Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 10:33 Samgöngustofa segir taka sviptingar alvarlega. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa segist taka ákvarðanir um sviptingu heilbrigðisvottorðs flugmanna, sem veldur því að þeir missi flugréttindi sín, alvarlega. Þannig ákvarðanir séu teknar með flugöryggi að leiðarljósi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í kjölfar umfjöllunar Vísis um flugmann sem missti flugréttindi sín eftir uppflettingu í sjúkraskrá hans. Á dögunum var greint frá því að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sektin var sett vegna þess að vinnsla persónuupplýsinga þótt ekki hafa verið heimil. Lögmaður flugmannsins, Páll Ágúst Ólafsson, furðaði sig í kjölfarið á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna þessa aðgangs þar sem hann vill meina að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni. Í tilkynningu Samgöngustofu segir að umrædd riftun hafi farið fram í samræmi við samning heilsugæslunnar. „Samkvæmt samningi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafði trúnaðarlæknir Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrá um árabil. Nýttist hann þegar leggja þurfti sérstakt mat á heilbrigði umsækjenda um leyfi til flugstarfa. Heilsugæslunni láðist hins vegar að afla lögbundins samþykkis ráðherra fyrir samningnum. Í kjölfar úrskurðar Persónuverndar frá 23. september 2024 var samningnum rift,“ segir í tilkynningunni. „Samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar starfaði trúnaðarlæknir Samgöngustofu innan aðgangsheimilda sinna, samkvæmt almennu verklagi stofnunarinnar. Öflun gagna fór fram í samræmi við umræddan samning og var öryggi þeirra í meðförum tryggt.“ Þá segir að strangar kröfur séu gerðat til þeirra sem eru með flugleyfi, og þegar ákvarðanir séu teknar um sviptingu leyfisins sé flugöryggi haft að leiðarljósi. „Á Samgöngustofu hvíla ríkar skyldur í tengslum við eftirlit með flugmálum og einstaklingum sem eru handhafar réttinda. Strangar heilbrigðiskröfur eru gerðar til þeirra sem fá útgefið skírteini atvinnuflugmanna. Ákvarðanir um sviptingu heilbrigðisvottorðs og þar með missi réttinda eru teknar alvarlega og með flugöryggi að leiðarljósi.“ Heilbrigðiseftirlit Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Umferðaröryggi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni í kjölfar umfjöllunar Vísis um flugmann sem missti flugréttindi sín eftir uppflettingu í sjúkraskrá hans. Á dögunum var greint frá því að Persónuvernd hefði lagt fimm milljóna króna sekt á heilsugæsluna vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sektin var sett vegna þess að vinnsla persónuupplýsinga þótt ekki hafa verið heimil. Lögmaður flugmannsins, Páll Ágúst Ólafsson, furðaði sig í kjölfarið á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna þessa aðgangs þar sem hann vill meina að umbjóðandi hans hafi orðið fyrir tjóni. Í tilkynningu Samgöngustofu segir að umrædd riftun hafi farið fram í samræmi við samning heilsugæslunnar. „Samkvæmt samningi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafði trúnaðarlæknir Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrá um árabil. Nýttist hann þegar leggja þurfti sérstakt mat á heilbrigði umsækjenda um leyfi til flugstarfa. Heilsugæslunni láðist hins vegar að afla lögbundins samþykkis ráðherra fyrir samningnum. Í kjölfar úrskurðar Persónuverndar frá 23. september 2024 var samningnum rift,“ segir í tilkynningunni. „Samkvæmt niðurstöðu Persónuverndar starfaði trúnaðarlæknir Samgöngustofu innan aðgangsheimilda sinna, samkvæmt almennu verklagi stofnunarinnar. Öflun gagna fór fram í samræmi við umræddan samning og var öryggi þeirra í meðförum tryggt.“ Þá segir að strangar kröfur séu gerðat til þeirra sem eru með flugleyfi, og þegar ákvarðanir séu teknar um sviptingu leyfisins sé flugöryggi haft að leiðarljósi. „Á Samgöngustofu hvíla ríkar skyldur í tengslum við eftirlit með flugmálum og einstaklingum sem eru handhafar réttinda. Strangar heilbrigðiskröfur eru gerðar til þeirra sem fá útgefið skírteini atvinnuflugmanna. Ákvarðanir um sviptingu heilbrigðisvottorðs og þar með missi réttinda eru teknar alvarlega og með flugöryggi að leiðarljósi.“
Heilbrigðiseftirlit Heilsugæsla Persónuvernd Fréttir af flugi Umferðaröryggi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira