Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar 12. mars 2025 09:00 Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. Hann færir rök fyrir því að þessi aukning í vanlíðan hefur átt sér stað að miklu leyti vegna tilkomu samfélagsmiðla. Hann gengur svo langt að gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í endurvírun á heila heillar kynslóðar. Haidt, sem er félagssálfræðingur, lýsir því hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og og lifnaðarháttum ungmenna (t.d. samdráttur í frjálsum leik og röskun á svefni barna) með tilheyrandi slæmum áhrifum á líðan. Haidt slær því einnig fram að samfélagsmiðlanotkun hafi bein skaðleg áhrif á þroska og andlega heilsu ungmenna. Í því samhengi er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á heila ungmenna. Það er vitað að heilinn tekur gífurlegt þroskastökk á unglingsárunum. Það sem er að mótast sérstaklega á þessu tímabili eru svæði tengd streituviðbragði, umbunarkerfinu og félagsþroska. Vegna þroskastökks á þessu mikilvæga aldursskeiði getur verið að breytingar í hegðun ungmenna, eins og að eyða talsverðum tíma daglega á samfélagsmiðlum, gætu haft langvarandi áhrif á heilann. Að svo stöddu hafa fáar rannsóknir kannað langtímaáhrif notkunar samfélagsmiðla á heila ungmenna. Á meðal þeirra fáu rannsókna er nýleg rannsókn á 12 ára börnum sem var fylgt eftir í þrjú ár (Maza o.fl., 2023). Þátttakendur voru árlega settir í heilaskanna og beðnir um leysa ýmis verkefni, þ. á m. félagsleg verkefni þar sem þátttakendur fá endurgjöf frá öðrum á frammistöðu þeirra. Svo var kannað hvort að munur væri á heilavirkni þátttakenda eftir því hversu oft á dag þau sögðust fara inn á samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og SnapChat daglega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ungmenni sem fóru oft inn á samfélagsmiðla daglega (þ.e. opnuðu forritin oftar 15 sinnum á hverjum degi) voru með aukna virkni í möndlungi og framheila í félagslegum aðstæðum. Þessi heilasvæði eru tengd bæði tilfinningastjórnun og hvernig túlkun félagslegra aðstæðna á sér stað. Þessi rannsókn bendir til þess að samfélagsmiðlanotkun gæti haft langvarandi áhrif á heilavirkni ungmenna. Það þarf þó að fara mjög varlega í túlkun á þessum niðurstöðum þar sem um fylgnirannsókn er að ræða. Það vill segja að ekki er hægt að fullyrða að samfélagsmiðlanotkunin hafi valdið breytingunum í heilavirkni ungmenna fremur en að náttúrulegar breytingar á heilastarfsemi yfir unglingsárin stuðli að því að ákveðnir einstaklingar séu líklegri til að sækjast í samfélagsmiðlana. Haidt er skemmtilegur penni og vekur athygli á þörfu málefni, þ.e. líðan ungmenna. Hann styðst við rannsóknir til að lýsa aðstæðum en er kannski full fljótfær í að draga ályktanir um hvað veldur. Það er rétt að sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli samfélagsmiðlanotkunar og líðan ungmenna en að svo stöddu liggur ekki fyrir næg vísindaleg þekking til að segja af hverju þessu tengsl stafa. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur. Heimildir Maza, M. T., Fox, K. A., Kwon, S. J., Flannery, J. E., Lindquist, K. A., Prinstein, M. J., & Telzer, E. H. (2023). Association of habitual checking behaviors on social media with longitudinal functional brain development. JAMA Pediatrics, 177(2), 160-167. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. Hann færir rök fyrir því að þessi aukning í vanlíðan hefur átt sér stað að miklu leyti vegna tilkomu samfélagsmiðla. Hann gengur svo langt að gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í endurvírun á heila heillar kynslóðar. Haidt, sem er félagssálfræðingur, lýsir því hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og og lifnaðarháttum ungmenna (t.d. samdráttur í frjálsum leik og röskun á svefni barna) með tilheyrandi slæmum áhrifum á líðan. Haidt slær því einnig fram að samfélagsmiðlanotkun hafi bein skaðleg áhrif á þroska og andlega heilsu ungmenna. Í því samhengi er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á heila ungmenna. Það er vitað að heilinn tekur gífurlegt þroskastökk á unglingsárunum. Það sem er að mótast sérstaklega á þessu tímabili eru svæði tengd streituviðbragði, umbunarkerfinu og félagsþroska. Vegna þroskastökks á þessu mikilvæga aldursskeiði getur verið að breytingar í hegðun ungmenna, eins og að eyða talsverðum tíma daglega á samfélagsmiðlum, gætu haft langvarandi áhrif á heilann. Að svo stöddu hafa fáar rannsóknir kannað langtímaáhrif notkunar samfélagsmiðla á heila ungmenna. Á meðal þeirra fáu rannsókna er nýleg rannsókn á 12 ára börnum sem var fylgt eftir í þrjú ár (Maza o.fl., 2023). Þátttakendur voru árlega settir í heilaskanna og beðnir um leysa ýmis verkefni, þ. á m. félagsleg verkefni þar sem þátttakendur fá endurgjöf frá öðrum á frammistöðu þeirra. Svo var kannað hvort að munur væri á heilavirkni þátttakenda eftir því hversu oft á dag þau sögðust fara inn á samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og SnapChat daglega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ungmenni sem fóru oft inn á samfélagsmiðla daglega (þ.e. opnuðu forritin oftar 15 sinnum á hverjum degi) voru með aukna virkni í möndlungi og framheila í félagslegum aðstæðum. Þessi heilasvæði eru tengd bæði tilfinningastjórnun og hvernig túlkun félagslegra aðstæðna á sér stað. Þessi rannsókn bendir til þess að samfélagsmiðlanotkun gæti haft langvarandi áhrif á heilavirkni ungmenna. Það þarf þó að fara mjög varlega í túlkun á þessum niðurstöðum þar sem um fylgnirannsókn er að ræða. Það vill segja að ekki er hægt að fullyrða að samfélagsmiðlanotkunin hafi valdið breytingunum í heilavirkni ungmenna fremur en að náttúrulegar breytingar á heilastarfsemi yfir unglingsárin stuðli að því að ákveðnir einstaklingar séu líklegri til að sækjast í samfélagsmiðlana. Haidt er skemmtilegur penni og vekur athygli á þörfu málefni, þ.e. líðan ungmenna. Hann styðst við rannsóknir til að lýsa aðstæðum en er kannski full fljótfær í að draga ályktanir um hvað veldur. Það er rétt að sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli samfélagsmiðlanotkunar og líðan ungmenna en að svo stöddu liggur ekki fyrir næg vísindaleg þekking til að segja af hverju þessu tengsl stafa. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur. Heimildir Maza, M. T., Fox, K. A., Kwon, S. J., Flannery, J. E., Lindquist, K. A., Prinstein, M. J., & Telzer, E. H. (2023). Association of habitual checking behaviors on social media with longitudinal functional brain development. JAMA Pediatrics, 177(2), 160-167.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun