Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 21:24 Nanna segist fegin að bera enga ábyrgð á notkun myndanna. Vísir/Samsett Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands. „Ég er svo standandi hissa yfir öllum þessum gervigreindarmyndum, sem eru svo uppfullar af rangfærslum og ranghugmyndum og ganga þvert á staðreyndir um matarsögu, húsakynni, lifnaðarhætti og bara allt saman að ég á ekki orð. Skil ekki tilganginn með þeim, fyrir utan náttúrlega hvað þær eru hallærislegar og klisjukenndar,“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Misvísandi myndefni í fræðsluskyni Þættirnir Matarsaga Íslands eru í umsjón Gísla Einarssonar og Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur. Í þáttunum er matarmenningu Íslendinga gerð skil frá landnámi til dagsins í dag. Að þáttunum komu sérfræðingar og fræðimenn og því skýtur ansi skökku við að bersýnilega misvísandi myndefni sé notað í fræðsluskyni. Nanna segir þar að auki ekki neina þörf hafa verið á því að nota slíkt efni þar sem hellingur er til af ljósmyndum og öðru myndefni. „Kaupmannsbúð um 1900 með stóru skilti sem stendur á Kjörbúð - hálfri öld áður en það hugtak varð til? Eða bíddu - það eru bílar þarna, frá sjöunda eða áttunda áratugnum sýnist mér. Hvað er þessi grjóthlaðna „kjörbúð“ þá að gera þarna í umfjöllun um eggjainnflutning? Fyrir utan allt annað á þeirri mynd? Það er til hellingur af fínum ljósmyndum af íslenskum verslunum frá þessum tíma,“ segir hún. Te í leirskál skreyttri að hætti miðameríkumanna til forna Nanna segir jafnframt að hún hafi sérstaklega tekið það fram á einum fyrsta undirbúningsfundinum að þættirnir mættu alls ekki verða til þess að viðhalda ranghugmyndum fólks um mat á fyrri öldum eða skapa nýjar. Það sé einmitt það sem hætt er við að gerist við notkun gervigreindarmyndanna. Myndin að ofan er sú sem Ríkisútvarpið kaus að nota til að sýna innflutning um aldamótin þarsíðustu. Sú að neðan er af gufuskipinu Botníu.Vísir/Samsett Máli sínu til stuðnings ber hún saman tvær myndir, eina af Botníu, gufuskipi sem sigldi með varning á milli Íslands og Danmerkur um aldamótin 1900, og svo myndinni sem Ríkisútvarpið kaus að nota af eggjainnflutningi um svipað leyti. „Innflutningur yfir úfinn sjó til Íslands á opnum smáskipum, með opna eggjakassa á þilfari?“ spyr hún sig kaldhæðnislega. Hipsterinn téði að hella hunangi út í te sem virðist vera framreitt í leirskál skreyttri að hætti miðamerískra frumbyggja til forna.RÚV/Skjáskot Hún tekur annað dæmi. „Á einni myndinni þar situr einhver sögualdarhipster með tagl og er að fá sér hunang út í teið sitt í stóru eldhúsi þar sem allt er alveg verulega óíslenskt, ekki síst stóri fjögurra rúðu glerglugginn við hlið hans. Íslensk eldhús voru gluggalaus fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar eða svo,“ segir hún. Ríkisútvarpið Gervigreind Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
„Ég er svo standandi hissa yfir öllum þessum gervigreindarmyndum, sem eru svo uppfullar af rangfærslum og ranghugmyndum og ganga þvert á staðreyndir um matarsögu, húsakynni, lifnaðarhætti og bara allt saman að ég á ekki orð. Skil ekki tilganginn með þeim, fyrir utan náttúrlega hvað þær eru hallærislegar og klisjukenndar,“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Misvísandi myndefni í fræðsluskyni Þættirnir Matarsaga Íslands eru í umsjón Gísla Einarssonar og Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur. Í þáttunum er matarmenningu Íslendinga gerð skil frá landnámi til dagsins í dag. Að þáttunum komu sérfræðingar og fræðimenn og því skýtur ansi skökku við að bersýnilega misvísandi myndefni sé notað í fræðsluskyni. Nanna segir þar að auki ekki neina þörf hafa verið á því að nota slíkt efni þar sem hellingur er til af ljósmyndum og öðru myndefni. „Kaupmannsbúð um 1900 með stóru skilti sem stendur á Kjörbúð - hálfri öld áður en það hugtak varð til? Eða bíddu - það eru bílar þarna, frá sjöunda eða áttunda áratugnum sýnist mér. Hvað er þessi grjóthlaðna „kjörbúð“ þá að gera þarna í umfjöllun um eggjainnflutning? Fyrir utan allt annað á þeirri mynd? Það er til hellingur af fínum ljósmyndum af íslenskum verslunum frá þessum tíma,“ segir hún. Te í leirskál skreyttri að hætti miðameríkumanna til forna Nanna segir jafnframt að hún hafi sérstaklega tekið það fram á einum fyrsta undirbúningsfundinum að þættirnir mættu alls ekki verða til þess að viðhalda ranghugmyndum fólks um mat á fyrri öldum eða skapa nýjar. Það sé einmitt það sem hætt er við að gerist við notkun gervigreindarmyndanna. Myndin að ofan er sú sem Ríkisútvarpið kaus að nota til að sýna innflutning um aldamótin þarsíðustu. Sú að neðan er af gufuskipinu Botníu.Vísir/Samsett Máli sínu til stuðnings ber hún saman tvær myndir, eina af Botníu, gufuskipi sem sigldi með varning á milli Íslands og Danmerkur um aldamótin 1900, og svo myndinni sem Ríkisútvarpið kaus að nota af eggjainnflutningi um svipað leyti. „Innflutningur yfir úfinn sjó til Íslands á opnum smáskipum, með opna eggjakassa á þilfari?“ spyr hún sig kaldhæðnislega. Hipsterinn téði að hella hunangi út í te sem virðist vera framreitt í leirskál skreyttri að hætti miðamerískra frumbyggja til forna.RÚV/Skjáskot Hún tekur annað dæmi. „Á einni myndinni þar situr einhver sögualdarhipster með tagl og er að fá sér hunang út í teið sitt í stóru eldhúsi þar sem allt er alveg verulega óíslenskt, ekki síst stóri fjögurra rúðu glerglugginn við hlið hans. Íslensk eldhús voru gluggalaus fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar eða svo,“ segir hún.
Ríkisútvarpið Gervigreind Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira