Lærði mikið af öllu hatrinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 07:01 Sonja Valdín er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég hætti þegar ég fattaði að nú væri nóg komið. Ég var bara stanslaust í símanum og þetta varð að þráhyggju. Að verða háður þessu og því að fá einhverja viðurkenningu frá öðru fólki er bara ótrúlega tómlegt þegar allt kemur til alls,“ segir fyrrum samfélagsmiðlastjarnan og leik-og söngkonan Sonja Valdín en hún er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Sonju í heild sinni: „Ég tengi ekki við Sonju Story í dag en ég er mjög þakklát fyrir þetta allt,“ segir Sonja í byrjun viðtalsins þegar hún lítur yfir síðustu ár. Einmana á Selfossi og byrjaði á Snapchat Sonja Valdín skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 þegar hún bjó til aðgang á samfélagsmiðlinum Snapchat undir nafninu Sonja Story. Hugmyndin kviknaði þegar hún bjó hjá pabba sínum á Selfossi og fór að finna fyrir smá einmanaleika. „Ég bjó á Selfossi á þessum tíma því pabbi minn vildi að ég myndi prófa að búa hjá honum þar, fara í FSU og sjá hvernig mér fyndist það. Ég byrjaði í Borgarholtsskóla hér í bænum og leið ekkert sérstaklega vel þar,“ segir Sonja og bætir við að á þessum tíma hafi bóklegt nám ekki verið fyrir hana. „Á Selfossi fór mér að leiðast svolítið og ég fór að hugsa hvort það væru ekki fleiri að tengja við mig. Mig langaði fyrst að opna aðgang sem væri opinn vettvangur til að spjalla og kynnast stelpum og búa kannski til skemmtilegan stelpuhóp. Ég birti færslu á Beautytips hópinn á Facebook og var að búast við svona tuttugu stelpum en allt í einu voru hundrað komnar inn á Snapchat hjá mér. Ég hugsaði bara okei nú þarf ég að gera eitthvað fyndið og sniðugt. Þannig að ég fór að skrifa smá handrit og plana story-in mín þar. Út frá því byrjaði snjóboltinn bara að rúlla.“ Sá að þetta gæti orðið eitthvað stærra Stuttu síðar var Sonja komin með tugþúsunda fylgjenda á samfélagsmiðla sína og var farin að gefa út stórsmelli á borð við Nei nei með hópnum Áttunni. Myndbandið við Nei nei er komið með um tvær milljónir áhorfs á Youtube. Hún segist fyrst hafa orðið vör við að þetta gæti orðið stórt hjá sér þegar fólk var farið að kannast við hana. „Ég man eftir að hafa verið inni í herbergi og þurft að melta það þegar ég lenti fyrst í því að einhver kannaðist við mig. Ég sá að þetta gæti orðið eitthvað stærra og hugsaði: „Hvað ætla ég að gera við þetta, hvernig ætla ég að vera og hver er ég líka?“ Ég er svo ung á þessum tíma að ég veit auðvitað ekkert hver ég er. Það var bara gaman að finna sig á samfélagsmiðlum og leyfa fólki að fylgjast með því.“ Sonja segir erfitt að rifja upp þessa tíma þar sem þetta hafi verið svolítið súrrealísk lífsreynsla. Þetta var smá „outer body experience“ og ég komst að því seinna, sem var bara allt í góðu. Ég fékk líka að upplifa svo mikið.“ Ótrúlega tómlegt þegar allt kemur til alls Sonja fékk fundarboð frá Áttunni sem sögðu henni að þeir ætluðu að fara af stað með risastórt verkefni. Útvarp, sketsar, lög og tónlistarmyndbönd. Hún var ekki lengi að taka tækifærinu og samhliða verkefnum með Áttunni hélt Sonja áfram með Snapchat og Instagram. Sonja Valdín ræddi líf sitt á einlægum nótum í Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Með gríðarlegan fjölda fylgjenda og vinsæl lög á bakinu lokaði Sonja öllum samfélagsmiðlum og dró sig í hlé. „Ég bara hætti. Það er mjög löng saga og langt ferli, segir Sonja og bætir við að rótin komi frá því hversu mikið hún var farin að venjast samfélagsmiðlum. Það að verða háður like-um, áhorfi og því fá einhverja viðurkenningu frá öðru fólki er bara ótrúlega tómlegt þegar allt kemur til alls. Svo leggstu á koddann og þú átt erfitt með að sofa því maður er bara að hugsa: „Mér líður eins og þurfi að sjá hvort eitthvað hafi gerst í símanum, var ég að segja eitthvað vitlaust eða var einhver sem móðgaðist?“ Þú færð aldrei þetta „break“ sem þig vantar við að koma heim í lok dags og slaka á. Ég náði því aldrei.“ Því fann Sonja að hún yrði að grípa í taumana og hugsa um sjálfa sig. „Ég hætti bara á þeim tíma sem ég fattaði að nú væri nóg komið. Fjölskylda og vinir voru líka búin að taka mig á teppið. Ég var stanslaust í símanum og þetta varð þráhyggja. Að sjá hverjir væru að like-a og eyða kannski mynd sem mér fannst flott því hún var ekki að fá nógu mikið af like-um. Það er bara asnaleg frekja og maður á ekki að lifa svona.“ „Vá, ég vil meira af þessu alvöru lífi“ Hún segist hafa lært ofboðslega mikið á þessum tíma í lífi hennar. Þá sérstaklega um það sem gerist í lífinu utan samfélagsmiðla. „Ég byrja á samfélagsmiðlum þegar ég er að læra á lífið og ég verð rosa fljót á mér að tjá mig um alls konar hluti á samfélagsmiðlum eins og unglingur, því ég vissi ekki betur og ég var ekkert komin með þær skoðanir sem ég hef í dag. Ég er samt ótrúlega þakklát fyrir þetta tímabil. Ég lærði ótrúlega mikið á hatri sem ég fékk og gagnrýni. Það hefur hjálpað mér enn í dag að tékka sjálfa mig áður en ég tjái mig um eitthvað.“ Sonja tók sér góðan tíma til að meðtaka allt sem hafði á gengið eftir að hún hætti á samfélagsmiðlunum. „Ég fann fyrir miklu þakklæti þrátt fyrir að vera með smá gremju yfir því að þurfa að hætta einhverju sem ég elska að gera til að vinna í sjálfri mér. Þetta var búið að valda mér mjög miklum kvíða og stressi,“ segir Sonja og bætir við að hún hafi aldrei fundið fyrir kvíða fyrr en hún byrjaði á samfélagsmiðlunum. Ákvörðunin hafi verið auðveldari í framkvæmd en hún hafði búist við og hún hafi ekki fundið fyrir einmanaleika. „Ég var í sambandi með frábærum strák á þessum tíma sem var ótrúlega mikið að styðja mig og til staðar. Þetta var eiginlega þveröfugt við einmanaleika því þetta gaf mér svo mikið. Ég fann líka hvað ég var með ótrúlega gott fólk í kringum mig og ég hugsaði bara: „Vá, ég vil meira af þessu alvöru lífi.“ Ég mæli með þessu fyrir alla. Einkalífið Tengdar fréttir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ „Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár. 20. febrúar 2025 07:03 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Sonju í heild sinni: „Ég tengi ekki við Sonju Story í dag en ég er mjög þakklát fyrir þetta allt,“ segir Sonja í byrjun viðtalsins þegar hún lítur yfir síðustu ár. Einmana á Selfossi og byrjaði á Snapchat Sonja Valdín skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 þegar hún bjó til aðgang á samfélagsmiðlinum Snapchat undir nafninu Sonja Story. Hugmyndin kviknaði þegar hún bjó hjá pabba sínum á Selfossi og fór að finna fyrir smá einmanaleika. „Ég bjó á Selfossi á þessum tíma því pabbi minn vildi að ég myndi prófa að búa hjá honum þar, fara í FSU og sjá hvernig mér fyndist það. Ég byrjaði í Borgarholtsskóla hér í bænum og leið ekkert sérstaklega vel þar,“ segir Sonja og bætir við að á þessum tíma hafi bóklegt nám ekki verið fyrir hana. „Á Selfossi fór mér að leiðast svolítið og ég fór að hugsa hvort það væru ekki fleiri að tengja við mig. Mig langaði fyrst að opna aðgang sem væri opinn vettvangur til að spjalla og kynnast stelpum og búa kannski til skemmtilegan stelpuhóp. Ég birti færslu á Beautytips hópinn á Facebook og var að búast við svona tuttugu stelpum en allt í einu voru hundrað komnar inn á Snapchat hjá mér. Ég hugsaði bara okei nú þarf ég að gera eitthvað fyndið og sniðugt. Þannig að ég fór að skrifa smá handrit og plana story-in mín þar. Út frá því byrjaði snjóboltinn bara að rúlla.“ Sá að þetta gæti orðið eitthvað stærra Stuttu síðar var Sonja komin með tugþúsunda fylgjenda á samfélagsmiðla sína og var farin að gefa út stórsmelli á borð við Nei nei með hópnum Áttunni. Myndbandið við Nei nei er komið með um tvær milljónir áhorfs á Youtube. Hún segist fyrst hafa orðið vör við að þetta gæti orðið stórt hjá sér þegar fólk var farið að kannast við hana. „Ég man eftir að hafa verið inni í herbergi og þurft að melta það þegar ég lenti fyrst í því að einhver kannaðist við mig. Ég sá að þetta gæti orðið eitthvað stærra og hugsaði: „Hvað ætla ég að gera við þetta, hvernig ætla ég að vera og hver er ég líka?“ Ég er svo ung á þessum tíma að ég veit auðvitað ekkert hver ég er. Það var bara gaman að finna sig á samfélagsmiðlum og leyfa fólki að fylgjast með því.“ Sonja segir erfitt að rifja upp þessa tíma þar sem þetta hafi verið svolítið súrrealísk lífsreynsla. Þetta var smá „outer body experience“ og ég komst að því seinna, sem var bara allt í góðu. Ég fékk líka að upplifa svo mikið.“ Ótrúlega tómlegt þegar allt kemur til alls Sonja fékk fundarboð frá Áttunni sem sögðu henni að þeir ætluðu að fara af stað með risastórt verkefni. Útvarp, sketsar, lög og tónlistarmyndbönd. Hún var ekki lengi að taka tækifærinu og samhliða verkefnum með Áttunni hélt Sonja áfram með Snapchat og Instagram. Sonja Valdín ræddi líf sitt á einlægum nótum í Einkalífinu.Vísir/Vilhelm Með gríðarlegan fjölda fylgjenda og vinsæl lög á bakinu lokaði Sonja öllum samfélagsmiðlum og dró sig í hlé. „Ég bara hætti. Það er mjög löng saga og langt ferli, segir Sonja og bætir við að rótin komi frá því hversu mikið hún var farin að venjast samfélagsmiðlum. Það að verða háður like-um, áhorfi og því fá einhverja viðurkenningu frá öðru fólki er bara ótrúlega tómlegt þegar allt kemur til alls. Svo leggstu á koddann og þú átt erfitt með að sofa því maður er bara að hugsa: „Mér líður eins og þurfi að sjá hvort eitthvað hafi gerst í símanum, var ég að segja eitthvað vitlaust eða var einhver sem móðgaðist?“ Þú færð aldrei þetta „break“ sem þig vantar við að koma heim í lok dags og slaka á. Ég náði því aldrei.“ Því fann Sonja að hún yrði að grípa í taumana og hugsa um sjálfa sig. „Ég hætti bara á þeim tíma sem ég fattaði að nú væri nóg komið. Fjölskylda og vinir voru líka búin að taka mig á teppið. Ég var stanslaust í símanum og þetta varð þráhyggja. Að sjá hverjir væru að like-a og eyða kannski mynd sem mér fannst flott því hún var ekki að fá nógu mikið af like-um. Það er bara asnaleg frekja og maður á ekki að lifa svona.“ „Vá, ég vil meira af þessu alvöru lífi“ Hún segist hafa lært ofboðslega mikið á þessum tíma í lífi hennar. Þá sérstaklega um það sem gerist í lífinu utan samfélagsmiðla. „Ég byrja á samfélagsmiðlum þegar ég er að læra á lífið og ég verð rosa fljót á mér að tjá mig um alls konar hluti á samfélagsmiðlum eins og unglingur, því ég vissi ekki betur og ég var ekkert komin með þær skoðanir sem ég hef í dag. Ég er samt ótrúlega þakklát fyrir þetta tímabil. Ég lærði ótrúlega mikið á hatri sem ég fékk og gagnrýni. Það hefur hjálpað mér enn í dag að tékka sjálfa mig áður en ég tjái mig um eitthvað.“ Sonja tók sér góðan tíma til að meðtaka allt sem hafði á gengið eftir að hún hætti á samfélagsmiðlunum. „Ég fann fyrir miklu þakklæti þrátt fyrir að vera með smá gremju yfir því að þurfa að hætta einhverju sem ég elska að gera til að vinna í sjálfri mér. Þetta var búið að valda mér mjög miklum kvíða og stressi,“ segir Sonja og bætir við að hún hafi aldrei fundið fyrir kvíða fyrr en hún byrjaði á samfélagsmiðlunum. Ákvörðunin hafi verið auðveldari í framkvæmd en hún hafði búist við og hún hafi ekki fundið fyrir einmanaleika. „Ég var í sambandi með frábærum strák á þessum tíma sem var ótrúlega mikið að styðja mig og til staðar. Þetta var eiginlega þveröfugt við einmanaleika því þetta gaf mér svo mikið. Ég fann líka hvað ég var með ótrúlega gott fólk í kringum mig og ég hugsaði bara: „Vá, ég vil meira af þessu alvöru lífi.“ Ég mæli með þessu fyrir alla.
Einkalífið Tengdar fréttir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ „Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár. 20. febrúar 2025 07:03 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
„Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ „Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár. 20. febrúar 2025 07:03