Börn vistuð í allt að sex daga í fangageymslu í Flatahrauni Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 7. mars 2025 12:16 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent Ásthildi Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún óskar eftir tafarlausri lausn svo loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Vísir/Einar/Vilhelm Umboðsmaður barna kallar eftir því að ráðuneyti mennta- og barnamála upplýsi tafarlaust um hvaða ráðstafana verði gripið til svo að loka megi neyðarúrræði fyrir börn á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði. Þá gagnrýnir umboðsmaður harðlega villandi upplýsingar um hámarksvistunartíma barna í úrræðinu. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns barna sem sent var þann 5. mars til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir þá alvarlegu staðreynd að stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar sem hún segir varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu. Hún segir í bréfinu að réttar og fullnægjandi upplýsingar af hálfu stjórnvalda séu forsenda þess að umboðsmaður barna og aðrir eftirlitsaðilar geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum. Hámarksvistunartími mun lengri en áður hefur komið fram Í bréfinu segir að ítrekað hafi komið fram opinberlega og í samskiptum umboðsmanns barna við mennta- og barnamálaráðuneytið og við Barna- og fjölskyldustofu að úrræðið sé í lítilli notkun og að börn hafi ekki dvalið þar lengur en í tvo sólarhringa. Þá kemur einnig fram að umboðsmanni barna hafi borist erindi frá foreldrum barna sem hafa verið vistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni mun lengur en upplýsingar stjórnvalda gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu sem sendar voru umboðsmanni barna hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti frá því að úrræðið var tekið í notkun og að vistun hafi varað í allt að sex daga í senn. Þar sagði einnig að börn allt niður í 12 ára hafi verið vistuð í úrræðinu. Lögreglustöðin í Flatahrauni hefur vistað börn í allt að sex daga. Yngsta barnið sem vistað hefur verið þar er tólf ára.Vísir/Vilhelm Þá óskaði umboðsmaður barna eftir afriti af starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins. Í starfsleyfinu og í eftirlitsskýrslu heilbrigðisnefndar frá 31. október 2024 kemur fram að hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar. Í bréfinu gerir umboðsmaður barna því alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina þar sem að þessar upplýsingar bendi eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir því frá upphafi að hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og hefur ítrekað komið fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðuneyti. Opinber gögn staðfesti að börn hafi verið vistuð þar í sex sólarhringa. SÞ Stangast á við Barnasáttmálann Bendir umboðsmaður barna einnig á ákvæði 37. gr. Barnasáttmálans sem tryggja á lágmarksréttindi barna sem svipt eru frelsi sínu. Í Barnasáttmálanum segir um börn í haldi: „Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína.“ Fangageymsla óásættanlegt úrræði fyrir börn í viðkvæmri stöðu Þá segir einnig í bréfinu að umboðsmaður barna hafi um árabil bent á að vistun barna í fangaklefum sé með öllu óásættanleg. Það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að börn væru ekki vistuð í fangaklefum heldur á meðferðarstofnun, óháð ástæðu frelsisviftingar. Skortur á úrræðum geti ekki réttlætt vistun í fangaklefum. Umboðsmaður barna segir í lok bréfs að það sé litið alvarlegum augum að Barna- og fjölskyldustofa skuli nú reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu. Þá er gerð ósk um að mennta- og barnamálaráðuneytið upplýsi embætti umboðsmanns barna tafarlaust um þær ráðstafanir sem gripið verði til svo að loka megi þessu úrræði fyrir börn. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Réttindi barna Hafnarfjörður Fangelsismál Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns barna sem sent var þann 5. mars til mennta- og barnamálaráðherra vegna neyðarvistunar barna í fangageymslu lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, gagnrýnir þá alvarlegu staðreynd að stjórnvöld hafi veitt villandi upplýsingar sem hún segir varða grundvallarmannréttindi barna í afar viðkvæmri stöðu. Hún segir í bréfinu að réttar og fullnægjandi upplýsingar af hálfu stjórnvalda séu forsenda þess að umboðsmaður barna og aðrir eftirlitsaðilar geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum. Hámarksvistunartími mun lengri en áður hefur komið fram Í bréfinu segir að ítrekað hafi komið fram opinberlega og í samskiptum umboðsmanns barna við mennta- og barnamálaráðuneytið og við Barna- og fjölskyldustofu að úrræðið sé í lítilli notkun og að börn hafi ekki dvalið þar lengur en í tvo sólarhringa. Þá kemur einnig fram að umboðsmanni barna hafi borist erindi frá foreldrum barna sem hafa verið vistuð á lögreglustöðinni í Flatahrauni mun lengur en upplýsingar stjórnvalda gefa til kynna. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu sem sendar voru umboðsmanni barna hafa börn verið vistuð í Flatahrauni í 41 skipti frá því að úrræðið var tekið í notkun og að vistun hafi varað í allt að sex daga í senn. Þar sagði einnig að börn allt niður í 12 ára hafi verið vistuð í úrræðinu. Lögreglustöðin í Flatahrauni hefur vistað börn í allt að sex daga. Yngsta barnið sem vistað hefur verið þar er tólf ára.Vísir/Vilhelm Þá óskaði umboðsmaður barna eftir afriti af starfsleyfi vegna reksturs úrræðisins. Í starfsleyfinu og í eftirlitsskýrslu heilbrigðisnefndar frá 31. október 2024 kemur fram að hámarksvistunartími í Flatahrauni séu sjö sólarhringar. Í bréfinu gerir umboðsmaður barna því alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina þar sem að þessar upplýsingar bendi eindregið til þess að gert hafi verið ráð fyrir því frá upphafi að hámarksvistunartími í úrræðinu væru sjö sólarhringar en ekki tveir sólarhringar eins og hefur ítrekað komið fram hjá Barna- og fjölskyldustofu og mennta- og barnamálaráðuneyti. Opinber gögn staðfesti að börn hafi verið vistuð þar í sex sólarhringa. SÞ Stangast á við Barnasáttmálann Bendir umboðsmaður barna einnig á ákvæði 37. gr. Barnasáttmálans sem tryggja á lágmarksréttindi barna sem svipt eru frelsi sínu. Í Barnasáttmálanum segir um börn í haldi: „Börn sem sökuð eru um að brjóta lög má ekki lífláta, pynta, koma grimmilega fram við, fangelsa til lífstíðar eða fangelsa með fullorðnum. Fangelsi skal alltaf vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Börn í fangelsum skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína.“ Fangageymsla óásættanlegt úrræði fyrir börn í viðkvæmri stöðu Þá segir einnig í bréfinu að umboðsmaður barna hafi um árabil bent á að vistun barna í fangaklefum sé með öllu óásættanleg. Það hafi verið yfirlýst stefna stjórnvalda að börn væru ekki vistuð í fangaklefum heldur á meðferðarstofnun, óháð ástæðu frelsisviftingar. Skortur á úrræðum geti ekki réttlætt vistun í fangaklefum. Umboðsmaður barna segir í lok bréfs að það sé litið alvarlegum augum að Barna- og fjölskyldustofa skuli nú reka úrræði fyrir börn í fangageymslum þar sem ekki er til staðar viðunandi meðferðarheimili fyrir börn í þessari stöðu. Þá er gerð ósk um að mennta- og barnamálaráðuneytið upplýsi embætti umboðsmanns barna tafarlaust um þær ráðstafanir sem gripið verði til svo að loka megi þessu úrræði fyrir börn.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Réttindi barna Hafnarfjörður Fangelsismál Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira