Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. mars 2025 13:00 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir félagið hafa skilað inn um sögn um fyrirhugaðar breytingar á frumvarpinu í gær. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum. Morgunblaðið birti í dag fréttaskýringu þar sem rakið er að Logi Einarsson menningarmálaráðherra hafi snemma í janúar lagt fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi þar sem lagt var til að stuðningur við fjölmiðla héldist óbreyttur til eins árs. Í febrúar hafi hins vegar verið boðað að hámarksstyrkir til fjölmiðla yrðu lækkaðir, en þær breytingar myndu aðeins snerta Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og Sýn, sem heldur úti Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Í millitíðinni hóf Morgunblaðið að fjalla um styrki hins opinbera til Flokks fólksins og aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins sagðist í kjölfarið telja að endurskoða þyrfti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar styrki til flokksins. Gagnrýna breytinguna Blaðamannafélag Íslands skilaði umsögn í gær um hina fyrirhuguðu breytingu í gær, þar sem kallað var eftir skýrari rökstuðningi. „Þar gagnrýndum við þessa breytingu. Okkur finnst mjög ógagnsætt hverju hún á að skila og hvers vegna er verið að lækka þetta þak til eins árs þegar er búið að boða breytingar á aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum og þar á meðal þessum fjölmiðlastyrkjum á næsta ári,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún ætli þó ekki að gera ráðherra það upp að ráðast í breytingarnar vegna umfjöllunar Morgunblaðsins. „Þó að Sigurjón Þórðarson hafi nú hótað þessu þá hef ég bara meiri trú á Loga Einarssyni og þessari ríkisstjórn í heild sinni en það, enda væri það grafalvarlegt mál. Á hinn bóginn finnst mér að þau þurfi að koma fram og útskýra betur hvað þarna býr að baki,“ segir Sigríður Dögg. Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýkjörinn varaformaður.Vísir/Vilhelm Þörf á réttlátu samkeppnisumhverfi Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir málið vekja upp grunsemdir meðal stjórnarandstöðuliða, um að stefnubreytingin helgist af afstöðu Sigurjóns til fjölmiðlastyrkja. „Þá ætlar ríkisstjórnin greinilega að fara að lækka styrkina til ákveðinna fjölmiðla sem þeim finnst óþægilegur ljár í þúfu,“ segir Jens Garðar. Hann telur kerfið einfaldlega vera gallað. „Það að stjórnmálamenn hafi þetta vald til þess að annað hvort gefa í eða draga úr fjárveitingum til fjölmiðla eftir eigin geðþótta, í staðinn fyrir að búinn sé til sá jarðvegur – eins og ég var að ræða við ráðherra í gær í þinginu – að það sé sá jarðvegur fyrir henda sem að skapar réttlátt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla á Íslandi,“ segir Jens Garðar Helgason. Logi Einarsson menningarráðherra gaf ekki kost á viðtali um málið fyrir hádegisfréttir. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00 Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. 5. mars 2025 20:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Morgunblaðið birti í dag fréttaskýringu þar sem rakið er að Logi Einarsson menningarmálaráðherra hafi snemma í janúar lagt fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi þar sem lagt var til að stuðningur við fjölmiðla héldist óbreyttur til eins árs. Í febrúar hafi hins vegar verið boðað að hámarksstyrkir til fjölmiðla yrðu lækkaðir, en þær breytingar myndu aðeins snerta Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og Sýn, sem heldur úti Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Í millitíðinni hóf Morgunblaðið að fjalla um styrki hins opinbera til Flokks fólksins og aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins sagðist í kjölfarið telja að endurskoða þyrfti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar styrki til flokksins. Gagnrýna breytinguna Blaðamannafélag Íslands skilaði umsögn í gær um hina fyrirhuguðu breytingu í gær, þar sem kallað var eftir skýrari rökstuðningi. „Þar gagnrýndum við þessa breytingu. Okkur finnst mjög ógagnsætt hverju hún á að skila og hvers vegna er verið að lækka þetta þak til eins árs þegar er búið að boða breytingar á aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum og þar á meðal þessum fjölmiðlastyrkjum á næsta ári,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún ætli þó ekki að gera ráðherra það upp að ráðast í breytingarnar vegna umfjöllunar Morgunblaðsins. „Þó að Sigurjón Þórðarson hafi nú hótað þessu þá hef ég bara meiri trú á Loga Einarssyni og þessari ríkisstjórn í heild sinni en það, enda væri það grafalvarlegt mál. Á hinn bóginn finnst mér að þau þurfi að koma fram og útskýra betur hvað þarna býr að baki,“ segir Sigríður Dögg. Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýkjörinn varaformaður.Vísir/Vilhelm Þörf á réttlátu samkeppnisumhverfi Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir málið vekja upp grunsemdir meðal stjórnarandstöðuliða, um að stefnubreytingin helgist af afstöðu Sigurjóns til fjölmiðlastyrkja. „Þá ætlar ríkisstjórnin greinilega að fara að lækka styrkina til ákveðinna fjölmiðla sem þeim finnst óþægilegur ljár í þúfu,“ segir Jens Garðar. Hann telur kerfið einfaldlega vera gallað. „Það að stjórnmálamenn hafi þetta vald til þess að annað hvort gefa í eða draga úr fjárveitingum til fjölmiðla eftir eigin geðþótta, í staðinn fyrir að búinn sé til sá jarðvegur – eins og ég var að ræða við ráðherra í gær í þinginu – að það sé sá jarðvegur fyrir henda sem að skapar réttlátt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla á Íslandi,“ segir Jens Garðar Helgason. Logi Einarsson menningarráðherra gaf ekki kost á viðtali um málið fyrir hádegisfréttir.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00 Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. 5. mars 2025 20:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00
Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. 5. mars 2025 20:02