Basarannsókn í Hvalfirði fær jákvæða umsögn frá Umhverfisstofnun Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2025 09:59 Horft yfr botn Hvalfjarðar frá hvalstöðinni. Efst til hægri sést bryggjan við dreifingarstöð Olíudreifingar þaðan sem Röst hyggst gera rannsókn sína með basalausn í sumar. Hvalur hf. hefur mótmælt tilrauninni harðlega. Vísir/Arnar Umhverfisstofnun mælir með því að leyfi verði veitt fyrir tilraun með basa í botni Hvalfjarðar í sumar. Rannsóknin sé líkleg til að veita mikilvægar upplýsingar um möguleika á kolefnisbindingu án þess að hafa neikvæð áhrif á hafið. Utanríkisráðuneytið fjallar nú um umsókn rannsóknafélagsins Rastar um leyfi til þess að veita útþynntum basa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka möguleikann á að auka upptöku sjávar á gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi án þess að hækka sýrustig sjávar. Niðurstaða ráðuneytisins á að liggja fyrir í þessum mánuði. Hafrannsóknastofnun hefur þegar mælt með því að umsóknin verði samþykkt. Einnig var óskað umsagnar Umhverfis- og orkustofnunar um umsókn Rastar sem skilaði áliti sínu í vikunni. Þar tekur stofnunin undir mikilvægi þess að rannsaka möguleikann á að beita svonefndum verkfræðilegum aðgerðum í hafi til þess að flýta fyrir náttúrulegum ferlum sem draga úr styrk koltvísýrings í andrúmslofti jarðar. Aukning á basavirkni sjávar sé á meðal þeirra aðgerða sem talin sé vænleg til árangurs. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafi lagt sérstaka áherslu á að rannsaka þá aðferð sérstaklega. Enn ríki þó óvissa um umhverfisáhrif slíkra aðgerða og nauðsynlegt sé að meta þau til að tryggja að aðgerðirnar valdi ekki skaðlegum áhrifum á sjávarvistkerfi. „Þungt“ vísindalegt og alþjóðlegt vægi Stofnunin leitaði ráðgjafar Jóns Ólafssonar, haffræðings og prófessors emiritus við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem mælti með því að umsóknin yrði samþykkt. Hann taldi að Röst hefði rökstutt vel það magn efna sem áætlað væri að veita í fjörðinn til þess að afla gagna en lágmarka jafnframt umhverfisáhrif. Vel metnir sérfræðingar stýri rannsóknunum og bestu tækni og aðferðum sem nútíminni bjóði upp á verði beitt. Áhrif basalosunarinnar verði staðbundin og rannsókninni fylgi áætlun um vöktun á lykilefnum í sjó og lífverum í vistkerfum. Þá sé öryggisráðstöfnunum og ítarlegri viðbragðsáætlun lýst í umsókninni. Umhverfis- og orkustofnun leggur áherslu á vöktunaráætlunina og að vandað verði til hennar í áliti sínu. Mikilvægt sé að að mæli- og vöktunaráætlanir taki mið af niðurstöðum úr svonefndri litarefnisrannsókn sem á að fara fram í maí, fyrir eiginlegu basatilraunina í júlí. Litarefnisrannsóknin gengur út á að veita tveimur litarefnum út í sjóinn til þess að kanna hvernig efni dreifast út frá fyrirhuguðum losunarstað rannsóknarinnar. Hafrannsóknastofnunin taldi í áliti sínu að hvorugt þeirra tveggja litarefna sem ætti að nota væri skaðlegt lífríkinu í firðinum. Telja hægt að binda milljarð tonna á ári Losun manna á gróðurhúsalofttegundinni veldur nú súrnun sjávar sem takmarkar getu hafsins til þess að taka við meiri koltvísýringi. Hafið er langstærsti kolefnisviðtaki á jörðinni en áætlað er að það hafi til þessa tekið upp um fjórðung þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið og þannig komið í veg fyrir enn frekari hnattræna hlýnun en þegar er orðin. Markmið rannsóknar Rastar er að kanna hvort að hægt sé að líkja eftir náttúrulegri kolefnisbindingu sem á sér stað við veðrun bergs. Þegar basískt berg molnar og skolast út í sjó lækkar það sýrustig sjávar og gerir honum kleift að taka við meiri koltvísýringi úr lofti án þess að hann súrni frekar. Talið er að hægt sé að binda allt að milljarð tonna af koltvísýringi á ári með því að örva basavirkni sjávar. Mannkynið losar um 35 milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári. Fáist rannsóknarleyfið ætlar Röst að veita allt að tæplega tvö hundruð þúsund lítrum af 4,5 prósent natríumhýdroxíðlausn, eða vítissódalausn, út í sjóinn fyrir utan dreifingarstöð Olíudreifingar við Miðsand til þess að auka basavirkni sjávarins. Ætlunin er þó ekki að stunda kolefnisbindingu með þessari aðferð í Hvalfirði eftir að vísindarannsókninni lýkur. Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, hefur sagt að félagið muni ekki eiga þátt í að skala aðferðina upp reynist hún raunhæf. Henni yrði beitt á opnu hafsvæði þar sem haffræðilegar aðstæður leyfa en ekki í fjörðum á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að um 30.000 lítrum af basalausninni yrði veitt í Hvalfjörð. Það rétta er að um 30.000 lítrar af 30 prósent basa verða þynntir út með um 168.000 lítrum af ferskvatni áður en um 198.000 lítrum af 4,5 prósent basalausn verður veitt í sjóinn í Hvalfirði. Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Vísindi Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið fjallar nú um umsókn rannsóknafélagsins Rastar um leyfi til þess að veita útþynntum basa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka möguleikann á að auka upptöku sjávar á gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi án þess að hækka sýrustig sjávar. Niðurstaða ráðuneytisins á að liggja fyrir í þessum mánuði. Hafrannsóknastofnun hefur þegar mælt með því að umsóknin verði samþykkt. Einnig var óskað umsagnar Umhverfis- og orkustofnunar um umsókn Rastar sem skilaði áliti sínu í vikunni. Þar tekur stofnunin undir mikilvægi þess að rannsaka möguleikann á að beita svonefndum verkfræðilegum aðgerðum í hafi til þess að flýta fyrir náttúrulegum ferlum sem draga úr styrk koltvísýrings í andrúmslofti jarðar. Aukning á basavirkni sjávar sé á meðal þeirra aðgerða sem talin sé vænleg til árangurs. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafi lagt sérstaka áherslu á að rannsaka þá aðferð sérstaklega. Enn ríki þó óvissa um umhverfisáhrif slíkra aðgerða og nauðsynlegt sé að meta þau til að tryggja að aðgerðirnar valdi ekki skaðlegum áhrifum á sjávarvistkerfi. „Þungt“ vísindalegt og alþjóðlegt vægi Stofnunin leitaði ráðgjafar Jóns Ólafssonar, haffræðings og prófessors emiritus við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem mælti með því að umsóknin yrði samþykkt. Hann taldi að Röst hefði rökstutt vel það magn efna sem áætlað væri að veita í fjörðinn til þess að afla gagna en lágmarka jafnframt umhverfisáhrif. Vel metnir sérfræðingar stýri rannsóknunum og bestu tækni og aðferðum sem nútíminni bjóði upp á verði beitt. Áhrif basalosunarinnar verði staðbundin og rannsókninni fylgi áætlun um vöktun á lykilefnum í sjó og lífverum í vistkerfum. Þá sé öryggisráðstöfnunum og ítarlegri viðbragðsáætlun lýst í umsókninni. Umhverfis- og orkustofnun leggur áherslu á vöktunaráætlunina og að vandað verði til hennar í áliti sínu. Mikilvægt sé að að mæli- og vöktunaráætlanir taki mið af niðurstöðum úr svonefndri litarefnisrannsókn sem á að fara fram í maí, fyrir eiginlegu basatilraunina í júlí. Litarefnisrannsóknin gengur út á að veita tveimur litarefnum út í sjóinn til þess að kanna hvernig efni dreifast út frá fyrirhuguðum losunarstað rannsóknarinnar. Hafrannsóknastofnunin taldi í áliti sínu að hvorugt þeirra tveggja litarefna sem ætti að nota væri skaðlegt lífríkinu í firðinum. Telja hægt að binda milljarð tonna á ári Losun manna á gróðurhúsalofttegundinni veldur nú súrnun sjávar sem takmarkar getu hafsins til þess að taka við meiri koltvísýringi. Hafið er langstærsti kolefnisviðtaki á jörðinni en áætlað er að það hafi til þessa tekið upp um fjórðung þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið og þannig komið í veg fyrir enn frekari hnattræna hlýnun en þegar er orðin. Markmið rannsóknar Rastar er að kanna hvort að hægt sé að líkja eftir náttúrulegri kolefnisbindingu sem á sér stað við veðrun bergs. Þegar basískt berg molnar og skolast út í sjó lækkar það sýrustig sjávar og gerir honum kleift að taka við meiri koltvísýringi úr lofti án þess að hann súrni frekar. Talið er að hægt sé að binda allt að milljarð tonna af koltvísýringi á ári með því að örva basavirkni sjávar. Mannkynið losar um 35 milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári. Fáist rannsóknarleyfið ætlar Röst að veita allt að tæplega tvö hundruð þúsund lítrum af 4,5 prósent natríumhýdroxíðlausn, eða vítissódalausn, út í sjóinn fyrir utan dreifingarstöð Olíudreifingar við Miðsand til þess að auka basavirkni sjávarins. Ætlunin er þó ekki að stunda kolefnisbindingu með þessari aðferð í Hvalfirði eftir að vísindarannsókninni lýkur. Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, hefur sagt að félagið muni ekki eiga þátt í að skala aðferðina upp reynist hún raunhæf. Henni yrði beitt á opnu hafsvæði þar sem haffræðilegar aðstæður leyfa en ekki í fjörðum á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu hennar stóð að um 30.000 lítrum af basalausninni yrði veitt í Hvalfjörð. Það rétta er að um 30.000 lítrar af 30 prósent basa verða þynntir út með um 168.000 lítrum af ferskvatni áður en um 198.000 lítrum af 4,5 prósent basalausn verður veitt í sjóinn í Hvalfirði.
Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Vísindi Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira