Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Árni Sæberg skrifar 3. mars 2025 12:20 Sigtryggur hefur gengið til liðs við Peel. Peel Sigtryggur Magnason hefur verið ráðinn til auglýsingastofunnar Peel. Sigtryggur hefur síðustu ár starfað sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar í þremur ráðuneytum: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og nú síðast í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í fréttatilkynningu segir að Sigtryggur sé alls ekki ókunnugur auglýsingabransanum. Hann hafi starfað þar á árunum 2005 til 2018, fyrst hjá Íslensku auglýsingastofunni, þar sem hann hafi gengt meðal annars stöðu sköpunarstjóra, og síðar hjá Hvíta húsinu. „Gott að koma aftur heim“ Samhliða auglýsingum hafi Sigtryggur einnig unnið í leikhúsi, og leikrit hans hafi verið sett upp og gefin út hér á landi, í Bandaríkjunum og Þýskalandi. „Það er gott að koma aftur heim í auglýsingaland. Peel hefur verið leiðandi í skapandi auglýsingagerð og er sú auglýsingastofa sem hefur unnið flest alþjóðleg verðlaun á síðustu árum. Ég hlakka til að taka þátt í því verkefni, leggja mitt af mörkum í auglýsingagerðinni og jafnframt hjálpa til við að stækka og þróa vöruborð Peel með fjölbreyttri ráðgjöf,“ er haft eftir Sigtryggi. Búi yfir einstökum reynslubanka Þá segir að Peel sé í sókn og ráðningin marki fyrsta skrefið í því að auka þjónustu og breikka vöruframboð fyrir viðskiptavini stofunnar. „Við erum afar spennt að fá Sigtrygg til liðs við Peel. Hann býr yfir einstökum reynslubanka úr bæði auglýsingum og skapandi greinum, sem mun styrkja okkur enn frekar. Sigtryggur mun leiða hugmyndadeild Peel í hlutverki sköpunarstjóra og við hlökkum til að sjá hann setja sitt mark á verkefnin okkar,“ er haft eftir stjórn Peel. Með þessum skrefum hafi Peel áfram að byggja upp auglýsingastofu framtíðarinnar – þar sem sköpun, stefnumótun og hugrekki mætist til að skapa raunveruleg verðmæti fyrir fyrirtæki. Auglýsinga- og markaðsmál Framsóknarflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Sigtryggur sé alls ekki ókunnugur auglýsingabransanum. Hann hafi starfað þar á árunum 2005 til 2018, fyrst hjá Íslensku auglýsingastofunni, þar sem hann hafi gengt meðal annars stöðu sköpunarstjóra, og síðar hjá Hvíta húsinu. „Gott að koma aftur heim“ Samhliða auglýsingum hafi Sigtryggur einnig unnið í leikhúsi, og leikrit hans hafi verið sett upp og gefin út hér á landi, í Bandaríkjunum og Þýskalandi. „Það er gott að koma aftur heim í auglýsingaland. Peel hefur verið leiðandi í skapandi auglýsingagerð og er sú auglýsingastofa sem hefur unnið flest alþjóðleg verðlaun á síðustu árum. Ég hlakka til að taka þátt í því verkefni, leggja mitt af mörkum í auglýsingagerðinni og jafnframt hjálpa til við að stækka og þróa vöruborð Peel með fjölbreyttri ráðgjöf,“ er haft eftir Sigtryggi. Búi yfir einstökum reynslubanka Þá segir að Peel sé í sókn og ráðningin marki fyrsta skrefið í því að auka þjónustu og breikka vöruframboð fyrir viðskiptavini stofunnar. „Við erum afar spennt að fá Sigtrygg til liðs við Peel. Hann býr yfir einstökum reynslubanka úr bæði auglýsingum og skapandi greinum, sem mun styrkja okkur enn frekar. Sigtryggur mun leiða hugmyndadeild Peel í hlutverki sköpunarstjóra og við hlökkum til að sjá hann setja sitt mark á verkefnin okkar,“ er haft eftir stjórn Peel. Með þessum skrefum hafi Peel áfram að byggja upp auglýsingastofu framtíðarinnar – þar sem sköpun, stefnumótun og hugrekki mætist til að skapa raunveruleg verðmæti fyrir fyrirtæki.
Auglýsinga- og markaðsmál Framsóknarflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira