrópumeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum en undankeppnin fór fram í kvöld. 6. mars 2025 23:15