Fjármálaleikar grunnskólanna – tekur þinn skóli þátt? Heiðrún Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir skrifa 7. mars 2025 10:32 Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. Keppnin hefur reynst góð leið til að kveikja áhuga ungs fólks á fjármálum. Það skiptir máli enda reynir á þekkingu á fjármálum þegar farið er út í lífið, til að mynda þegar kemur að launum, sparnaði, lántöku, tryggingum eða kaupum á húsnæði. Mistök snemma í fjármálum geta verið dýr og reynst erfitt að vinna sig út úr, því er mikilvægt að ungt fólk læri snemma um fjármál. Spurningarnar sem krakkarnir svara í gegnum netleik reyna einmitt á þekkingu á þessum atriðum og eru í samræmi við þekkingarramma PISA. Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun auk þess sem tveir fulltrúar frá þeim skóla sem ber sigur úr býtum ferðast til Brussel ásamt kennara og keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í vor. Á vef Fjármálavits geta allir áhugasamir spreytt sig á spurningunum frá Fjármálaleikum sem fóru fram á síðasta ári. Allur gangur á hvaða börn fá tækifæri til að læra fjármálalæsi Í dag er allur gangur á hve mikla fjármálalæsisfræðslu börn fá á sinni skólagöngu. Í sumum skólum er fjármálalæsi skylda, í öðrum valfag en algengast er að skólar tvinni fjármálalæsi inn í stærðfræði og lífsleikni. Of víða er fjármálalæsi hins vegar hvorki í boði sem hluti af skyldunáminu eða sem valfag. Það er undir hverjum skóla komið hversu mikið og með hvaða hætti kennslufyrirkomulagið er og fer það því eftir áhuga kennara og skólastjórnenda. Á sama tíma hafa bæði OECD og þónokkrir starfshópar stjórnvalda á síðustu árum lagt til að öll ungmenni fái tækifæri til að öðlast grunnfærni í fjármálum á sinni skólagöngu. Þá virðist almenningur vera á sömu skoðun. Í könnun Gallup sem gerð var fyrir SFF sögðust um 90% hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og einungis 10% segjast hafa lært um fjármál á þeim vettvangi. Þó fáir hafi lært um fjármál á sinni skólagöngu voru grunn- og framhaldsskólar oftast nefndir þegar spurt var hvar heppilegast væri að fólk lærði um fjármál. Flestir sögðust hafa fengið sína fræðslu um fjármál hjá foreldrum og svo á netinu eða á samfélagsmiðlum, þar sem áreiðanleiki upplýsinga getur verið misjafn og hætta er að lenda í svikum. Heimili eru einnig ólík og getur verið mikill munur hve mikið fjármál eru til umræðu innan veggja hemilsins. Að koma fjármálafræðslu fyrir í skyldunáminu í grunnskóla er því líður í að jafna tækifæri og aðstöðu milli ungmenna. Í aðalnámskrá grunnskóla sem var endurskoðuð á síðasta ári var fjármálalæsi ekki gert að skyldu en fær þó aðeins meira vægi inn í stærðfræði og lífsleiknifögum en áður. En betur má ef duga skal. Það sem hefur að mestu hindrað kennslu í fjármálalæsi hingað til er of lítið vægi í aðalnámskránni og því ekki nægur tími fyrir fagið, skortur á bæði samræmdu námsefni og þjálfun kennara í kennslu um fjármál. Fjármálavit hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar síðustu ár og boðið kennurum sem þess óska upp á námsefni og námskeið í kennslu á fjármálalæsi auk þess að gefa tæplega 19.000 bækur um fjármál einstaklinga til nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskólum. Að skilja sín fjármál jafn mikilvægt og að skilja umferðarreglurnar Líkt og OECD, starfshópar stjórnvalda og almenningur hafa kallað eftir, ætti fjármálalæsi að vera hluti af skyldunámi á skólagöngu hvers barns. Það er réttlætismál sem stuðla ætti að minni ójöfnuði og jafnari tækifærum í þjóðfélaginu. Engin börn ættu að fara út í lífið án grundvallar þekkingu á fjármálum, ekki frekar en að fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. Til að tryggja að öll börn fái jafna fræðslu um fjármál þarf fræðslan að eiga sér stað innan veggja skólanna og er það hlutverk stjórnvalda að móta skýra stefnu í fjármálalæsi, styðja kennara, bjóða gott námsefni og mæla árangur. Það er hagur allra. Margt ungt fólk mun taka sín fyrstu skref á þeirri braut í Fjármálaleiknum sem hefjast senn. Þar mun vonandi kvikna áhugi hjá einhverjum nemendum á fjármálum heimilisins sem fylgja mun þeim í gegnum lífið. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Fjármál heimilisins Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Sjá meira
Það er hægt að keppa í fjármálalæsi eins og svo mörgu öðru. Dagana 17.–24. mars næstkomandi standa yfir Fjármálaleikar milli grunnskóla en þá keppa nemendur á unglingastigi í fjármálalæsi. Alls hafa hátt í fjórtán þúsund unglingar í grunnskólum landsins tekið þátt í Fjármálaleikunum undanfarin sjö ár, en það er fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir keppninni. Markmiðið er að ungmenni fái tækifæri til að læra um grunnþætti fjármála með skemmtilegum hætti, sem þau búa vonandi að síðar á lífsleiðinni. Keppnin hefur reynst góð leið til að kveikja áhuga ungs fólks á fjármálum. Það skiptir máli enda reynir á þekkingu á fjármálum þegar farið er út í lífið, til að mynda þegar kemur að launum, sparnaði, lántöku, tryggingum eða kaupum á húsnæði. Mistök snemma í fjármálum geta verið dýr og reynst erfitt að vinna sig út úr, því er mikilvægt að ungt fólk læri snemma um fjármál. Spurningarnar sem krakkarnir svara í gegnum netleik reyna einmitt á þekkingu á þessum atriðum og eru í samræmi við þekkingarramma PISA. Til mikils er að vinna þar sem þrír efstu skólarnir fá peningaverðlaun auk þess sem tveir fulltrúar frá þeim skóla sem ber sigur úr býtum ferðast til Brussel ásamt kennara og keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem fram fer í vor. Á vef Fjármálavits geta allir áhugasamir spreytt sig á spurningunum frá Fjármálaleikum sem fóru fram á síðasta ári. Allur gangur á hvaða börn fá tækifæri til að læra fjármálalæsi Í dag er allur gangur á hve mikla fjármálalæsisfræðslu börn fá á sinni skólagöngu. Í sumum skólum er fjármálalæsi skylda, í öðrum valfag en algengast er að skólar tvinni fjármálalæsi inn í stærðfræði og lífsleikni. Of víða er fjármálalæsi hins vegar hvorki í boði sem hluti af skyldunáminu eða sem valfag. Það er undir hverjum skóla komið hversu mikið og með hvaða hætti kennslufyrirkomulagið er og fer það því eftir áhuga kennara og skólastjórnenda. Á sama tíma hafa bæði OECD og þónokkrir starfshópar stjórnvalda á síðustu árum lagt til að öll ungmenni fái tækifæri til að öðlast grunnfærni í fjármálum á sinni skólagöngu. Þá virðist almenningur vera á sömu skoðun. Í könnun Gallup sem gerð var fyrir SFF sögðust um 90% hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og einungis 10% segjast hafa lært um fjármál á þeim vettvangi. Þó fáir hafi lært um fjármál á sinni skólagöngu voru grunn- og framhaldsskólar oftast nefndir þegar spurt var hvar heppilegast væri að fólk lærði um fjármál. Flestir sögðust hafa fengið sína fræðslu um fjármál hjá foreldrum og svo á netinu eða á samfélagsmiðlum, þar sem áreiðanleiki upplýsinga getur verið misjafn og hætta er að lenda í svikum. Heimili eru einnig ólík og getur verið mikill munur hve mikið fjármál eru til umræðu innan veggja hemilsins. Að koma fjármálafræðslu fyrir í skyldunáminu í grunnskóla er því líður í að jafna tækifæri og aðstöðu milli ungmenna. Í aðalnámskrá grunnskóla sem var endurskoðuð á síðasta ári var fjármálalæsi ekki gert að skyldu en fær þó aðeins meira vægi inn í stærðfræði og lífsleiknifögum en áður. En betur má ef duga skal. Það sem hefur að mestu hindrað kennslu í fjármálalæsi hingað til er of lítið vægi í aðalnámskránni og því ekki nægur tími fyrir fagið, skortur á bæði samræmdu námsefni og þjálfun kennara í kennslu um fjármál. Fjármálavit hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar síðustu ár og boðið kennurum sem þess óska upp á námsefni og námskeið í kennslu á fjármálalæsi auk þess að gefa tæplega 19.000 bækur um fjármál einstaklinga til nemenda og kennara í grunn- og framhaldsskólum. Að skilja sín fjármál jafn mikilvægt og að skilja umferðarreglurnar Líkt og OECD, starfshópar stjórnvalda og almenningur hafa kallað eftir, ætti fjármálalæsi að vera hluti af skyldunámi á skólagöngu hvers barns. Það er réttlætismál sem stuðla ætti að minni ójöfnuði og jafnari tækifærum í þjóðfélaginu. Engin börn ættu að fara út í lífið án grundvallar þekkingu á fjármálum, ekki frekar en að fara út í umferðina án þess að kunna umferðarreglurnar. Til að tryggja að öll börn fái jafna fræðslu um fjármál þarf fræðslan að eiga sér stað innan veggja skólanna og er það hlutverk stjórnvalda að móta skýra stefnu í fjármálalæsi, styðja kennara, bjóða gott námsefni og mæla árangur. Það er hagur allra. Margt ungt fólk mun taka sín fyrstu skref á þeirri braut í Fjármálaleiknum sem hefjast senn. Þar mun vonandi kvikna áhugi hjá einhverjum nemendum á fjármálum heimilisins sem fylgja mun þeim í gegnum lífið. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Kristín er verkefnastjóri Fjármálavits.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun