Erlent

Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með með­vitund

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frans páfi hefur gengt embættinu frá 2013.
Frans páfi hefur gengt embættinu frá 2013. EPA

Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný.

Þetta hefur BBC eftir Vatíkaninu. Þar segir að læknar hafi þurft að fjarlægja slím úr öndunarvegi páfans.

Talað er um að þetta sé í þriðja skipti sem páfanum versnar eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús fyrir um átján dögum vegna lungnabólgu. Á föstudaginn var greint frá því að heilsu hans hefði hrakað skyndilega, en á sunnudag varð hann aftur betri.

Frans páfi er 88 ára gamall og hefur gengt embættinu síðan árið 2013. Frá því að Frans veiktist hefur hann ekki getað sinnt Guðsþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×