Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar 5. mars 2025 09:01 Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Við treystum engum betur en honum til að efla HÍ til að sinna tveimur meginhlutverkum sínum: að vera framúrskarandi kennslustofnun og leiðandi vísindastofnun sem stuðlar að framþróun vísinda samhliða þjálfun nemenda í vísindavinnu. Sum okkar voru nemendur hans þegar hann hóf kennslu við HÍ fyrir liðlega 20 árum. Hann hefur verið öflugur kennari frá upphafi en eftirtektarvert er hversu vel hann hefur fylgst með þróun kennsluhátta á háskólastigi og aðlagað kennslu sína. Hann hefur sömuleiðis mikla reynslu af vísindastarfi og fjármögnun þess og þekkir vel hvar skóinn kreppir og hvar leggja þarf áherslur til að styðja við þetta lykilhlutverk HÍ. Þriðja hlutverk háskólans er einnig afar mikilvægt – samfélagslegt hlutverk hans. Það felur í sér miðlun þekkingar og samstarf við stofnanir samfélagsins. Þetta hlutverk nýtist samfélaginu með því að gefa því aðgang að sérfræðingum háskólans. Einnig verður til mikilvægt samstarf milli háskólans og stofnana samfélagsins, sem stuðlar að nýliðun og styrkir nýsköpun. Magnús Karl er einkar laginn við að miðla þekkingu til samfélagsins á breiðum vettvangi. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um vísindaleg málefni sem og miðlað mikilvægi þess að hafa öfluga háskóla hér á landi – hvoru tveggja afar mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu. Hann hefur rætt mikilvægi þess að fjárfesta í ungu kynslóðinni og efla forystuhlutverk Háskóla Íslands. Magnús Karl var farsæll í störfum sínum sem forseti Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) HÍ og sýndi þar metnað sinn til að rækta þriðja hlutverk háskólans. Einn stærsti samstarfsaðili HÍ er Landspítali, en þar fer fram þjálfun allflestra nemenda HVS auk margra nemenda af öðrum sviðum til að tryggja mikilvæga nýliðun heilbrigðisstarfsmanna. Magnús Karl vann sleitulaust að því að styðja við margþætt samstarf HÍ og Landspítala og laða að hæft starfsfólk sem hafði aflað sér frekari sérfræðiþekkingar og vísindareynslu erlendis, báðum stofnunum til góða. Landspítali, sem stundum þarf að troða marvaðann til að sinna verkefnum dagsins, mun með Magnúsi njóta trausts bandamanns í forystu HÍ til að sinna heilbrigðisþjónustu og öðrum hlutverkum sínum til lengri tíma. Það er því mikið ánægjuefni fyrir HÍ að Magnús Karl gefi kost á sér til rektors, og við hvetjum alla atkvæðabæra til að kynna sér vandlega feril og stefnu hans og veita honum atkvæði sitt. Höfundar eru starfsmenn Háskóla Íslands og Landspítala Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild Gunnar Tómasson, sérfræðilæknir og dósent við Læknadeild Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við Læknadeild Sædís Sævarsdóttir, sérfræðilæknir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir og prófessor við Læknadeild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Sjá meira
Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Við treystum engum betur en honum til að efla HÍ til að sinna tveimur meginhlutverkum sínum: að vera framúrskarandi kennslustofnun og leiðandi vísindastofnun sem stuðlar að framþróun vísinda samhliða þjálfun nemenda í vísindavinnu. Sum okkar voru nemendur hans þegar hann hóf kennslu við HÍ fyrir liðlega 20 árum. Hann hefur verið öflugur kennari frá upphafi en eftirtektarvert er hversu vel hann hefur fylgst með þróun kennsluhátta á háskólastigi og aðlagað kennslu sína. Hann hefur sömuleiðis mikla reynslu af vísindastarfi og fjármögnun þess og þekkir vel hvar skóinn kreppir og hvar leggja þarf áherslur til að styðja við þetta lykilhlutverk HÍ. Þriðja hlutverk háskólans er einnig afar mikilvægt – samfélagslegt hlutverk hans. Það felur í sér miðlun þekkingar og samstarf við stofnanir samfélagsins. Þetta hlutverk nýtist samfélaginu með því að gefa því aðgang að sérfræðingum háskólans. Einnig verður til mikilvægt samstarf milli háskólans og stofnana samfélagsins, sem stuðlar að nýliðun og styrkir nýsköpun. Magnús Karl er einkar laginn við að miðla þekkingu til samfélagsins á breiðum vettvangi. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um vísindaleg málefni sem og miðlað mikilvægi þess að hafa öfluga háskóla hér á landi – hvoru tveggja afar mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu. Hann hefur rætt mikilvægi þess að fjárfesta í ungu kynslóðinni og efla forystuhlutverk Háskóla Íslands. Magnús Karl var farsæll í störfum sínum sem forseti Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) HÍ og sýndi þar metnað sinn til að rækta þriðja hlutverk háskólans. Einn stærsti samstarfsaðili HÍ er Landspítali, en þar fer fram þjálfun allflestra nemenda HVS auk margra nemenda af öðrum sviðum til að tryggja mikilvæga nýliðun heilbrigðisstarfsmanna. Magnús Karl vann sleitulaust að því að styðja við margþætt samstarf HÍ og Landspítala og laða að hæft starfsfólk sem hafði aflað sér frekari sérfræðiþekkingar og vísindareynslu erlendis, báðum stofnunum til góða. Landspítali, sem stundum þarf að troða marvaðann til að sinna verkefnum dagsins, mun með Magnúsi njóta trausts bandamanns í forystu HÍ til að sinna heilbrigðisþjónustu og öðrum hlutverkum sínum til lengri tíma. Það er því mikið ánægjuefni fyrir HÍ að Magnús Karl gefi kost á sér til rektors, og við hvetjum alla atkvæðabæra til að kynna sér vandlega feril og stefnu hans og veita honum atkvæði sitt. Höfundar eru starfsmenn Háskóla Íslands og Landspítala Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild Gunnar Tómasson, sérfræðilæknir og dósent við Læknadeild Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við Læknadeild Sædís Sævarsdóttir, sérfræðilæknir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir og prófessor við Læknadeild
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun