Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar 5. mars 2025 09:01 Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Við treystum engum betur en honum til að efla HÍ til að sinna tveimur meginhlutverkum sínum: að vera framúrskarandi kennslustofnun og leiðandi vísindastofnun sem stuðlar að framþróun vísinda samhliða þjálfun nemenda í vísindavinnu. Sum okkar voru nemendur hans þegar hann hóf kennslu við HÍ fyrir liðlega 20 árum. Hann hefur verið öflugur kennari frá upphafi en eftirtektarvert er hversu vel hann hefur fylgst með þróun kennsluhátta á háskólastigi og aðlagað kennslu sína. Hann hefur sömuleiðis mikla reynslu af vísindastarfi og fjármögnun þess og þekkir vel hvar skóinn kreppir og hvar leggja þarf áherslur til að styðja við þetta lykilhlutverk HÍ. Þriðja hlutverk háskólans er einnig afar mikilvægt – samfélagslegt hlutverk hans. Það felur í sér miðlun þekkingar og samstarf við stofnanir samfélagsins. Þetta hlutverk nýtist samfélaginu með því að gefa því aðgang að sérfræðingum háskólans. Einnig verður til mikilvægt samstarf milli háskólans og stofnana samfélagsins, sem stuðlar að nýliðun og styrkir nýsköpun. Magnús Karl er einkar laginn við að miðla þekkingu til samfélagsins á breiðum vettvangi. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um vísindaleg málefni sem og miðlað mikilvægi þess að hafa öfluga háskóla hér á landi – hvoru tveggja afar mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu. Hann hefur rætt mikilvægi þess að fjárfesta í ungu kynslóðinni og efla forystuhlutverk Háskóla Íslands. Magnús Karl var farsæll í störfum sínum sem forseti Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) HÍ og sýndi þar metnað sinn til að rækta þriðja hlutverk háskólans. Einn stærsti samstarfsaðili HÍ er Landspítali, en þar fer fram þjálfun allflestra nemenda HVS auk margra nemenda af öðrum sviðum til að tryggja mikilvæga nýliðun heilbrigðisstarfsmanna. Magnús Karl vann sleitulaust að því að styðja við margþætt samstarf HÍ og Landspítala og laða að hæft starfsfólk sem hafði aflað sér frekari sérfræðiþekkingar og vísindareynslu erlendis, báðum stofnunum til góða. Landspítali, sem stundum þarf að troða marvaðann til að sinna verkefnum dagsins, mun með Magnúsi njóta trausts bandamanns í forystu HÍ til að sinna heilbrigðisþjónustu og öðrum hlutverkum sínum til lengri tíma. Það er því mikið ánægjuefni fyrir HÍ að Magnús Karl gefi kost á sér til rektors, og við hvetjum alla atkvæðabæra til að kynna sér vandlega feril og stefnu hans og veita honum atkvæði sitt. Höfundar eru starfsmenn Háskóla Íslands og Landspítala Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild Gunnar Tómasson, sérfræðilæknir og dósent við Læknadeild Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við Læknadeild Sædís Sævarsdóttir, sérfræðilæknir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir og prófessor við Læknadeild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Við treystum engum betur en honum til að efla HÍ til að sinna tveimur meginhlutverkum sínum: að vera framúrskarandi kennslustofnun og leiðandi vísindastofnun sem stuðlar að framþróun vísinda samhliða þjálfun nemenda í vísindavinnu. Sum okkar voru nemendur hans þegar hann hóf kennslu við HÍ fyrir liðlega 20 árum. Hann hefur verið öflugur kennari frá upphafi en eftirtektarvert er hversu vel hann hefur fylgst með þróun kennsluhátta á háskólastigi og aðlagað kennslu sína. Hann hefur sömuleiðis mikla reynslu af vísindastarfi og fjármögnun þess og þekkir vel hvar skóinn kreppir og hvar leggja þarf áherslur til að styðja við þetta lykilhlutverk HÍ. Þriðja hlutverk háskólans er einnig afar mikilvægt – samfélagslegt hlutverk hans. Það felur í sér miðlun þekkingar og samstarf við stofnanir samfélagsins. Þetta hlutverk nýtist samfélaginu með því að gefa því aðgang að sérfræðingum háskólans. Einnig verður til mikilvægt samstarf milli háskólans og stofnana samfélagsins, sem stuðlar að nýliðun og styrkir nýsköpun. Magnús Karl er einkar laginn við að miðla þekkingu til samfélagsins á breiðum vettvangi. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um vísindaleg málefni sem og miðlað mikilvægi þess að hafa öfluga háskóla hér á landi – hvoru tveggja afar mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu. Hann hefur rætt mikilvægi þess að fjárfesta í ungu kynslóðinni og efla forystuhlutverk Háskóla Íslands. Magnús Karl var farsæll í störfum sínum sem forseti Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) HÍ og sýndi þar metnað sinn til að rækta þriðja hlutverk háskólans. Einn stærsti samstarfsaðili HÍ er Landspítali, en þar fer fram þjálfun allflestra nemenda HVS auk margra nemenda af öðrum sviðum til að tryggja mikilvæga nýliðun heilbrigðisstarfsmanna. Magnús Karl vann sleitulaust að því að styðja við margþætt samstarf HÍ og Landspítala og laða að hæft starfsfólk sem hafði aflað sér frekari sérfræðiþekkingar og vísindareynslu erlendis, báðum stofnunum til góða. Landspítali, sem stundum þarf að troða marvaðann til að sinna verkefnum dagsins, mun með Magnúsi njóta trausts bandamanns í forystu HÍ til að sinna heilbrigðisþjónustu og öðrum hlutverkum sínum til lengri tíma. Það er því mikið ánægjuefni fyrir HÍ að Magnús Karl gefi kost á sér til rektors, og við hvetjum alla atkvæðabæra til að kynna sér vandlega feril og stefnu hans og veita honum atkvæði sitt. Höfundar eru starfsmenn Háskóla Íslands og Landspítala Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild Gunnar Tómasson, sérfræðilæknir og dósent við Læknadeild Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við Læknadeild Sædís Sævarsdóttir, sérfræðilæknir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir og prófessor við Læknadeild
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun