Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 14:15 Jakob Ingebrigtsen hefur rakað inn verðlaunum á hlaupabrautinni og einnig utan hennar. Getty/Tyler Miller Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, ríkjandi Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi, efast um að frjálsar íþróttir séu neitt „hreinni“ í dag en áður. Lyfjamisnotkun sé mögulega bara betur falin. Ingebrigtsen deilir þessum áhyggjum sínum í viðtali við The Telegraph þar sem hann er spurður út í það hvort að ólögleg notkun lyfja hafi verið algengari á árum áður. „Það var kannski ekki meira um þetta heldur var þetta meira áberandi,“ sagði Ingebrigtsen. Hann óttast að frjálsíþróttafólk stundi það að dópa reglulega í litlu magni og að þannig takist því að forðast það að falla á lyfjaprófum. „Því miður held ég það,“ sagði Ingebrigtsen. Hann telur að umræða um nýja tækni í skóbúnaði og hraðari hlaupabrautir valdi því mögulega að minna sé rætt um lyfjamisnotkun. „Ef þú getur stundað þetta [að dópa] mikið betur án þess að það komist upp um þig, þá geturðu svo bara farið að benda á skóna, brautina, lýsingu eða hvað sem er [til að útskýra framfarir],“ sagði Ingebrigtsen. Þessi 24 ára Norðmaður, sem ásamt bræðrum sínum hefur sakað pabba sinn og fyrrverandi þjálfara, Gjert, um líkamlegt og andlegt ofbeldi, segist í viðtalinu við The Telegraph í raun hafa verið atvinnumaður frá fjögurra ára aldri. Hann ætli sér að drottna yfir millivegalengdahlaupum næstu árin. Jakob Ingebrigtsen varð eins og fyrr segir Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París í fyrra en á einnig Ólympíumeistaratitil úr 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó 2021. Þá hefur hann unnið tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og samtals sex Evrópumeistaratitla utanhúss en fimm innanhúss. Hann stefnir á að bæta við tveimur Evrópumeistaratitlum á EM innanhúss sem hefst á fimmtudaginn. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Ingebrigtsen deilir þessum áhyggjum sínum í viðtali við The Telegraph þar sem hann er spurður út í það hvort að ólögleg notkun lyfja hafi verið algengari á árum áður. „Það var kannski ekki meira um þetta heldur var þetta meira áberandi,“ sagði Ingebrigtsen. Hann óttast að frjálsíþróttafólk stundi það að dópa reglulega í litlu magni og að þannig takist því að forðast það að falla á lyfjaprófum. „Því miður held ég það,“ sagði Ingebrigtsen. Hann telur að umræða um nýja tækni í skóbúnaði og hraðari hlaupabrautir valdi því mögulega að minna sé rætt um lyfjamisnotkun. „Ef þú getur stundað þetta [að dópa] mikið betur án þess að það komist upp um þig, þá geturðu svo bara farið að benda á skóna, brautina, lýsingu eða hvað sem er [til að útskýra framfarir],“ sagði Ingebrigtsen. Þessi 24 ára Norðmaður, sem ásamt bræðrum sínum hefur sakað pabba sinn og fyrrverandi þjálfara, Gjert, um líkamlegt og andlegt ofbeldi, segist í viðtalinu við The Telegraph í raun hafa verið atvinnumaður frá fjögurra ára aldri. Hann ætli sér að drottna yfir millivegalengdahlaupum næstu árin. Jakob Ingebrigtsen varð eins og fyrr segir Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi í París í fyrra en á einnig Ólympíumeistaratitil úr 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó 2021. Þá hefur hann unnið tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og samtals sex Evrópumeistaratitla utanhúss en fimm innanhúss. Hann stefnir á að bæta við tveimur Evrópumeistaratitlum á EM innanhúss sem hefst á fimmtudaginn.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira