Innlent

Líkur á samningi við kennara í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur fundað með fulltrúum Kennarasambandsins, sveitarfélaga og ríkisins frá því klukkan 15 í dag.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur fundað með fulltrúum Kennarasambandsins, sveitarfélaga og ríkisins frá því klukkan 15 í dag. Vísir/Vilhelm

Líkur eru á því að kennarar skrifi undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið. Þetta herma heimildir fréttastofu úr húsakynnum ríkissáttasemjara.

Samninganefnd kennara hefur fundað með samninganefndum Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins í Karphúsinu í Borgartúni frá því klukkan þrjú í dag. 

Fulltrúar fréttastofu eru á leiðinni í húsakynni ríkissáttasemjara í Borgartúni til að ræða við fulltrúa samningsaðila og sáttasemjara.

Vísir verður í beinni útsendingu í spilara hér að neðan innan tíðar.

Hér að neðan má svo sjá vaktina á Vísi. Mögulega þarf að hlaða síðuna upp aftur ef hún birtist ekki strax.


Tengdar fréttir

Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“

Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu.

At­burðir helgarinnar kjafts­högg fyrir kennara

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst.

Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til

Kennari sem hefur mikla reynslu af börnum með hegðunarvanda segir skort á fjármagni og fagfólki ástæðuna fyrir því að ekki sé unnið rétt með hópinn. Stokka þurfi kerfinu upp. Tvö sveitarfélög á öllu landinu bjóði upp á úrræði fyrir börn sem glími við slíkar áskoranir en biðlistinn sé langur. Kostnaður samfélagsins verði miklu meiri vegna brotinna einstaklingar útskrifast úr grunnskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×