Þingmaðurinn sagðist stoltur af framgöngu Bandaríkjaforseta á fundinum margumtalaða í Hvíta húsinu og sendi ráðamönnum í Evrópu pillu í leiðinni í röð færslna sem hann hefur birt á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi. Í einni þeirra nýjustu gerir hann rýrnun hermáttar Evrópu undanfarin ár að umtalsefni sínu og er afdráttarlaus í máli.
Þetta er einnig ákveðinn viðsnúningur en Lindsey Graham hefur áður verið mjög yfirlýsingaglaður stuðningsmaður Úkraínumanna í stríði þeirra við Rússland.
„Það er löngu orðið tímabært að Evrópubúar sýni fram á að þeir séu færir um að sinna vörnum eigin heimsálfu,“ segir hann meðal annars í færslunni.
With all due respect, my very good friend @LindseyGrahamSC - but for the record: we have always been with you when we have decided together to defend freedom. For instance, when the US was attacked 9/11, Denmark sent 1000 troops - for several years - to Helmand. Tragically, we… https://t.co/Yzy2CR9cRD
— Jesper Møller Sørensen 🇩🇰 (@DKambUSA) March 1, 2025
„Ég segi þetta með mikla sorg í hjarta: Þeir síðustu sem ég myndi stóla á til að standa vörð um frelsi eru Evrópubúar,“ segir hann svo.
Jesper Møller Sørensen, sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum, svaraði aðdróttunum Graham og minnti hann á það að Evrópa hafi alla tíð staðið með Bandaríkjunum í baráttunni fyrir frelsi.
„Til dæmis, þegar Bandaríkin urðu fyrir árás ellefta september sendi Danmörk þúsund manna lið til Helmand [héraðs í Afganistan]. Það sorglega er að við misstum fleiri hermenn miðað við höfðatölu en nokkuð annað land. Við getum augljóslega ekki leyft Pútín að sigra með hrottalegri innrás sinni í Úkraínu,“ segir hann.