„Þetta bara svíngekk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. febrúar 2025 19:58 Pétur Árni Hauksson skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. Vísir/Vilhelm Pétur Árni Hauksson lék stórt hlutverk í liði Stjörnunnar er Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með fimm marka sigri gegn ÍBV í kvöld, 34-29. „Tilffiningin er náttúrulega bara geggjuð. Við erum búnir að fara fjórum sinnum á fimm árum eða eitthvað í undanúrslit og alltaf tapað. Það var komið að þessu, loksins,“ sagði Pétur í viðtali í leikslok. Stjörnumenn stungu af í seinni hálfleik, eftir gríðarlega jafnan fyrri hálfleik. Pétur skoraði mark á lokasekúndum fyrri hálfleiks til að koma Stjörnunni tveimur mörkum yfir og hann segir að liðið hafi tekið meðbyrinn með sér í seinni hálfleik. „Auðvitað tókum við meðbyrinn með okkur og við vissum það bara á móti þessari umtöluðu Eyjageðveiki að þá þarf maður bara að koma með sama orkustig til að eiga möguleika og við gerðum það heldur betur í kvöld.“ Þá segir hann að það hafi verið liðsheildin sem skóp sigur kvöldsins. „Þetta var bara liðssigur og það voru allir að skila sínu. Við vorum með massíva vörn og fengum góða markvörslu. Svo leiddi eitt bara af öðru og við sigldum þessu heim.“ „Við erum bara að spila vel fyrir hvorn annan og það gekk margt upp í kvöld. Hrannar og Arnar voru búnir að leggja þetta vel upp fyrir okkur og það bara svíngekk.“ Hann segist þó ekki vita hvað dagarnir fram að úrslitaleiknum muni bera í skauti sér. „Ég veit það ekki einu sinni. Það er ábyggilega fundur á morgun og létt recovery. Svo er bara að undirbúa sig fyrir Fram eða Aftureldingu,“ sagði Pétur að lokum. Powerade-bikarinn Stjarnan ÍBV Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
„Tilffiningin er náttúrulega bara geggjuð. Við erum búnir að fara fjórum sinnum á fimm árum eða eitthvað í undanúrslit og alltaf tapað. Það var komið að þessu, loksins,“ sagði Pétur í viðtali í leikslok. Stjörnumenn stungu af í seinni hálfleik, eftir gríðarlega jafnan fyrri hálfleik. Pétur skoraði mark á lokasekúndum fyrri hálfleiks til að koma Stjörnunni tveimur mörkum yfir og hann segir að liðið hafi tekið meðbyrinn með sér í seinni hálfleik. „Auðvitað tókum við meðbyrinn með okkur og við vissum það bara á móti þessari umtöluðu Eyjageðveiki að þá þarf maður bara að koma með sama orkustig til að eiga möguleika og við gerðum það heldur betur í kvöld.“ Þá segir hann að það hafi verið liðsheildin sem skóp sigur kvöldsins. „Þetta var bara liðssigur og það voru allir að skila sínu. Við vorum með massíva vörn og fengum góða markvörslu. Svo leiddi eitt bara af öðru og við sigldum þessu heim.“ „Við erum bara að spila vel fyrir hvorn annan og það gekk margt upp í kvöld. Hrannar og Arnar voru búnir að leggja þetta vel upp fyrir okkur og það bara svíngekk.“ Hann segist þó ekki vita hvað dagarnir fram að úrslitaleiknum muni bera í skauti sér. „Ég veit það ekki einu sinni. Það er ábyggilega fundur á morgun og létt recovery. Svo er bara að undirbúa sig fyrir Fram eða Aftureldingu,“ sagði Pétur að lokum.
Powerade-bikarinn Stjarnan ÍBV Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira