Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 12:04 Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Í auglýsingunni kemur fram að fullt starf séu tvær langar vaktir í miðri viku auk einnar helgarvaktar. Í kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs kemur fram að vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar vinnustundir.Í menntunar- og hæfnikröfum þarftu að vera orðinn 20 ára og búa yfir góðri sundkunnáttu, svipuð og er á tíunda sundstigi grunnskóla. Þú þarft að vera stundvís, samviskusamur, góður í samvinnu, með góða þjónustulund og góða íslenskukunnáttu. Vinnustaðurinn er reyklaus og þú þarft að vera með hreint sakavottorð. Í auglýsingunni er gefið upp að mánaðarlaun séu á bilinu 670.000-780.000kr. Engrar menntunar er krafist utan sundkunnáttunnar. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi (eins og námið var áður, B.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 632.887 krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið fimm ára sérfræðinámi (eins og námið er núna, M.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 683.518 kr. á mánuði. Ef þú ákveður að taka að þér umsjónarkennslu ertu svo heppinn að þú færð 27.815 – 30.040 kr. á mánuði aukalega. Fyrir þann pening, eftir útborgun, getur þú boðið fjölskyldunni í pizzu einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Vinnutími kennara er 42,86 klukkustundir á viku. Í dag er ég skólastjóri en fyrrum grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ. Er ekki pínu galið að tvítuga barnið mitt sem færi að vinna í Kópavogslaug, með enga háskólamenntun, fengi meira útborgað en ég sem grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ? Eftir 20 ára starfsreynslu væru launin mín 737.014 – 795.975 kr sem grunnskólakennari. Ég væri þá komin með svipuð laun og barnið mitt sem væri nýbyrjað í starfi í Kópavogslaug. Þegar ég auglýsi kennarastöður í mínum skóla leita ég eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga, kennara sem búa yfir góðri faglegri þekkingu eftir þriggja til fimm ára háskólanám til þess að takast á við starf kennara. Kennarar í dag eru að bugast undan kjarabaráttunni. Þeir eru sárir og svekktir út í Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagið sitt og vinnuveitanda. Svo virðist sem það eigi ekki að standa við samkomulagið frá árinu 2016. Í fréttum er rætt um að laun kennara miðað við tillögu ríkissáttasemjara hækki um 24%. Þetta er ekki svona einfalt. Kennarar hafa verið sviknir af sveitarfélögunum um leiðréttingu launa í að verða níu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast afleiðingarnar ef kennarar fá meiri launahækkun en aðrir. Hún minnist ekkert á að kennarar eigi inni launaleiðréttingu. Hún er hrædd um verðbólgu, að aðrar stéttir vilji fylgja á eftir samningum kennara og þá fari allt á hliðina. Minn versti ótti er að í íslensku samfélagi verði fáir menntaðir kennarar eftir í skólum landsins ef hinn almenni markaður getur boðið betri laun miðað við enga háskólamenntun. Viljum við bjóða börnunum okkur upp á það að þau fái ekki menntaða kennara til að kenna sér? Oft hefur komið fram að kennarastéttin sé að eldast og yngri kennarar eru færri. Það segir sig sjálft að eftir fimm ár verður mjög erfitt að finna menntaða kennara. Í dag er það orðið erfitt og ég spyr mig hvernig verður það þá? Get ég verið skólastjóri eftir fimm ár ef ég fæ ekki kennara til að vinna í skólanum mínum? Mun ég þá gefast upp líka? Kópavogsbær vill vera framúrskarandi sveitarfélag. Hvernig getur Kópavogsbær verið með framúrskarandi skóla, bæði fyrir kennara, nemendur og allt sveitarfélagið? Þarf sveitarfélagið ekki að bjóða upp á góð kjör fyrir kennarana sína svo leik- grunn- og tónlistarskólar bæjarins verði eftirsóknarverðir vinnustaðir? Hvernig geta skólar sveitarfélagsins verið framúrskarandi ef það eru engir kennarar sem fást til starfa? Hvernig á ég sem skólastjóri að standast þessar samkeppniskröfur á hinum almenna markaði fyrir mína kennara? Nú er kominn tími til að bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn skoði af alvöru hvernig þau vilja gera skóla bæjarins að framúrskarandi og aðlaðandi vinnustöðum. Ef það tekst ekki fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug. Þar er boðið upp á betri kjör í sama sveitarfélagi. Nú þarf mitt sveitarfélag að fara að stíga upp og klára þessa samninga, með eða án Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennarar eru komnir að þolmörkum og geta ekki meira í þessari kjarabaráttu. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Kópavogur Skóla- og menntamál Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég rak augun í atvinnuauglýsingu á Alfreð. Um er að ræða sumarstarf hjá Kópavogsbæ í Kópavogslaug. Auglýst er eftir starfsfólki í fullt starf. Kópavogslaug er ein af mínum uppáhalds sundlaugum. Þar mætir maður viðkunnanlegu viðmóti starfsmanna og góðri þjónustu. Í auglýsingunni kemur fram að fullt starf séu tvær langar vaktir í miðri viku auk einnar helgarvaktar. Í kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs kemur fram að vinnuskylda vaktavinnufólks sem vinnur á reglubundnum vöktum skal að jafnaði vera sú sama og hjá dagvinnufólki. Vinnuvika starfsfólks í fullu starfi er 36 virkar vinnustundir.Í menntunar- og hæfnikröfum þarftu að vera orðinn 20 ára og búa yfir góðri sundkunnáttu, svipuð og er á tíunda sundstigi grunnskóla. Þú þarft að vera stundvís, samviskusamur, góður í samvinnu, með góða þjónustulund og góða íslenskukunnáttu. Vinnustaðurinn er reyklaus og þú þarft að vera með hreint sakavottorð. Í auglýsingunni er gefið upp að mánaðarlaun séu á bilinu 670.000-780.000kr. Engrar menntunar er krafist utan sundkunnáttunnar. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið þriggja ára sérfræðinámi (eins og námið var áður, B.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 632.887 krónur á mánuði. Grunnlaun grunnskólakennara eftir að hafa lokið fimm ára sérfræðinámi (eins og námið er núna, M.Ed. gráða og leyfisbréf til kennslu) er 683.518 kr. á mánuði. Ef þú ákveður að taka að þér umsjónarkennslu ertu svo heppinn að þú færð 27.815 – 30.040 kr. á mánuði aukalega. Fyrir þann pening, eftir útborgun, getur þú boðið fjölskyldunni í pizzu einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði. Vinnutími kennara er 42,86 klukkustundir á viku. Í dag er ég skólastjóri en fyrrum grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ. Er ekki pínu galið að tvítuga barnið mitt sem færi að vinna í Kópavogslaug, með enga háskólamenntun, fengi meira útborgað en ég sem grunnskólakennari hjá Kópavogsbæ? Eftir 20 ára starfsreynslu væru launin mín 737.014 – 795.975 kr sem grunnskólakennari. Ég væri þá komin með svipuð laun og barnið mitt sem væri nýbyrjað í starfi í Kópavogslaug. Þegar ég auglýsi kennarastöður í mínum skóla leita ég eftir að ráða framúrskarandi sérfræðinga, kennara sem búa yfir góðri faglegri þekkingu eftir þriggja til fimm ára háskólanám til þess að takast á við starf kennara. Kennarar í dag eru að bugast undan kjarabaráttunni. Þeir eru sárir og svekktir út í Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagið sitt og vinnuveitanda. Svo virðist sem það eigi ekki að standa við samkomulagið frá árinu 2016. Í fréttum er rætt um að laun kennara miðað við tillögu ríkissáttasemjara hækki um 24%. Þetta er ekki svona einfalt. Kennarar hafa verið sviknir af sveitarfélögunum um leiðréttingu launa í að verða níu ár. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast afleiðingarnar ef kennarar fá meiri launahækkun en aðrir. Hún minnist ekkert á að kennarar eigi inni launaleiðréttingu. Hún er hrædd um verðbólgu, að aðrar stéttir vilji fylgja á eftir samningum kennara og þá fari allt á hliðina. Minn versti ótti er að í íslensku samfélagi verði fáir menntaðir kennarar eftir í skólum landsins ef hinn almenni markaður getur boðið betri laun miðað við enga háskólamenntun. Viljum við bjóða börnunum okkur upp á það að þau fái ekki menntaða kennara til að kenna sér? Oft hefur komið fram að kennarastéttin sé að eldast og yngri kennarar eru færri. Það segir sig sjálft að eftir fimm ár verður mjög erfitt að finna menntaða kennara. Í dag er það orðið erfitt og ég spyr mig hvernig verður það þá? Get ég verið skólastjóri eftir fimm ár ef ég fæ ekki kennara til að vinna í skólanum mínum? Mun ég þá gefast upp líka? Kópavogsbær vill vera framúrskarandi sveitarfélag. Hvernig getur Kópavogsbær verið með framúrskarandi skóla, bæði fyrir kennara, nemendur og allt sveitarfélagið? Þarf sveitarfélagið ekki að bjóða upp á góð kjör fyrir kennarana sína svo leik- grunn- og tónlistarskólar bæjarins verði eftirsóknarverðir vinnustaðir? Hvernig geta skólar sveitarfélagsins verið framúrskarandi ef það eru engir kennarar sem fást til starfa? Hvernig á ég sem skólastjóri að standast þessar samkeppniskröfur á hinum almenna markaði fyrir mína kennara? Nú er kominn tími til að bæjarstjórinn okkar og bæjarstjórn skoði af alvöru hvernig þau vilja gera skóla bæjarins að framúrskarandi og aðlaðandi vinnustöðum. Ef það tekst ekki fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug. Þar er boðið upp á betri kjör í sama sveitarfélagi. Nú þarf mitt sveitarfélag að fara að stíga upp og klára þessa samninga, með eða án Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Kennarar eru komnir að þolmörkum og geta ekki meira í þessari kjarabaráttu. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar