Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Árni Sæberg skrifar 6. mars 2025 15:03 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 27. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hafi verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa, að morgni þriðjudagsins 12. september 2023, í sem var kyrrstæð fyrir utan heimili í Kópavogi, berað kynfæri sín og handleikið þau. Þannig hafi hann sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem vitni urðu að því og verið til opinbers hneykslis. Kona hafi séð athæfi mannsins út um eldhússglugga heimilisins. Vandi komur sínar að húsinu Í dóminum er haft eftir konunni og eiginmanni hennar að þau hefðu séð til bíls mannsins fyrir utan heimili þeirra í tvö skipti að minnsta kosti. Heimilið væri innarlega í botnlanga og þangað kæmu nánast engir sem ættu ekki erindi þangað. Konan hafi lýst því fyrir dómi að börn hennar hefðu nýlega verið farin í skólann í umrætt sinn. Hún hefði orðið þess vör að maðurinn stöðvaði bíl sinn við aðalaksturleið sem lægi hærra en sú gata sem heimili hennar stendur við. Er hún hafi næst vitað hefði maðurinn verið kominn inn í götuna við hús hennar, lagt bifreiðinni fyrir framan húsið með framendann í átt að miðbæ Kópavogs og búinn að taka út á sér kynfærin. Til þess að komast inn í húsagötuna þyrfti að aka langa krókaleið frá aðalgötunni. Hafi áður brotið gegn börnum Konan hafi sagst áætla að um fjórir metrar væru frá húsi hennar að bifreið mannsins , þar sem bifreiðinni hefði verið lagt fyrir framan húsið. Hún hafi sagst hafa tekið myndband af manninum handleika kynfæri sín í bifreiðinni og séð númeraplötur umræddrar bifreiðar. Þá hafi hún hringt í mann sinn, sem hafi verið í golfi þennan morgun. Hann hafi sagt henni að hafa samband við lögregluna, sem hún hafi gert. Á meðan hafi maðurinn ekið á brott. Konan hafi sent myndbandið til eiginmanns síns, sem hefði vistað það, en ekki sent það á aðra en lögreglu. Mágkona konunnar hafi í kjölfar þessa flett bílnúmerinu upp og séð að um var að ræða bifreið mannsins. Þá hafi konan einnig séð af leit á alnetinu að maðurinn ætti sögu um kynferðisofbeldi gegn 13 ára stúlku, en hún ætti sjálf dóttur. Sagði fyrst að gestur hafi verið á heimilinu og svo að hann væri skilinn Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök. Þegar hann hafi fyrst verið spurður út í athæfið hjá lögreglu hafi hann ekkert viljað kannast við málið eða að hafa verið á vettvangi. Þegar honum hafi hins vegar verið sýnt myndband sem sýndi mann stunda sjálfsfróun í bifreið hafi hann kannast við sjálfan sig á myndbandinu. „Hann neitaði því hins vegar að hafa haft ásetning til þess eða vitneskju um að aðrir hefðu séð til hans. Þá gaf ákærði þá skýringu á athæfi sínu að gestur væri á heimili hans og eiginkonu hans í Reykjavík og því hefði hann ekki getað stundað sjálfsfróun þar.“ Fyrir dómi hafi maðurinn aftur á móti kannast við að hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan heimili í Kópavogi umræddan morgun, en hefði hvorki vitað né ætlað að aðrir sæju til hans. „Gaf hann þær skýringar að hann og eiginkona hans hefðu verið skilin á umræddum tíma og að hann hefði búið í herbergi fyrir ofan bar í Kópavogi, sem hann gat hvorki lýst né staðsett nánar, í göngufæri við ætlaðan brotavettvang. Þeirri aðstöðu hefði hann deilt með öðrum og því ekki haft næði til að stunda sjálfsfróun þar.“ Mátti vera ljóst að hann væri ekki í einrúmi Í dóminum segir að maðurinn hafi játað að hafa stundað sjálfsfróun í bifreið sinni umrætt sinn en neitað hafa haft ásetning til þess að fremja blygðunarsemisbrot. Hann hafi borið því við að hann hefði talið sig vera í einrúmi þegar hann viðhafði háttsemina. Á það geti dómurinn ekki fallist, enda ljóst af gögnum málsins að maðurinn hafi tekið á sig krók til að leggja bifreið sinni fyrir utan tiltekið hús í Kópavogi svo hann gæti iðkað þar sjálfsfróun. „Í nágrenni við húsið eru auk þess opin svæði, sem ákærði viðurkenndi fyrir dómi að hafa vitað af og hlýtur að hafa séð á leið sinni að húsinu. Hann valdi eigi að síður að staðsetja bifreið sína fyrir framanog í námunda við íbúðarhús, í lokuðum botnlanga þar sem hann mátti vita að börn og fullorðnir gætu séð til hans. Að því virtu þykir ekki óvarlegt að ætla að ákærða hafi í það minnsta mátt vera það ljóst,en látið sér í léttu rúmi liggja, að til hans gæti sést í umrætt sinn. Ákærði hafi þannig haft ásetning til þess brots sem honum er gefið að sök.“ Hann var því sakfelldur og sem áður segir dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Refsing hans er skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða konunni 350 þúsund krónur í miskabætur. Loks var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 2,3 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns konunnar, 650 þúsund krónur. Dómsmál Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 27. febrúar en birtur í dag, segir að maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hafi verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa, að morgni þriðjudagsins 12. september 2023, í sem var kyrrstæð fyrir utan heimili í Kópavogi, berað kynfæri sín og handleikið þau. Þannig hafi hann sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarsemi þeirra sem vitni urðu að því og verið til opinbers hneykslis. Kona hafi séð athæfi mannsins út um eldhússglugga heimilisins. Vandi komur sínar að húsinu Í dóminum er haft eftir konunni og eiginmanni hennar að þau hefðu séð til bíls mannsins fyrir utan heimili þeirra í tvö skipti að minnsta kosti. Heimilið væri innarlega í botnlanga og þangað kæmu nánast engir sem ættu ekki erindi þangað. Konan hafi lýst því fyrir dómi að börn hennar hefðu nýlega verið farin í skólann í umrætt sinn. Hún hefði orðið þess vör að maðurinn stöðvaði bíl sinn við aðalaksturleið sem lægi hærra en sú gata sem heimili hennar stendur við. Er hún hafi næst vitað hefði maðurinn verið kominn inn í götuna við hús hennar, lagt bifreiðinni fyrir framan húsið með framendann í átt að miðbæ Kópavogs og búinn að taka út á sér kynfærin. Til þess að komast inn í húsagötuna þyrfti að aka langa krókaleið frá aðalgötunni. Hafi áður brotið gegn börnum Konan hafi sagst áætla að um fjórir metrar væru frá húsi hennar að bifreið mannsins , þar sem bifreiðinni hefði verið lagt fyrir framan húsið. Hún hafi sagst hafa tekið myndband af manninum handleika kynfæri sín í bifreiðinni og séð númeraplötur umræddrar bifreiðar. Þá hafi hún hringt í mann sinn, sem hafi verið í golfi þennan morgun. Hann hafi sagt henni að hafa samband við lögregluna, sem hún hafi gert. Á meðan hafi maðurinn ekið á brott. Konan hafi sent myndbandið til eiginmanns síns, sem hefði vistað það, en ekki sent það á aðra en lögreglu. Mágkona konunnar hafi í kjölfar þessa flett bílnúmerinu upp og séð að um var að ræða bifreið mannsins. Þá hafi konan einnig séð af leit á alnetinu að maðurinn ætti sögu um kynferðisofbeldi gegn 13 ára stúlku, en hún ætti sjálf dóttur. Sagði fyrst að gestur hafi verið á heimilinu og svo að hann væri skilinn Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök. Þegar hann hafi fyrst verið spurður út í athæfið hjá lögreglu hafi hann ekkert viljað kannast við málið eða að hafa verið á vettvangi. Þegar honum hafi hins vegar verið sýnt myndband sem sýndi mann stunda sjálfsfróun í bifreið hafi hann kannast við sjálfan sig á myndbandinu. „Hann neitaði því hins vegar að hafa haft ásetning til þess eða vitneskju um að aðrir hefðu séð til hans. Þá gaf ákærði þá skýringu á athæfi sínu að gestur væri á heimili hans og eiginkonu hans í Reykjavík og því hefði hann ekki getað stundað sjálfsfróun þar.“ Fyrir dómi hafi maðurinn aftur á móti kannast við að hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan heimili í Kópavogi umræddan morgun, en hefði hvorki vitað né ætlað að aðrir sæju til hans. „Gaf hann þær skýringar að hann og eiginkona hans hefðu verið skilin á umræddum tíma og að hann hefði búið í herbergi fyrir ofan bar í Kópavogi, sem hann gat hvorki lýst né staðsett nánar, í göngufæri við ætlaðan brotavettvang. Þeirri aðstöðu hefði hann deilt með öðrum og því ekki haft næði til að stunda sjálfsfróun þar.“ Mátti vera ljóst að hann væri ekki í einrúmi Í dóminum segir að maðurinn hafi játað að hafa stundað sjálfsfróun í bifreið sinni umrætt sinn en neitað hafa haft ásetning til þess að fremja blygðunarsemisbrot. Hann hafi borið því við að hann hefði talið sig vera í einrúmi þegar hann viðhafði háttsemina. Á það geti dómurinn ekki fallist, enda ljóst af gögnum málsins að maðurinn hafi tekið á sig krók til að leggja bifreið sinni fyrir utan tiltekið hús í Kópavogi svo hann gæti iðkað þar sjálfsfróun. „Í nágrenni við húsið eru auk þess opin svæði, sem ákærði viðurkenndi fyrir dómi að hafa vitað af og hlýtur að hafa séð á leið sinni að húsinu. Hann valdi eigi að síður að staðsetja bifreið sína fyrir framanog í námunda við íbúðarhús, í lokuðum botnlanga þar sem hann mátti vita að börn og fullorðnir gætu séð til hans. Að því virtu þykir ekki óvarlegt að ætla að ákærða hafi í það minnsta mátt vera það ljóst,en látið sér í léttu rúmi liggja, að til hans gæti sést í umrætt sinn. Ákærði hafi þannig haft ásetning til þess brots sem honum er gefið að sök.“ Hann var því sakfelldur og sem áður segir dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Refsing hans er skilorðsbundin til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða konunni 350 þúsund krónur í miskabætur. Loks var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 2,3 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns konunnar, 650 þúsund krónur.
Dómsmál Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira