Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 21:24 Nanna segist fegin að bera enga ábyrgð á notkun myndanna. Vísir/Samsett Nanna Rögnvaldardóttir rithöfundur segist standandi hissa yfir notkun Ríkisútvarpsins á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum um sögu matar og matarmenningar á Íslandi. Í þáttunum eru fleiri viðtöl við Nönnu sem hefur mikið fjallað um matarsögu Íslands. „Ég er svo standandi hissa yfir öllum þessum gervigreindarmyndum, sem eru svo uppfullar af rangfærslum og ranghugmyndum og ganga þvert á staðreyndir um matarsögu, húsakynni, lifnaðarhætti og bara allt saman að ég á ekki orð. Skil ekki tilganginn með þeim, fyrir utan náttúrlega hvað þær eru hallærislegar og klisjukenndar,“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Misvísandi myndefni í fræðsluskyni Þættirnir Matarsaga Íslands eru í umsjón Gísla Einarssonar og Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur. Í þáttunum er matarmenningu Íslendinga gerð skil frá landnámi til dagsins í dag. Að þáttunum komu sérfræðingar og fræðimenn og því skýtur ansi skökku við að bersýnilega misvísandi myndefni sé notað í fræðsluskyni. Nanna segir þar að auki ekki neina þörf hafa verið á því að nota slíkt efni þar sem hellingur er til af ljósmyndum og öðru myndefni. „Kaupmannsbúð um 1900 með stóru skilti sem stendur á Kjörbúð - hálfri öld áður en það hugtak varð til? Eða bíddu - það eru bílar þarna, frá sjöunda eða áttunda áratugnum sýnist mér. Hvað er þessi grjóthlaðna „kjörbúð“ þá að gera þarna í umfjöllun um eggjainnflutning? Fyrir utan allt annað á þeirri mynd? Það er til hellingur af fínum ljósmyndum af íslenskum verslunum frá þessum tíma,“ segir hún. Te í leirskál skreyttri að hætti miðameríkumanna til forna Nanna segir jafnframt að hún hafi sérstaklega tekið það fram á einum fyrsta undirbúningsfundinum að þættirnir mættu alls ekki verða til þess að viðhalda ranghugmyndum fólks um mat á fyrri öldum eða skapa nýjar. Það sé einmitt það sem hætt er við að gerist við notkun gervigreindarmyndanna. Myndin að ofan er sú sem Ríkisútvarpið kaus að nota til að sýna innflutning um aldamótin þarsíðustu. Sú að neðan er af gufuskipinu Botníu.Vísir/Samsett Máli sínu til stuðnings ber hún saman tvær myndir, eina af Botníu, gufuskipi sem sigldi með varning á milli Íslands og Danmerkur um aldamótin 1900, og svo myndinni sem Ríkisútvarpið kaus að nota af eggjainnflutningi um svipað leyti. „Innflutningur yfir úfinn sjó til Íslands á opnum smáskipum, með opna eggjakassa á þilfari?“ spyr hún sig kaldhæðnislega. Hipsterinn téði að hella hunangi út í te sem virðist vera framreitt í leirskál skreyttri að hætti miðamerískra frumbyggja til forna.RÚV/Skjáskot Hún tekur annað dæmi. „Á einni myndinni þar situr einhver sögualdarhipster með tagl og er að fá sér hunang út í teið sitt í stóru eldhúsi þar sem allt er alveg verulega óíslenskt, ekki síst stóri fjögurra rúðu glerglugginn við hlið hans. Íslensk eldhús voru gluggalaus fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar eða svo,“ segir hún. Ríkisútvarpið Gervigreind Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira
„Ég er svo standandi hissa yfir öllum þessum gervigreindarmyndum, sem eru svo uppfullar af rangfærslum og ranghugmyndum og ganga þvert á staðreyndir um matarsögu, húsakynni, lifnaðarhætti og bara allt saman að ég á ekki orð. Skil ekki tilganginn með þeim, fyrir utan náttúrlega hvað þær eru hallærislegar og klisjukenndar,“ segir hún í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Misvísandi myndefni í fræðsluskyni Þættirnir Matarsaga Íslands eru í umsjón Gísla Einarssonar og Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur. Í þáttunum er matarmenningu Íslendinga gerð skil frá landnámi til dagsins í dag. Að þáttunum komu sérfræðingar og fræðimenn og því skýtur ansi skökku við að bersýnilega misvísandi myndefni sé notað í fræðsluskyni. Nanna segir þar að auki ekki neina þörf hafa verið á því að nota slíkt efni þar sem hellingur er til af ljósmyndum og öðru myndefni. „Kaupmannsbúð um 1900 með stóru skilti sem stendur á Kjörbúð - hálfri öld áður en það hugtak varð til? Eða bíddu - það eru bílar þarna, frá sjöunda eða áttunda áratugnum sýnist mér. Hvað er þessi grjóthlaðna „kjörbúð“ þá að gera þarna í umfjöllun um eggjainnflutning? Fyrir utan allt annað á þeirri mynd? Það er til hellingur af fínum ljósmyndum af íslenskum verslunum frá þessum tíma,“ segir hún. Te í leirskál skreyttri að hætti miðameríkumanna til forna Nanna segir jafnframt að hún hafi sérstaklega tekið það fram á einum fyrsta undirbúningsfundinum að þættirnir mættu alls ekki verða til þess að viðhalda ranghugmyndum fólks um mat á fyrri öldum eða skapa nýjar. Það sé einmitt það sem hætt er við að gerist við notkun gervigreindarmyndanna. Myndin að ofan er sú sem Ríkisútvarpið kaus að nota til að sýna innflutning um aldamótin þarsíðustu. Sú að neðan er af gufuskipinu Botníu.Vísir/Samsett Máli sínu til stuðnings ber hún saman tvær myndir, eina af Botníu, gufuskipi sem sigldi með varning á milli Íslands og Danmerkur um aldamótin 1900, og svo myndinni sem Ríkisútvarpið kaus að nota af eggjainnflutningi um svipað leyti. „Innflutningur yfir úfinn sjó til Íslands á opnum smáskipum, með opna eggjakassa á þilfari?“ spyr hún sig kaldhæðnislega. Hipsterinn téði að hella hunangi út í te sem virðist vera framreitt í leirskál skreyttri að hætti miðamerískra frumbyggja til forna.RÚV/Skjáskot Hún tekur annað dæmi. „Á einni myndinni þar situr einhver sögualdarhipster með tagl og er að fá sér hunang út í teið sitt í stóru eldhúsi þar sem allt er alveg verulega óíslenskt, ekki síst stóri fjögurra rúðu glerglugginn við hlið hans. Íslensk eldhús voru gluggalaus fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar eða svo,“ segir hún.
Ríkisútvarpið Gervigreind Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira