Innlent

Hagræðingartillögur gagn­rýndar og VÆB vinsælastir á ösku­daginn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður meðal annars fjallað áfram um hagfræðingartillögurnar sem kynntar voru á blaðamannafundi í gær. 

Formaður BHM segir ljóst að ein tillagan, sú sem snýr að réttindum opinberra starfsmanna, komi bersýnilega frá hagsmunahópum úr atvinnulífinu. 

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með tæpar fjórar milljónir í laun ef allt er talið til. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokks segir það vekja furðu.

Og Öskudagurinn er haldinn með pompi og prakt í dag. Eigandi Partýbúðarinnar segir að allt sem minni á VÆB strákana hafi rokið út.

Í íþróttafréttum dagsins verður fjallað um EM í körfu sem framundan er í sumar og þá verður farið yfir Meistaradeildina þar sem Hákon Arnar skoraði gott mark.

Klippa: Hádegisfréttir 5. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×