Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 6. mars 2025 12:00 Á næstu dögum stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægu vali. Kosningar hefjast í dag og þá gefst tækifæri til að velja sér formann sem stendur með félagsfólki og berst fyrir hagsmunum þess af krafti. Ég býð mig fram til þess að leiða VR inn í öflugra og samheldnara tímabil og ég veit hvað þarf að gera til að svo megi verða. Samstaða er lykillinn að sterkara VR Sem formaður mun ég tryggja að ný stjórn VR standi saman, óháð því hverjir verða kjörnir inn. Við þurfum að þétta raðirnar og vinna saman að sameiginlegu markmiði: að bæta kjör félagsfólks. Ég tala skýrt og á mannamáli, en ekki í háfleygum frösum. Félagsfólk á að finna fyrir því að rödd þess skiptir máli. Spurningin einföld: Viljið þið sterkara VR sem berst fyrir ykkur, eða VR sem heldur áfram á sömu braut? Baráttumál sem skipta máli Ég er tilbúinn að taka slaginn fyrir ykkur í þeim málum sem skipta raunverulega máli. 1. Fjölskylduvænn vinnumarkaður Enginn á að þurfa að velja á milli atvinnu og fjölskyldu. Óvissa um dagvistunarúrræði eftir fæðingarorlof veldur óþarfa álagi. Aðrir frambjóðendur tala um að brúa bilið, en engar raunverulegar lausnir hafa verið lagðar fram. Ég mun beita mér fyrir því að finna og framkvæma lausnir. 2. Varasjóðurinn á að þjóna félagsfólki – ekki safna fé Varasjóðurinn á að vera skjól fyrir félagsfólk þegar þess þarf, ekki sparisjóður VR. Ég er ósamála því að þeir sem eiga meira fái meira. Ég mun beita mér fyrir réttlátari úthlutunarreglum sem tryggja að sjóðurinn nýtist öllum sem á honum þurfa að halda. Félagsfólk hefur sjálft lýst yfir óánægju: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað, en ég fæ alltaf það sama úr varasjóðnum – í kringum 20.000 kr. Hvar er jafnréttið?“ „Það tekur því ekki að taka úr sjóðnum því þetta eru svo lágar upphæðir.“ Og ég vil ekki þurfa heyra það aftur að félagsfólk sé hætt í VR því það fær m.a. ekki fæðingarstyrk, en það er raunin. Ég mun tryggja að þetta breytist. 3. Jöfnun réttinda á vinnumarkaði VR á að vera leiðandi í kjarabaráttu en ekki að fylgja í spor annarra. Við þurfum að tryggja að félagsfólk VR njóti sömu réttinda og aðrir, bæði í veikindarétti og þegar kemur að launahækkunum. Nýlega var samið um 24% launahækkun fyrir kennara sem er mjög góður árangur og samgleðst ég þeim. Tel ég þau eiga það fyllilega skilið enda er þetta fólkið sem er að mennta börnin okkar en ekki má gleyma félagsfólki VR sem er ekki síður mikilvægt, sem situr eftir með mun minni hækkun.Af hverju hefur ekkert heyrst frá VR? Þetta eru spurningar sem ég vil fá svör við og bregðast við með skýrum aðgerðum. Opnari og skýrari samskipti Félagsfólk VR á ekki að þurfa að bíða eftir kosningum til að fá að hitta formann sinn. Ég vil tryggja regluleg samskipti við félagsfólk, samningsaðila og stjórnvöld til að bæta kjör og leysa brýn mál hratt og örugglega. VR á að tala skýrt fyrir réttindum félagsfólks og tryggja að enginn sé skilinn eftir. Ég er tilbúinn – eruð þið það líka? Ég hef unnið innan VR í 14 ár. Ég þekki félagið inn og út og veit hvar breytinga er þörf. Ég læt engan stöðva mig í að berjast fyrir félagsfólk. Félagsfólk VR á betra skilið. Við þurfum VR sem stendur fast fyrir félagsfólk, VR sem lætur ekki aðrar stéttir taka forskot á réttindi og launakjör og VR sem forgangsraðar hagsmunum félagsfólks, ekki pólitískum hagsmunum. Ef þið viljið breytingar, ef þið viljið VR sem stendur með ykkur þá er valið skýrt. Kjósið breytingar. Kjósið rétt. Kjósið mig. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á næstu dögum stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægu vali. Kosningar hefjast í dag og þá gefst tækifæri til að velja sér formann sem stendur með félagsfólki og berst fyrir hagsmunum þess af krafti. Ég býð mig fram til þess að leiða VR inn í öflugra og samheldnara tímabil og ég veit hvað þarf að gera til að svo megi verða. Samstaða er lykillinn að sterkara VR Sem formaður mun ég tryggja að ný stjórn VR standi saman, óháð því hverjir verða kjörnir inn. Við þurfum að þétta raðirnar og vinna saman að sameiginlegu markmiði: að bæta kjör félagsfólks. Ég tala skýrt og á mannamáli, en ekki í háfleygum frösum. Félagsfólk á að finna fyrir því að rödd þess skiptir máli. Spurningin einföld: Viljið þið sterkara VR sem berst fyrir ykkur, eða VR sem heldur áfram á sömu braut? Baráttumál sem skipta máli Ég er tilbúinn að taka slaginn fyrir ykkur í þeim málum sem skipta raunverulega máli. 1. Fjölskylduvænn vinnumarkaður Enginn á að þurfa að velja á milli atvinnu og fjölskyldu. Óvissa um dagvistunarúrræði eftir fæðingarorlof veldur óþarfa álagi. Aðrir frambjóðendur tala um að brúa bilið, en engar raunverulegar lausnir hafa verið lagðar fram. Ég mun beita mér fyrir því að finna og framkvæma lausnir. 2. Varasjóðurinn á að þjóna félagsfólki – ekki safna fé Varasjóðurinn á að vera skjól fyrir félagsfólk þegar þess þarf, ekki sparisjóður VR. Ég er ósamála því að þeir sem eiga meira fái meira. Ég mun beita mér fyrir réttlátari úthlutunarreglum sem tryggja að sjóðurinn nýtist öllum sem á honum þurfa að halda. Félagsfólk hefur sjálft lýst yfir óánægju: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað, en ég fæ alltaf það sama úr varasjóðnum – í kringum 20.000 kr. Hvar er jafnréttið?“ „Það tekur því ekki að taka úr sjóðnum því þetta eru svo lágar upphæðir.“ Og ég vil ekki þurfa heyra það aftur að félagsfólk sé hætt í VR því það fær m.a. ekki fæðingarstyrk, en það er raunin. Ég mun tryggja að þetta breytist. 3. Jöfnun réttinda á vinnumarkaði VR á að vera leiðandi í kjarabaráttu en ekki að fylgja í spor annarra. Við þurfum að tryggja að félagsfólk VR njóti sömu réttinda og aðrir, bæði í veikindarétti og þegar kemur að launahækkunum. Nýlega var samið um 24% launahækkun fyrir kennara sem er mjög góður árangur og samgleðst ég þeim. Tel ég þau eiga það fyllilega skilið enda er þetta fólkið sem er að mennta börnin okkar en ekki má gleyma félagsfólki VR sem er ekki síður mikilvægt, sem situr eftir með mun minni hækkun.Af hverju hefur ekkert heyrst frá VR? Þetta eru spurningar sem ég vil fá svör við og bregðast við með skýrum aðgerðum. Opnari og skýrari samskipti Félagsfólk VR á ekki að þurfa að bíða eftir kosningum til að fá að hitta formann sinn. Ég vil tryggja regluleg samskipti við félagsfólk, samningsaðila og stjórnvöld til að bæta kjör og leysa brýn mál hratt og örugglega. VR á að tala skýrt fyrir réttindum félagsfólks og tryggja að enginn sé skilinn eftir. Ég er tilbúinn – eruð þið það líka? Ég hef unnið innan VR í 14 ár. Ég þekki félagið inn og út og veit hvar breytinga er þörf. Ég læt engan stöðva mig í að berjast fyrir félagsfólk. Félagsfólk VR á betra skilið. Við þurfum VR sem stendur fast fyrir félagsfólk, VR sem lætur ekki aðrar stéttir taka forskot á réttindi og launakjör og VR sem forgangsraðar hagsmunum félagsfólks, ekki pólitískum hagsmunum. Ef þið viljið breytingar, ef þið viljið VR sem stendur með ykkur þá er valið skýrt. Kjósið breytingar. Kjósið rétt. Kjósið mig. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun