Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 07:00 Hinar finnsku Maria Falkenberg og Tuula Hyvarinen lentu í tveimur flugslysum sama daginn. Stöð 2 Tveir sjúkraþjálfarar af Reykjalundi og franskur vinur þeirra lifðu af tvö flugslys sem urðu með fjögurra klukkustunda millibili á Mosfellsheiði rétt fyrir jól árið 1979. Þennan dag horfðust ellefu manns, í lítilli Cessna-flugvél og stórri björgunarþyrlu, í augu við dauðann í myrkri og snjóbyl. „Ekki aftur flugslys, ég trúi því ekki,“ segir hin finnska Tuula Hyvarinen í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Tveir læknar af Borgarspítalanum voru í þyrlunni. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Lentu í tveimur flugslysum sama daginn Skerandi neyðar- og sársaukahróp á slysstað Tuula var nýlega komin um borð í björgunarþyrlu varnarliðsins sem var að sækja hana og Mariu, vinkonu hennar, og Frakkann, flugmann Cessnunnar, eftir að þau höfðu brotlent illa og slasast ofarlega á Mosfellsheiðinni. Þegar þyrlan var komin í um 500 feta hæð hrapaði hún til jarðar. Tveir íslenskir læknar af slysadeild Borgarspítalans, Magnús Guðmundsson og Ólafur Kjartansson höfðu komið með þyrlunni frá Reykjavík. Þeir lifðu báðir slysið af en slösuðust báðir. Ólafur Kjartansson er annar af læknunum tveimur sem komu með björgunarþyrlunni frá Reykjavík - og lentu síðan sjálfir í slysi.Stöð 2 Í þættinum er viðtal við Ólaf, sem þrátt fyrir meiðsl, fór að sinna hinum slösuðu á vettvangi – þar af þremur bandarískum þyrluflugmönnum sem höfðu lærbrotnað. Einnig er viðtal við Ragnar Axelsson ljósmyndara sem var hræddur um að valda íkveikju á slysstað með flassljósi. Meðal þeirra sem gengu í björgunarstörf var Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem einnig lenti í lífshættu í flugferð þegar hann var að störfum sjö árum síðar.Stöð 2 Þegar björgunarsveitarmenn komu að þyrlunni heyrðust þaðan skerandi neyðar- og sársaukahróp. Ofboðsleg eldsneytisgufa og neistaflug mætti þeim. 19 ára piltur, Skúli Karlsson, vann hetjudáð með því að bruna að þyrluflakinu á vélsleða áður en hann fór inn í það þar sem hann sló út aðalrofa. Með því er hann talinn hafa komið í veg fyrir að fjöldi fólks lét lífið. Flugslysin tvö urðu með fjögurra klukkustunda millibili árið 1979.RAX Útkall Fréttir af flugi Mosfellsbær Bláskógabyggð Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Sjá meira
„Ekki aftur flugslys, ég trúi því ekki,“ segir hin finnska Tuula Hyvarinen í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Tveir læknar af Borgarspítalanum voru í þyrlunni. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Lentu í tveimur flugslysum sama daginn Skerandi neyðar- og sársaukahróp á slysstað Tuula var nýlega komin um borð í björgunarþyrlu varnarliðsins sem var að sækja hana og Mariu, vinkonu hennar, og Frakkann, flugmann Cessnunnar, eftir að þau höfðu brotlent illa og slasast ofarlega á Mosfellsheiðinni. Þegar þyrlan var komin í um 500 feta hæð hrapaði hún til jarðar. Tveir íslenskir læknar af slysadeild Borgarspítalans, Magnús Guðmundsson og Ólafur Kjartansson höfðu komið með þyrlunni frá Reykjavík. Þeir lifðu báðir slysið af en slösuðust báðir. Ólafur Kjartansson er annar af læknunum tveimur sem komu með björgunarþyrlunni frá Reykjavík - og lentu síðan sjálfir í slysi.Stöð 2 Í þættinum er viðtal við Ólaf, sem þrátt fyrir meiðsl, fór að sinna hinum slösuðu á vettvangi – þar af þremur bandarískum þyrluflugmönnum sem höfðu lærbrotnað. Einnig er viðtal við Ragnar Axelsson ljósmyndara sem var hræddur um að valda íkveikju á slysstað með flassljósi. Meðal þeirra sem gengu í björgunarstörf var Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem einnig lenti í lífshættu í flugferð þegar hann var að störfum sjö árum síðar.Stöð 2 Þegar björgunarsveitarmenn komu að þyrlunni heyrðust þaðan skerandi neyðar- og sársaukahróp. Ofboðsleg eldsneytisgufa og neistaflug mætti þeim. 19 ára piltur, Skúli Karlsson, vann hetjudáð með því að bruna að þyrluflakinu á vélsleða áður en hann fór inn í það þar sem hann sló út aðalrofa. Með því er hann talinn hafa komið í veg fyrir að fjöldi fólks lét lífið. Flugslysin tvö urðu með fjögurra klukkustunda millibili árið 1979.RAX
Útkall Fréttir af flugi Mosfellsbær Bláskógabyggð Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Sjá meira