Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 14:15 Jakob Ingebrigtsen hefur rakað inn verðlaunum á hlaupabrautinni og einnig utan hennar. Getty/Tyler Miller Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, ríkjandi Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi, efast um að frjálsar íþróttir séu neitt „hreinni“ í dag en áður. Lyfjamisnotkun sé mögulega bara betur falin. Ingebrigtsen deilir þessum áhyggjum sínum í viðtali við The Telegraph þar sem hann er spurður út í það hvort að ólögleg notkun lyfja hafi verið algengari á árum áður. „Það var kannski ekki meira um þetta heldur var þetta meira áberandi,“ sagði Ingebrigtsen. Hann óttast að frjálsíþróttafólk stundi það að dópa reglulega í litlu magni og að þannig takist því að forðast það að falla á lyfjaprófum. „Því miður held ég það,“ sagði Ingebrigtsen. Hann telur að umræða um nýja tækni í skóbúnaði og hraðari hlaupabrautir valdi því mögulega að minna sé rætt um lyfjamisnotkun. „Ef þú getur stundað þetta [að dópa] mikið betur án þess að það komist upp um þig, þá geturðu svo bara farið að benda á skóna, brautina, lýsingu eða hvað sem er [til að útskýra framfarir],“ sagði Ingebrigtsen. Þessi 24 ára Norðmaður, sem ásamt bræðrum sínum hefur sakað pabba sinn og fyrrverandi þjálfara, Gjert, um líkamlegt og andlegt ofbeldi, segist í viðtalinu við The Telegraph í raun hafa verið atvinnumaður frá fjögurra ára aldri. Hann ætli sér að drottna yfir millivegalengdahlaupum næstu árin. Jakob Ingebrigtsen varð eins og fyrr segir Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París í fyrra en á einnig Ólympíumeistaratitil úr 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó 2021. Þá hefur hann unnið tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og samtals sex Evrópumeistaratitla utanhúss en fimm innanhúss. Hann stefnir á að bæta við tveimur Evrópumeistaratitlum á EM innanhúss sem hefst á fimmtudaginn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Ingebrigtsen deilir þessum áhyggjum sínum í viðtali við The Telegraph þar sem hann er spurður út í það hvort að ólögleg notkun lyfja hafi verið algengari á árum áður. „Það var kannski ekki meira um þetta heldur var þetta meira áberandi,“ sagði Ingebrigtsen. Hann óttast að frjálsíþróttafólk stundi það að dópa reglulega í litlu magni og að þannig takist því að forðast það að falla á lyfjaprófum. „Því miður held ég það,“ sagði Ingebrigtsen. Hann telur að umræða um nýja tækni í skóbúnaði og hraðari hlaupabrautir valdi því mögulega að minna sé rætt um lyfjamisnotkun. „Ef þú getur stundað þetta [að dópa] mikið betur án þess að það komist upp um þig, þá geturðu svo bara farið að benda á skóna, brautina, lýsingu eða hvað sem er [til að útskýra framfarir],“ sagði Ingebrigtsen. Þessi 24 ára Norðmaður, sem ásamt bræðrum sínum hefur sakað pabba sinn og fyrrverandi þjálfara, Gjert, um líkamlegt og andlegt ofbeldi, segist í viðtalinu við The Telegraph í raun hafa verið atvinnumaður frá fjögurra ára aldri. Hann ætli sér að drottna yfir millivegalengdahlaupum næstu árin. Jakob Ingebrigtsen varð eins og fyrr segir Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París í fyrra en á einnig Ólympíumeistaratitil úr 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó 2021. Þá hefur hann unnið tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og samtals sex Evrópumeistaratitla utanhúss en fimm innanhúss. Hann stefnir á að bæta við tveimur Evrópumeistaratitlum á EM innanhúss sem hefst á fimmtudaginn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira