Innlent

Ný for­ysta Sjálf­stæðis­flokksins kjörin

Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Nýr ritari, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Nýr ritari, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink

Formannskjör er hafið á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. Ríflega 2000 Sjálfstæðismenn greiða atkvæði milli þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Snorra Ásmundssonar í formannskjöri. 

Þá verða atkvæði greidd um embætti varaformanns og ritara. Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason gefa kost á sér í embætti varaformanns. Vilhjálmur Árnason, sitjandi ritari, hefur einn gefið kost á sér í embættið.

Streymi af kynningu niðurstaðna má nálgast hér að neðan. 

Fylgst verður með gangi mála í höllinni í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×