Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar 28. febrúar 2025 10:33 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Rektorskandídatar skilja að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist og hamlar starfseminni. Hana þarf að bæta. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins er tengist grunnskipulagi þess. Og nú verða sagðar fréttir. Fjármögnun opinberu háskólanna er eftir á og ákvörðuð af reiknilíkani stjórnvalda – sem byggir nú að mestu á talningum. Þetta er reyndar jafnvel flóknara því að innan HÍ er annað líkan sem dreifir fjármagni innan skólans. Samkvæmt reiknilíkani stjórnvalda fær háskólinn nú nær tvöfalt meira ef deild útskrifar tvöfalt fleiri nema. Og nær helmingi minna ef hún útskrifar helmingi færri. En fjöldi akademísks starfsfólks stendur í stað – og eru fastráðinn mjög sérhæfður starfskraftur, nánast samkvæmt skilgreiningu sem hvorki vex á trjám né hægt er að geyma í frysti til seinni tíma brúks. Hér er komin útskýringin á því að háskólar auglýsa á við bílaumboð á vorin (komdu í þægindi og glæsta framtíð). Þeir þurfa sem flesta nemendur til að dæmið gangi upp og þá þarf að útskrifa svo lokagreiðslur komi. Nemi sem hættir, kostar skóla milljónir í framtíðartekjum. Þessu fylgja augljósar hættur. Slíkt kerfi horfir að mestu fram hjá því að það kostar næstum því jafn mikið að útskrifa einn nemenda og fimmtán – það er fastur kostnaður við að byggja upp háskóladeild! Það þarf að taka ákvörðun um hvaða nám á að bjóða upp á, fyrir hve marga um það bil og svo reikna út hvað það kostar. Þetta er svo einfalt – ekki verðlauna fyrir fjölda og kalla það árangur. Það væri besta nýtingin á fé til háskólanna og hvati til eðlilegrar starfsemi þeirra sem nú einkennist af skorti á kennslukrafti, hárri tíðni kulnunar einkenna og lágum launum. En, þýðir að við áttum okkur á hvað hlutir kosta í raun og við rifjum upp þá meginreglu að fyrir of lítið, fást jafnan minni gæði. Þeir sem tapa í núverandi kerfi eru ekki síst nemendur þ.e. framtíð þessa lands. Næsti rektor HÍ verður að tryggja að stjórnvöld skilji hvernig gæðaháskólar virka og að einföld vanhugsuð reiknilíkön vinna gegn gæðum. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. 24. febrúar 2025 09:30 Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. 19. febrúar 2025 18:03 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Rektorskandídatar skilja að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist og hamlar starfseminni. Hana þarf að bæta. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins er tengist grunnskipulagi þess. Og nú verða sagðar fréttir. Fjármögnun opinberu háskólanna er eftir á og ákvörðuð af reiknilíkani stjórnvalda – sem byggir nú að mestu á talningum. Þetta er reyndar jafnvel flóknara því að innan HÍ er annað líkan sem dreifir fjármagni innan skólans. Samkvæmt reiknilíkani stjórnvalda fær háskólinn nú nær tvöfalt meira ef deild útskrifar tvöfalt fleiri nema. Og nær helmingi minna ef hún útskrifar helmingi færri. En fjöldi akademísks starfsfólks stendur í stað – og eru fastráðinn mjög sérhæfður starfskraftur, nánast samkvæmt skilgreiningu sem hvorki vex á trjám né hægt er að geyma í frysti til seinni tíma brúks. Hér er komin útskýringin á því að háskólar auglýsa á við bílaumboð á vorin (komdu í þægindi og glæsta framtíð). Þeir þurfa sem flesta nemendur til að dæmið gangi upp og þá þarf að útskrifa svo lokagreiðslur komi. Nemi sem hættir, kostar skóla milljónir í framtíðartekjum. Þessu fylgja augljósar hættur. Slíkt kerfi horfir að mestu fram hjá því að það kostar næstum því jafn mikið að útskrifa einn nemenda og fimmtán – það er fastur kostnaður við að byggja upp háskóladeild! Það þarf að taka ákvörðun um hvaða nám á að bjóða upp á, fyrir hve marga um það bil og svo reikna út hvað það kostar. Þetta er svo einfalt – ekki verðlauna fyrir fjölda og kalla það árangur. Það væri besta nýtingin á fé til háskólanna og hvati til eðlilegrar starfsemi þeirra sem nú einkennist af skorti á kennslukrafti, hárri tíðni kulnunar einkenna og lágum launum. En, þýðir að við áttum okkur á hvað hlutir kosta í raun og við rifjum upp þá meginreglu að fyrir of lítið, fást jafnan minni gæði. Þeir sem tapa í núverandi kerfi eru ekki síst nemendur þ.e. framtíð þessa lands. Næsti rektor HÍ verður að tryggja að stjórnvöld skilji hvernig gæðaháskólar virka og að einföld vanhugsuð reiknilíkön vinna gegn gæðum. Höfundur er prófessor við HÍ.
Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. 24. febrúar 2025 09:30
Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. 19. febrúar 2025 18:03
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar