Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Oddur Ævar Gunnarsson og Jakob Bjarnar skrifa 25. febrúar 2025 15:41 Bubbi Morthens segist hafa unnið mikla sjálfsvinnu undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Bubbi hugvíkkandi efni ásamt Söru Maríu Júlíudóttur, sem er einn helsti skpuleggjandi Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar sem fram fer í Hörpu á fimmtudag og föstudag. Ekki að gera þetta sjö daga í viku Í þættinum lýsir Bubbi reynslu sinni af því að taka hugvíkkandi efni, sem hann tekur fram að hann geri ekki sjö daga í viku. Hann segir reynsluna hafa verið frábæra. „Geggjuð reynsla og hefur hjálpað mér að sitja betur í eigin skinni og takast á við hluti sem hafa fylgt mér í gegnum lífið, áföll. Ég er óvirkur fíkill og líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum sem dæmi. Ég fór að míkródósa og fann mjög snemma mikinn mun,“ segir Bubbi. „Og fannst einhvern veginn bara bæði ADH-ið mitt varð fallegra og ekki eins erfitt og í öðru lagi hjálpaði þetta mér með svefninn og hið daglega líf, en ég er ekki að gera þetta sjö daga í viku. Ég er að taka kannski þrjá daga og hvíli svo í þrjá, fjóra daga. Og svo aftur í þrjá daga og svo hvíli ég kannski, segjum bara í mánuð. Þrír, hvíld, þrír, þá læt ég þetta vera og er ekkert að taka þetta í mánuð eða einn og hálfan.“ Telur ekki að þetta valdi fíkn Bubbi er spurður í þættinum hvort hann geri þetta undir handleiðslu einhvers. Hann segir að það eigi við þegar einstaklingar fari í svokallað ferðalag undir áhrifum efnanna. Það geri hann ekki, en tekur fram að enginn ætti að gera slíkt nema undir handleiðslu sérfræðings. „Þú hefur ekkert gott af því að ætla að fara einn í svona. Þú þarft að mæta sjálfum þér. Þú þarft að athuga að við erum marglaga og í okkur er myrkur, sársauki, allskonar hlutir sem við höfum hugsað og gert og lent í og allt þetta. Þú mætir öllu þessu í ferðalögunum og það getur verið alveg gríðarlega stórkostleg reynsla og hún getur líka verið alveg rosalega erfið á meðan á stendur og þá þarf einhver að vera og halda í höndina á þér.“ Bubbi segist geta talað um líf sitt fyrir og eftir að hann hóf að míkródósa, sumsé að taka efnin í smá skömmtum, svo mikil áhrif hafi þetta á hans líðan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi efni valdi fíkn og segist ekki hafa verið stressaður að prófa. Sumir halda það að maður sé að leika sér að eldinum? „Já, eðlilega, það eru þeir sem vita ekki. Þú leikur þér meira að eldinum með því að taka svefnlyf, þrávirk efni, bara sem dæmi. Fyrir venjulegt fólk sem er þarna úti og eru ekki óvirkir fíklar og allt þetta, sveppir bara vaxa í náttúrunni og vaxa á Höfðatúninu, úti um allt. Eðli sveppa er að heila, er að lækna í nátturunni, það er hlutverk sveppa í náttúrunni. Þeir eru að laga það sem miður fer.“ Bubbi segist telja að enginn þurfi að óttast að mæta sjálfum sér sé hann nógu hugaður. Hann hvetur fólk til þess að undirbúa sig og jafnvel byrja á því að fara í mikla sjálfsvinnu sé eitthvað að trufla. Kvíði sé ekki eitthvað sem fáist úti í Bónus. Hann fylgi frá fæðingu, eða frá áfalli. Hann segir undravert að fylgjast með áhrifunum sem efnin geti haft á þá sem eru þunglyndir.„Hinsvegar er alveg sama hvað það er, hvort það er matur eða sveppir eða hugvíkkandi efni, áfengi, tóbak, allt er óhollt í óhófi.“ Skipti máli að vinna í sér Hann segir miklu máli skipti að fólk hafi unnið í sjálfu sér. Það séu til fleiri leiðir til að láta sér líða vel, meðal annars líkamsrækt. „Sem er bara frábær leið til að setja kerfið allt í gang og líða vel og allt það. Síðan er það þetta, að míkródósa, það gerir það enginn, vegna þess að vá maður mig langar svo í breytt hugarástand. Sá sem hugsar svona, mig langar í breytt hugarástand, hann er bara ekki á réttum stað.“ Bubbi segir forvitnina hafa rekið hann áfram í að prófa. Hann hafi lesið sér til og verið í mikilli sjálfsvinnu. Hann segir sálfræðinginn sinn hafa byrjað í ferðalaginu með honum í sjálfsvinnunni, þeir hafi farið saman í gegnum áföll hans og bresti. „Svo þegar ég fór að míkródósa þá einmitt þetta, ég varð ekki var við neitt fyrr en ég varð við þetta, það er málið. Það tók mig svona mánuð að finna mun. Ég man bara þegar ég prufaði þetta fyrst að einu viðbrögðin mín voru, að eftir svona tvo klukkutíma þá varð ég alveg ofboðslega syfjaður. Það var bara eins og það hefði verið skrúfað úr og ég man að ég bara varð að fara upp í rúm og ég varð eins og blý, ég varð svo þreyttur. Þá fattaði ég að það var allt í einu einhver sem hafði tekið teyjuna og sagt, heyrðu hún er alveg að slitna hjá þér.“ Hugvíkkandi efni Bítið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Bubbi hugvíkkandi efni ásamt Söru Maríu Júlíudóttur, sem er einn helsti skpuleggjandi Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar sem fram fer í Hörpu á fimmtudag og föstudag. Ekki að gera þetta sjö daga í viku Í þættinum lýsir Bubbi reynslu sinni af því að taka hugvíkkandi efni, sem hann tekur fram að hann geri ekki sjö daga í viku. Hann segir reynsluna hafa verið frábæra. „Geggjuð reynsla og hefur hjálpað mér að sitja betur í eigin skinni og takast á við hluti sem hafa fylgt mér í gegnum lífið, áföll. Ég er óvirkur fíkill og líkami minn geymir gríðarlegt magn af áföllum sem dæmi. Ég fór að míkródósa og fann mjög snemma mikinn mun,“ segir Bubbi. „Og fannst einhvern veginn bara bæði ADH-ið mitt varð fallegra og ekki eins erfitt og í öðru lagi hjálpaði þetta mér með svefninn og hið daglega líf, en ég er ekki að gera þetta sjö daga í viku. Ég er að taka kannski þrjá daga og hvíli svo í þrjá, fjóra daga. Og svo aftur í þrjá daga og svo hvíli ég kannski, segjum bara í mánuð. Þrír, hvíld, þrír, þá læt ég þetta vera og er ekkert að taka þetta í mánuð eða einn og hálfan.“ Telur ekki að þetta valdi fíkn Bubbi er spurður í þættinum hvort hann geri þetta undir handleiðslu einhvers. Hann segir að það eigi við þegar einstaklingar fari í svokallað ferðalag undir áhrifum efnanna. Það geri hann ekki, en tekur fram að enginn ætti að gera slíkt nema undir handleiðslu sérfræðings. „Þú hefur ekkert gott af því að ætla að fara einn í svona. Þú þarft að mæta sjálfum þér. Þú þarft að athuga að við erum marglaga og í okkur er myrkur, sársauki, allskonar hlutir sem við höfum hugsað og gert og lent í og allt þetta. Þú mætir öllu þessu í ferðalögunum og það getur verið alveg gríðarlega stórkostleg reynsla og hún getur líka verið alveg rosalega erfið á meðan á stendur og þá þarf einhver að vera og halda í höndina á þér.“ Bubbi segist geta talað um líf sitt fyrir og eftir að hann hóf að míkródósa, sumsé að taka efnin í smá skömmtum, svo mikil áhrif hafi þetta á hans líðan. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi efni valdi fíkn og segist ekki hafa verið stressaður að prófa. Sumir halda það að maður sé að leika sér að eldinum? „Já, eðlilega, það eru þeir sem vita ekki. Þú leikur þér meira að eldinum með því að taka svefnlyf, þrávirk efni, bara sem dæmi. Fyrir venjulegt fólk sem er þarna úti og eru ekki óvirkir fíklar og allt þetta, sveppir bara vaxa í náttúrunni og vaxa á Höfðatúninu, úti um allt. Eðli sveppa er að heila, er að lækna í nátturunni, það er hlutverk sveppa í náttúrunni. Þeir eru að laga það sem miður fer.“ Bubbi segist telja að enginn þurfi að óttast að mæta sjálfum sér sé hann nógu hugaður. Hann hvetur fólk til þess að undirbúa sig og jafnvel byrja á því að fara í mikla sjálfsvinnu sé eitthvað að trufla. Kvíði sé ekki eitthvað sem fáist úti í Bónus. Hann fylgi frá fæðingu, eða frá áfalli. Hann segir undravert að fylgjast með áhrifunum sem efnin geti haft á þá sem eru þunglyndir.„Hinsvegar er alveg sama hvað það er, hvort það er matur eða sveppir eða hugvíkkandi efni, áfengi, tóbak, allt er óhollt í óhófi.“ Skipti máli að vinna í sér Hann segir miklu máli skipti að fólk hafi unnið í sjálfu sér. Það séu til fleiri leiðir til að láta sér líða vel, meðal annars líkamsrækt. „Sem er bara frábær leið til að setja kerfið allt í gang og líða vel og allt það. Síðan er það þetta, að míkródósa, það gerir það enginn, vegna þess að vá maður mig langar svo í breytt hugarástand. Sá sem hugsar svona, mig langar í breytt hugarástand, hann er bara ekki á réttum stað.“ Bubbi segir forvitnina hafa rekið hann áfram í að prófa. Hann hafi lesið sér til og verið í mikilli sjálfsvinnu. Hann segir sálfræðinginn sinn hafa byrjað í ferðalaginu með honum í sjálfsvinnunni, þeir hafi farið saman í gegnum áföll hans og bresti. „Svo þegar ég fór að míkródósa þá einmitt þetta, ég varð ekki var við neitt fyrr en ég varð við þetta, það er málið. Það tók mig svona mánuð að finna mun. Ég man bara þegar ég prufaði þetta fyrst að einu viðbrögðin mín voru, að eftir svona tvo klukkutíma þá varð ég alveg ofboðslega syfjaður. Það var bara eins og það hefði verið skrúfað úr og ég man að ég bara varð að fara upp í rúm og ég varð eins og blý, ég varð svo þreyttur. Þá fattaði ég að það var allt í einu einhver sem hafði tekið teyjuna og sagt, heyrðu hún er alveg að slitna hjá þér.“
Hugvíkkandi efni Bítið Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira