Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 8. mars 2025 09:02 Þeir eru orðnir nokkrir, áratugirnir sem ég hef verið félagi í VR og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í áranna rás. Ég hef setið í stjórn með smá hléi, frá 2015 og um tíma var ég stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Ég hef fylgt félaginu í gegnum ýmsar breytingar, sameiningar og nafnabreytingu og fleiri formannsskipti en hollt getur talist! Nú ríður á að kjósa góðan formann og góða stjórn. Ég vil hvetja allt félagsfólk VR til að veita Höllu Gunnarsdóttur brautargengi og nýta kosningaréttinn sinn. Og ekki væri verra ef fólk væri til í að smella atkvæði á mig í leiðinni í stjórnarkjöri! Í þessum kosningum gengur í gildi breyting sem samþykkt var á síðasta aðalfundi þar sem kjörtímabilið var lengt úr tveimur árum í fjögur. Það er því mikið undir fyrir okkur VR-félaga að velja gott fólk í brúna! Sjálfur gef ég kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn. Þótt ég sé farinn að eldast þá er ég enn í fullu fjöri og tel ég að reynsla mín og þekking komi að góðum notum fyrir félagið og ég hef tekið hvatningu meðstjórnenda minna og fjölmargra annarra félagsmanna um að bjóða mig áfram fram til stjórnar. Öllu mikilvægari er þó kosning til formanns enda er það sá einstaklingur sem mest mæðir á í starfi félagsins og við eigum hvað mest undir. Halla Gunnarsdóttir tók við því embætti laust fyrir áramót og gefur nú kost á sér til áframhaldandi setu. Ég get vottað að í Höllu eigum við hörkugóðan formann og það væri mikill happafengur fyrir félagið ef okkur tækist að halda í hana áfram. Halla er greind, reynd og fylgin sér og er fljót að setja sig inn í mál. Hún hefur stýrt starfi og fundum stjórnar og trúnaðarráðs með miklum myndarbrag, enda hefur hún bæði til að bera félagsþroska og hressleika (sem er ekki síður mikilvægt!). Hún tekur afstöðu í erfiðum málum með hagsmuni félagsfólks VR að leiðarljósi og hleypur aldrei í felur eða skilar auðu þegar á reynir. En hún ástundar líka lýðræðisleg vinnubrögð, hlustar á ólík sjónarmið og reynir alltaf til þrautar að finna lausn á ágreiningsmálum. Allt eru þetta eiginleikar sem formaður VR þarf að hafa, enda er VR stórt félag og innan þess bæði ólíkar skoðanir og hagsmunir. Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeir eru orðnir nokkrir, áratugirnir sem ég hef verið félagi í VR og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í áranna rás. Ég hef setið í stjórn með smá hléi, frá 2015 og um tíma var ég stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Ég hef fylgt félaginu í gegnum ýmsar breytingar, sameiningar og nafnabreytingu og fleiri formannsskipti en hollt getur talist! Nú ríður á að kjósa góðan formann og góða stjórn. Ég vil hvetja allt félagsfólk VR til að veita Höllu Gunnarsdóttur brautargengi og nýta kosningaréttinn sinn. Og ekki væri verra ef fólk væri til í að smella atkvæði á mig í leiðinni í stjórnarkjöri! Í þessum kosningum gengur í gildi breyting sem samþykkt var á síðasta aðalfundi þar sem kjörtímabilið var lengt úr tveimur árum í fjögur. Það er því mikið undir fyrir okkur VR-félaga að velja gott fólk í brúna! Sjálfur gef ég kost á mér til áframhaldandi setu í stjórn. Þótt ég sé farinn að eldast þá er ég enn í fullu fjöri og tel ég að reynsla mín og þekking komi að góðum notum fyrir félagið og ég hef tekið hvatningu meðstjórnenda minna og fjölmargra annarra félagsmanna um að bjóða mig áfram fram til stjórnar. Öllu mikilvægari er þó kosning til formanns enda er það sá einstaklingur sem mest mæðir á í starfi félagsins og við eigum hvað mest undir. Halla Gunnarsdóttir tók við því embætti laust fyrir áramót og gefur nú kost á sér til áframhaldandi setu. Ég get vottað að í Höllu eigum við hörkugóðan formann og það væri mikill happafengur fyrir félagið ef okkur tækist að halda í hana áfram. Halla er greind, reynd og fylgin sér og er fljót að setja sig inn í mál. Hún hefur stýrt starfi og fundum stjórnar og trúnaðarráðs með miklum myndarbrag, enda hefur hún bæði til að bera félagsþroska og hressleika (sem er ekki síður mikilvægt!). Hún tekur afstöðu í erfiðum málum með hagsmuni félagsfólks VR að leiðarljósi og hleypur aldrei í felur eða skilar auðu þegar á reynir. En hún ástundar líka lýðræðisleg vinnubrögð, hlustar á ólík sjónarmið og reynir alltaf til þrautar að finna lausn á ágreiningsmálum. Allt eru þetta eiginleikar sem formaður VR þarf að hafa, enda er VR stórt félag og innan þess bæði ólíkar skoðanir og hagsmunir. Höfundur er varaformaður VR.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun